Frétt

Stakkur 22. tbl. 2004 | 03.06.2004 | 11:43Friðsælt sumar?

Alþingi hefur verið frestað. Mörgum er létt. Lokið er stuttum kafla átaka á þingi og jafnframt utan Alþingishússins. Forseti lýðveldisins hefur verið að leggja áherslu á stöðu sína gagnvart löggjafarvaldinu og sýnist sitt hverjum um þessa nýbreytni. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp vegna umræðna um meirihluta og minnihluta að baki alþingismanna, einstakra stjórnmálamanna og ríkisstjórninni, að niðurstöður kosninga eru þær sem gilda hvort sem okkur, einstaklingum út í bæ, líkar betur eða verr. Núsitjandi forseti lýðveldisins hlaut 68.370 atkvæði í kosningunum 1996, 40,9%, en þáttakan var 85.9% þeirra eru voru á kjörskrá. Hann hlaut kjör með minnihluta atkvæða, en þjóðin hefur eins og ævinlega sýnt í verki að hún sættir sig við niðurstöður kosninga, þótt ekki ráði meirihlutinn alltaf þegar kemur að forsetanum.

Reyndar velta margir því fyrir sér hvort átökunum utan húss sé lokið. Kosið verður að nýju til forseta 26. júní, eftir þrjár og hálfa viku. Auk forseta lýðveldisins, sem leitar nú endurkjörs í annað sinn, eru tveir í framboði, annar vanur slíku framboði, en hinn nýr á vellinum. Fróðlegt verður að sjá hver þáttaka verður í kosningunum og hvernig mál æxlast. Flestir gera ráð fyrir að sitjandi forseti nái kjöri. Hinu er þó ekki að leyna að mörgum þykir hann hafa komið að lagasetningu á Alþingi með djörfum og umdeildum hætti, enda deila lögspekingar þjóðarinnar fram og aftur um aðkomu hans, en einkum hvert sé raunverulegt inntak valds forseta. Sýnist þar sitt hverjum. Því verður ekki neitað að yfirlýsing hans um nauðsyn heimasetu sinnar, þegar brúðkaup ríkisarfa okkar gömlu herraþjóðar og vinaþjóðar, Danmerkur var gert, vakti blendin viðbrögð.

Ekki má heldur gleyma að stóryrði, gífur- og fúkyrðaflaumur margra alþingismanna, urðu ekki til þess að vekja hrifningu margra kjósenda. Margt hefur verið skrafað um lýðræði þessar síðustu vikur. Sem fyrr gleyma flestir því, að á Íslandi ríkir fulltrúalýðræði, bæði varðandi löggjafarsamkomuna og sveitarstjórnir. Það er viðurkennd staðreynd að þingræðisreglan gildir. Meirihluti alþingis stendur að baki ríkisstjórn. Í hita leiksins gleymist eitt og annað. Formaður Blaðamannafélagsins hefur rýrt trúverðugleika sinn með framkomu sinni varðandi fjölmiðlalögin, sem enn bíða staðfestingar forseta þegar þetta er skrifað. Hann er starfsmaður Norðurljósa, sem keppst hafa við að sannfæra þjóðina um að lögin um fjölmiðla verði vond. Ýmsu var þó breytt að fengnum athugasemdum. Það verður að teljast lýðræðislegt. Mesta furðu vekur að fæstir hafa haft fyrir því að kynna sér ákvæði laganna. Samkvæmt skoðanakönnunum er meirihlutinn á móti. Hvað sem sagt verður um þetta umdeilda hitamál, lög um eignarhald á fjölmiðlum, þá ber umræðan utan þings ekki vott um mikinn lýðræðisþroska. Örfáir menn stýra umræðunni og almenningur, sem njóta á lýðræðisins, eltir umhugsunarlítið, ef marka má skoðanakannanir. Margir telja að einmitt almenningur eigi möguleikann til þess að standa vörð um lýðræðið. Enginn talaði um hækkun olíuverðs! Með von um friðsælt sumar og farsæld þjóðar.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli