Frétt

Sigurjón Þórðarson | 08.06.2004 | 16:28Að lyppast niður

Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson.
Nú er það svo að samkvæmt stjórnarskránni eru þingmenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Það var sérstæð lífsreynsla að verða vitni að því að sjá fjóra unga þingmenn sem Sjálfstæðisflokksins (svonefndur smánarkvartet) leka niður og kyngja vondu, ráðstjórnarlegu fjölmiðlafrumvarpi. Ef til vill má skýra þessi sinnaskipti með því að þeir séu enn óharðnaðir og ráði ekki við að standa uppi í hárinu á vanstilltum foringja.

Öllu erfiðara er að skýra hvernig reyndir stjórnarþingmenn Norðvesturkjördæmisins lyppuðust niður og samþykktu að afleggja sóknarstýringu smábáta sem gengur þvert á hagsmuni kjördæmis þeirra og þvert á hagsmuni þjóðarinnar. Með öllu ómögulegt er að fá nokkurn botn í viðsnúning þingmannanna frá Vestfjörðum þeirra Kristins H. Gunnarssonar, Einars Kristins Guðfinnsonar og nafna hans Odds Kristjánssonar en allir höfðu þeir gefið hástemdar yfirlýsingar þvert á það hvernig þeir greiddu atkvæði sitt, þ.e. með því að greiða atkvæði með því að setja trillur inn í gagnslaust kvótakerfi og gegn dagakerfinu.

Framseljanleg sannfæring Kristins H Gunnarssonar

Kristinn H. Gunnarsson hafði gefið rækilega í skyn í umræðum um fjölmiðlafrumvarpið að hann væri þingmaður sem hlýddi sannfæringu sinni. Í máli Kristinns kom fram sú skoðun, skömmu fyrir afgreiðslu dagabátafrumvarpsins, að það ætti ekki að setja trillurnar í kvótakerfi. Hvað breyttist hjá þingmanninum? Hvers vegna snéri hann við blaðinu og studdi kvótasetninguna? Jú, hann vísaði til þess að Landsamband smábátaeigenda hefði fallist á frumvarpið. Það má þá einna helst skilja að Kristinn H. Gunnarsson sem gefur sig út fyrir að vera prinsipp mann hafi framselt sannfæringu sína til hagsmunasamtaka út í bæ. Það má vel skýra afstöðu Landsambands smábátaeigenda út frá þeim afarkostum sem eigendur dagabáta stóðu frami fyrir.

Einar Kristinn Guðfinnsson þvælist í hringi

Það hefur oft verið erfitt að henda reiður á hvað Einar Kristinn Guðfinnsson hefur meint í umræðu um sjávarútvegsmál og oftar en ekki hefur hann þvælast í hring eftir hring í umræðum á þingi til að reyna að þóknast bæði sjávarútvegsráðherra og sjávarbyggðunum. Athyglisvert var að þingmaðurinn lét ekki sjá sig í umræðu um breytt frumvarp sem lagði beinlínis til að sóknardagakerfið yrði aflagt. Frumvarp sem beinlínis kemur sjávarbyggðunum á Vestfjörðum illa og ekki síst Bolungarvík. Ég hefði talið að þingmaðurinn ætti að skýra út hvers vegna í ósköpunum hann styddi slíkt frumvarp. Nei, hann sá enga ástæðu til þess að taka þátt í umræðum um smábátakerfið. Í stað þess varði hann tíma sínum á vappi fyrir utan þingsalinn.

Einar Oddur flýr af hólmi

Einar Oddur Kristjánsson tók þátt í annari umræðu um frumvarpið og tók undir með okkur í Frjálslynda flokknum um að stjórn fiskveiða við Ísland með kvótum væri saga mistaka. Þorskaflinn nú væri aðeins helmingur þess sem hann var fyrir daga kerfisins. Að óreyndu hefði maður ætlað að þingmaðurinn hefði séð ástæðu til þess að leggjast á árar með okkur í Frjálslynda flokknum á móti þessu frumvarpi og greiða atkvæði gegn því. Reyndin var sú að það þurfti einungis 2 stjórnarþingmenn til þess að fella frumvarpið. Honum hefðir verið í lófa lagið að reyna að berja kjark í einhvern úr stjórnarliðinu t.d. oddvitann á Skagastörnd Adólf Berndsen sem greiddi gegn hagsmunum Skagstrendinga. Nei, Einar Oddur Kristjánsson sá ekki ástæðu til þess að vera viðstaddur atkvæðgreiðslu um frumvarpið sem gengur þvert á hagsmuni Vestfjarða.

Hvað rekur þessa þingmenn til að greið atkvæði gegn hagsmunum byggða sinna? Einhver útskýrði það á þann veg að beitan væri sú að ef þeir eru þægir þá mega þeir deila dúkuðu borði með foringjanum.

Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frjálslynda flokksins.

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli