Frétt

| 05.06.2001 | 14:17Völuspá í Hömrum á sunnudag

Möguleikhúsið í Reykjavík sýnir leikritið „Völuspá“ í Hömrum á Ísafirði á sunnudag, 10. júní kl. 17, og er sýningin haldin í tengslum við námskeiðið „Sellódagar á Ísafirði“. Völuspá var frumsýnd í Möguleikhúsinu á Listahátíð í Reykjavík vorið 2000 og voru gagnrýnendur á einu máli um ágæti sýningarinnar, sem þykir afar frumleg og hugmyndarík og höfðar ekki síður og kannski enn frekar til fullorðinna en barna.
Eins og nafnið gefur til kynna byggist verkið á hinni fornu Völuspá og veitir áhorfendum sýn inn í hugmyndaheim norrænu goðafræðinnar. Aðalpersóna er Óðinn og áhorfandinn fær að fylgjast með endalausri ásókn hans í þekkingu, skáldamjöð, innsýn í nútíð og framtíð og sitthvað fleira. Óðinn er margslunginn og séður í viðskiptum og leiðir hans til þess að ná settum markmiðum eru misheiðarlegar. Aðrar persónur í leiknum eru Baldur hinn hvíti, Loki, Fenrisúlfur, Suttungur, Gunnlöð og fleiri góðkunningjar úr goðafræðinni.

Textinn í leikritinu er eftir Þórarin Eldjárn en Guðni Franzson samdi og stýrði tónlistinni í verkinu. Leikarar eru þeir Pétur Eggerz, sem leikur öll hlutverkin, og Stefán Örn Arnarson sellóleikari, sem galdrar fram úr hljóðfæri sínu áhrifshljóð og gefur hverri persónu verksins sérstakt stef úr sellóinu.

Leikstjóri er danski leikarinn Peter Holst en leikmynd og búningar voru hannaðir af norska leikmyndahönnuðinum Anette Werenskiold.

Hægt er að panta miða á sýninguna á skrifstofu Tónlistarskólans í síma 456 3926 þriðjudag til laugardags kl. 13-16. Miðaverð er kr. 1.000 en börn 12 ára og yngri og ellilífeyrisþegar fá 50% afslátt.

bb.is | 28.09.16 | 09:37 Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli