Frétt

| 07.06.2001 | 11:00Hvítasunna og kristin trú

Allt er í heiminum hverfult. Þessi sannleikur er margprófaður. Samt er hann einnig nýr. Hvítasunnan er ein af þremur stórhátíðum þjóðkirkjunnar á Íslandi og til marks um það fylgir aukafrídagur á mánudegi. Hún leiðir hugann að kristnihaldi á Íslandi. Fyrir skömmu lauk hátíðahöldum kirkjunnar í tilefni af þúsund ára kristnitöku, en þau náðu til þriggja almanaksára, sem sýnir hve mikils kristin trú er metin á Íslandi. Hápunktur hátíðahaldanna var tveggja daga fagnaður á Þingvöllum og var hvergi sparað til flutnings atriða sem báru hann uppi. Þátttaka almennings varð snöggtum minni en vonast hafði verið til, einungis brot af áætlun.

Enn hefur ekki fundist skýring á því hvers vegna færri komu en væntingar voru um. Þingvellir eru staður sem á sér sögulegan sess með þjóðinni, í veraldlegum og trúarlegum efnum. Kristni var leidd í lög á Þingvöllum og þar sat Alþingi í 870 ár, setti lög, skýrði þau og kvað upp dóma. Þar var fólk líflátið, sem dæmt hafði verið til dauða. Þar sló hjarta þjóðarinnar með einum eða öðrum hætti. Fyrsti þjóðgarður Íslendinga var settur um Þingvelli.

Á Þingvöllum hélt þjóðin hátíðlegt þúsund ára afmæli Íslands byggðar 1874, þúsund ára afmæli Alþingis 1930, fagnaði lýðveldi 1944 og 1100 ára afmæli byggðar 1974, 50 ára lýðveldi var fagnað 1994 og loks Kristnihátíð er hér var nefnd. Á Þingvöllum hefur prestur setið lengi, en nú er komið að lokum. Prestsetur verður þar ekki framvegis samkvæmt ákvörðun kirkjunnar. Þykir þar ýmsum skarð fyrir skildi. Þótt hátíðahöld hafi oftar verið af veraldlegum toga á þessum helgasta stað þjóðarinnar, sem sumir nefna svo, þá er hann tengdur kristinni kirkju órjúfanlegum böndum. Því væri við hæfi að hafa þar prest þótt kirkjan hafi nú ákveðið annað. Skiljanlegt er að áherslan verði meiri á stærri söfnuði en þá smáu, sem eru að leggjast af vegna fólksfæðar.

Í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi, einum hinna mestu sögustaða á Vestfjörðum er prestsetur aflagt. Smám saman mun því prestsetrum út um land fækka fari fram sem horfir um stefnu íslensku þjóðkirkjunnar. Prestur situr ekki lengur Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað frelsishetjunnar Jóns Sigurðssonar. Því eru Vestfirðingar orðnir vanir og hafa þó staðinn í miklum metum eins og kemur í ljós 17. júní ár hvert. Fækkun prestsetra er afleiðing hins síbreytilega tíma og framrásar, sem ekki sést fyrir og óvitað er hvert leiðir. Fækkun fólks á landsbyggðinni ræður þar nokkru um, en kirkjan hlýtur að eiga hér hlutverk á erfiðum og viðkvæmum tímum. Kannski minnkar áhugi fólks fyrir henni með aukinni alþjóðavæðingu, en Þingvellir eru sá staður sem er samnefnari með þjóðinni, svo sem rakið var hér að framan. Því finnst mörgum að sérstaða Þingvalla kalli á prestsetur umfram aðrar fámennar sóknir, enda gestir margir og trúin með sterk ítök á staðnum.


bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli