Frétt

| 13.06.2001 | 10:24230 keppendur taka þátt í mótinu

Íslandsmót í einstaklingskeppni í boccia verður haldið á Ísafirði dagana 4. til 6. október nk. Von er á um 230 keppendum og fylgdarmönnum þeirra til bæjarins, alls hátt í 300 manns og er ljóst að mótið verður mjög fyrirferðarmikið. Keppt verður í sex deildum auk rennuflokks. „Mótið verður sett á fimmtudagskvöldi og keppt verður í íþróttahúsinu á Torfnesi á föstudag og laugardag og endað með lokahófi, mat og balli um kvöldið,“ segir Harpa Björnsdóttir, formaður Ívars, íþróttafélags fatlaðra á Ísafirði.
Keppt verður á fjórtán völlum í einu. Tvo menn þarf til dómgæslu á hverjum velli og er ljóst að mótshaldið verður mjög mannfrekt. „Ég vil nota tækifærið til að auglýsa eftir fólki sem vill aðstoða við mótið. Til stendur að halda dómaranámskeið í lok september fyrir þá sem hafa áhuga“, segir Harpa.

Árlega eru haldin Íslandsmót í boccia, bæði í einstaklings- og sveitarkeppni. Þetta er í fyrsta skiptið sem mótið er haldið á Ísafirði. „Það er gífurlega mikill áhugi fyrir mótinu og menn höfðu lengi verið að biðja okkur í Ívari um að halda það. Oftast dettur fjöldi þátttakenda niður þegar mótið er haldið utan höfuðborgarsvæðisins, en sú virðist ekki verða raunin í þetta sinn. Þátttakendur verða jafnvel ívið fleiri en venjulega“, segir Harpa Björnsdóttir.

Um 10-15 þátttakendur eru bundnir við hjólastóla. „Aðgengi fyrir þá verður mjög gott fyrir vestan. Tvö hús í sumarbyggðinni í Súðavík eru með hjólastólaaðgengi og aðstandendur Gamla gistihússins á Ísafirði ætla að bæta aðgengið hjá sér og útbúa hjólastólasalerni. Þá er ágætis aðgengi á Hótel Ísafirði“, segir Harpa.

Hátt í 20 þátttakendur á mótinu koma frá íþróttafélagi fatlaðra á Ísafirði. Harpa er hóflega bjartsýn á góðan árangur á mótinu. „Við verðum með þátttakendur í fyrstu deild. Keppni þar er gífurlega hörð, en að sjálfsögðu vonast ég eftir einhverjum titlum“, segir Harpa Björnsdóttir, formaður Ívars.

bb.is | 29.09.16 | 07:50 Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með frétt Átta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli