Frétt

| 13.06.2001 | 17:29Sjómannadagurinn og forsetinn

Að venju var sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur, nú 10. júní þar eð hvítasunnudag bar upp á fyrsta sunnudag í júní að þessu sinni. Nú brá svo við að sjómenn í Reykjavík afþökkuðu hátíðarræðu sjávarútvegsráðherra. Var hann borinn þeim sökum að hafa staðið fyrir lagasetningu til þess að binda enda á verkfall sjómanna. Í sjónvarpi mátti sjá ráðherra meðal almennra gesta á hátíð sjómanna í heimabyggð sinni Hafnarfirði. Í stað hans var kona í fyrsta sinni ræðumaður við hátíðahöldin í Reykjavík og hvatti hún sjómenn og fjölskyldur þeirra til þess að sýna afstöðu sína til ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar í næstu kosningum. Greinilegt er að enn ólgar undir í flokki sjómanna.

Margt kann að skýra ónægju sjómanna, en laun þeirra hækka nú með fallandi gengi, á meðan tekjur flestra annarra lækka af sömu sökum. Hins vegar kemur það illa við sjómenn, útgerðina og reyndar alla landsmenn að þorskkvótinn hefur verið skertur og verður aðeins 190 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Vestfirðingar líta kvíðafullir fram á veginn, einkum eftir að kvóti hefur verið settur á smábátana, þótt rök megi vissulega færa bæði með og á móti. Hátíðarhöld fóru fram með hefðbundnum hætti á Vestfjörðum og þó voru þau frábrugðin að þessu sinni að því leytinu, að meira var lagt í hátíðahöldin á Patreksfirði en fyrr nú með frönskum blæ. Á Ísafirði flutti forseti Íslands hátíðarræðu við sjómannamessu í Ísafjarðarkirkju. Hann kom að þeirri stöðu sem uppi er með núverandi skipan fiskveiði og setti fram þá spurningu hvort menn hefðu fyrir áratugum getað verið svo framsýnir að sjá fyrir, að það ástand skapaðist að ekki yrði kleift að nýta til fulls þá kosti, sem byggju í nálægð fiskimiðanna og þekkingu vestfirskra sjómanna. Lausn vandans sem nú blasir við byggðum Vestfjarða hljóti að vera fólgin í þeirri lýðræðishefð sem tryggði Íslendingum sjálfsforræði, en þar með er vísað til sjálfstæðis og lýðveldis, sem fengust án stríðs í venjulegum skilningi þess orðs, og án blóðsúthellinga.

Án nokkurs efa hefur mönnum vaxið bjartsýni á Vestfjörðum upp á síðkastið, en gerbreyttir möguleikar smábátanna til fiskveiða, auk minnkandi kvóta, hefur á ný sett ugg að mörgum. Forseti Íslands hefur rétt fyrir sér þegar hann vísar til þess að leysa verði aðsteðjandi vanda á grunni þess lýðræðis sem Íslendingar hafa tamið sér og þeirri hefð sem skapast hefur í pólitískum efnum. Á Vestfirðingum brennur óttinn um skerta möguleika til lífsafkomu. Sú staðreynd blasir við að Vestfirðingar hafa frá árinu 1995 dregist langt aftur úr öðrum landshlutum varðandi laun eða sem svarar 460 þúsund krónum að meðaltali á fjórum árum. Þá voru atvinnutekjur hér um slóðir 11% yfir meðaltali, en 1999 voru þær orðnar lægstar á á Vestfjörðum, 7% undir landsmeðaltali. Enn skapar sjávarútvegur drýgstan hlut tekna Íslendinga. Það er að vonum að líta til lýðræðishefðarinnar og treysta því að lausn finnist.


bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli