Frétt

Leiðari 22. tbl. 2004 | 03.06.2004 | 11:39Ástand og horfur

Liðsmenn stjórnar og stjórnarandstöðu skiptust ekki á treyjum að leik loknum að hætti boltasparkara; einstaka klappi á bak og uppstilltu brosi brá þó fyrir. Farsælu þingi, upphafi kraftmikils kjörtímabils er lokið vilja sumir meina. Aðrir segja stjórnarliðið hafa gengið lemstrað til búningsherbergja, blikur séu á lofti og þjálfaraskiptin á haustmánuðum gætu reynst afdrifarík. Allt er þetta orðalag þingmanna þó eftir gamalgróinni forskrift, blandað væntingum og smekk hvers og eins.

,,Augljóslega er veruleg óánægja innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins vegna niðurstöðu málsins (skattalækkunarmálið) fyrir lok þingsins nú. Sú óánægja kann að gera Halldóri Ásgrímssyni erfitt fyrir þegar það kemur í hans hlut að hafa forystu í stjórnarsamstarfinu frá og með 15. september nk. Þá tekur hann við því hlutverki að leiða samstarf flokkanna tveggja og þar með hvílir á honum meiri ábyrgð að leysa úr deilumálum, sem upp kunna að koma“

Framangreind tilvitnun í leiðara Morgunblaðsins á hvítasunnudag verður ekki misskilin. Þingmenn Sjálfstæðiflokksins leyna ekki óánægju sinni. Þar á bæ hefur dregið fyrir sólu. Framsóknarmenn svara á móti að menn megi ekki fara á taugum. Og með þá fullvissu að ekkert muni koma í veg fyrir upprisuna, ganga þeir út í sumarið baðaðir ímynduðum geislum þess, sem bíði þeirra að hausti.

Sjómannadagurinn
Sjómannadagurinn er dæmi um hvernig umturnun helstu atvinnugreinar þjóðarinnar hefur breytt hátíðisdegi heillar stéttar. Það er engum ofsögum sagt að þessi dagur íslenskra sjómanna, hvers umgjörð var samfelldur lofsöngur um hetjur hafsins og þakkaróður fyrir framlag þeirra til samfélagsins, líður nú orðið hjá líkt og af gömlum vana, þar sem hans er enn á annað borð minnst. Hefði sjómannadaginn borið upp á virkan dag væru áreiðanlega nú þegar uppi raddir um að fella hann inn í helgarfrí til útivistar á fjöllum undir formerkjum hagræðingar.

Hvað bíður sjómannadagsins? Munum við aftur upplifa ritskoðun á ræðumanni dagsins? Og ráðherra verði fenginn til að tala um eitthvað skemmtilegra en tilvist íslenskra sjávarbyggða á sjómannadaginn! Á sjómannadagurinn yfir höfuð framtíð fyrir sér?

Bæjarins besta sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra kveðjur í tilefni dagsins.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli