Frétt

Sælkeri vikunnar - Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir í Bolungarvík | 11.06.2004 | 10:58Þrír ljúffengir kartöfluréttir

Sælkeri vikunnar að þessu sinni býður upp á þrjá ljúffenga kartöflurétti sem hljóta að teljast viðeigandi nú þegar farið er að leggja drög að kartöfluuppskeru sumarsins. Halldór Dagný segir þýska kartöflusalatið eiga vel við með grillmatnum en uppskriftin dugar til að metta marga munna. Þá er spænsk tortilla á boðstólnum og loks staðgóður réttur úr hakki og kartöflum.


Þýskt kartöflusalat
8 eggjarauður
matarolía
½ l AB mjólk
6-8 soðnar kartöflur
2 laukar
1 tsk salt
u.þ.b. 1 msk hvítvínsedik
Svartur pipar eftir smekk

Sjóðið kartöflurnar en passið að ofsjóða þær ekki. Þeytið eggjarauðurnar mjög vel og hellið matarolíunni út í á meðan – mjög rólega þannig að blandan verði nokkuð þykk. Hellið þá AB mjólkinni út í ásamt ediki og kryddi. Skerið laukinn smátt og kaldar kartöflurnar í bita og setjið út í. Gott er að gera salatið snemma því að það er betra ef það er búið að bíða í kæli í einhvern tíma áður en að það er borið fram.


Spænsk tortilla
4 kartöflur
4 egg
1 laukur
matarolía til steikingar
salt og pipar

Afhýðið kartöflurnar og skerið í litla bita. Skerið laukinn smátt. Hitið olíuna, steikið kartöflurnar vel (eins og franskar). Bætið lauknum í og steikið þannig í smástund. Takið kartöflurnar og laukinn úr olíunni. Hellið olíunni af pönnunni (það er gott að geyma olíuna og nota aftur). Hrærið eggin og kryddið með salti og pipar. Setið kartöflurnar og laukinn aftur á pönnuna og hellið eggjahrærunni yfir. Bíðið þar til eggin stífna og snúið þá við. Berið fram með fersku salati. Kartöflusalatið er bæði gott heitt og kalt.


Hakk- og kartöfluréttur
500 g hakk
10-12 kartöflur
4-5 sneiðar af lauk
3 dl rjómi
2 tsk sinnep
2 msk sojasósa
salt og pipar

Steikið hakkið og skerið kartöflurnar í skífur. Hrærið eða hristið saman rjóma, sinnep, sojasósu og krydd. Smyrjið eldfast mót og setjið í lögum kartöflur, hakk, lauk og aftur kartöflur í formið. Hellið sósunni yfir og bakið í ofni í 40-45 mín við 240°C. Berið fram með salati, brauði og gulum baunum.

Ég skora á vinkonu mína Díönu Erlingsdóttur að töfra fram einhverjar góðar uppskriftir í næstu viku.

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli