Frétt

deiglan.com – Guðmundur Svansson | 10.05.2004 | 21:56Digital í stríði

Víetnamstríðið var fyrsta stríðið þar sem fjölmiðlar fengu að leika lausum hala. Fjölmiðlarnir voru bærilega frjálsir og myndirnar sem þeir sýndu frá Víetnam skuku heiminn. Afleiðingar stríðs fyrir saklausa borgara voru einn af þeim þáttum sem skóp nýja kynslóð og með henni nýtt hugarfar, 68-kynslóðina.

Í dag eru hefðbundnir fjölmiðlar múlbundnari gagnvart stríði en menn gera sér almennt ljóst. Herforingjarnir greindu vandann og hafa leyst hann. Í dag hafa þeir miklu betri stjórn á því hvernig fjallað er um stríð. Kvikmyndatökumenn og ljósmyndarar leika ekki lengur jafn lausum hala á átakasvæðum. Þeir fréttaritarar sem eru með stæla fá minna af upplýsingum, færri viðtöl, sitja aftar á blaðamannafundum og fá ekki sýningarréttinn að átökunum. Þetta er allt "under control".

En einn góðan veðurdag komu myndir...

Þær eru samt að öllum líkindum ekki að sýna neitt nýtt. Rumsfield vissi af pyntingunum, og líklega hafa flestir þeir sem eitthvað hafa komið nálægt hermennsku gert ráð fyrir slíku. Pentagon var mas búið að hleypa af stokkunum rannsókn á pyntingum í janúar sem engin hula var yfir, heldur var tilkynnt fjölmiðlum á hefðbundinn hátt.

Það hefur etv komið fyrir áður að myndir af illa förnum föngum hafi komist í fjölmiðla. En aldrei sprengja í líkingu við þessa. Um leið og fyrstu myndirnar birtust komu miklu, miklu fleiri í kjölfarið. Rumsfield varaði meira að segja við því að það versta væri enn eftir.

Þessi frétt á itv.com lýsir því vel hvað var að gerast. Þar segir Suhaib Al-Baz frá dvöl sinni í Abu Ghraib fangelsinu. Hann segir að hermennirnir sjálfir hafi haft gaman af myndatökunum og komið hafi upp eins konar myndasamkeppni á milli þeirra. "Þeir nutu þess að taka myndir af pyntingunum. Það var dagleg keppni um það hver gæti tekið grimmilegustu myndina. Sigurmyndin var hengd upp á vegg og einnig sett í fartölvurnar sem "screensaver".

Það kann að reynast rangt, en þó virðast allar fréttir í dag benda til þess að vendipunktur hafi orðið í stríðinu þegar myndirnar fóru af stað. Almenningsálitið bæði á vesturlöndum og austurlöndum tók kipp og Bandaríkjamenn eru komnir í stökustu vandræði. Þetta gæti jafnvel orðið Rumsfield að falli.

Það er sennilega engin lygi - þó ekki sé það nein málsvörn - að þetta hefur alltaf fylgt stríðsrekstri og hermennsku. Tolstoj sagði víst eitthvað á þá leið að það eina sem þyrfti væri að taka mann frá konu og börnum, klæða hann í herbúning og berja trommur og hann yrði eins hvert annað og villidýr.

Annars er það merkilegt að orðlögð heimska Bush (sem er nú trúlega frekar orðum aukin) vinnur með honum núna. Trúir fólk því virkilega að honum hefði aldrei dottið þetta í hug af því Rumsfield lét hann ekki vita. Trúir fólk því virkilega að hann sé jafnhneykslaður og hann lætur í veðri vaka. Heldur fólk þá kannski líka að hann hafi ekki hugmynd hvað sé að gerast Guantanamo?

Nútímalegasti her í heimi?

Vönu herforingjarnir voru búnir að leysa öll vandamálin sem fylgdu hefðbundinni fjölmiðlun eins og hún var á 8. áratugnum. En þekkingin var ekki "up-to-date" - þeir vissu greinilega ekkert um digitalvélar og internet. Datt engum þeirra í hug, vitandi allt um áhrif á stríðs og valds á óbreytta hermenn, að banna þeim að koma með myndavélar? Greinilegt að þessir menn höfðu ekki skoðað dæmigerðar heimasíður fólks undir þrítugu.

Man annars einhver eftir myndaskýringunum sem voru í Morgunblaðinu í aðdraganda Íraksstríðsins. Ítarlegar skýringar á tækniútbúnaði sem sýndu glögglega yfirburði Bandaríkjahers. Nútímalegasti her í heimi - með risaeðlur við stjórn?

Það er líka einkennandi fyrir hugarfarið hvað breskir hernaðarráðgjafar voru fljótir að fullyrða að myndir Sun af hermönnum, að kasta af sér vatni yfir fanga, væru sviðsettar. Miðað við yfirlýsingar Al-Baz má ljóst vera að það er lítil þörf fyrir sviðsetningar. Líklega eru þúsundir sambærilegra mynda til - þó líklega séu færri þeirra notaðar sem "screensaver" í augnablikinu.

Í Víetnamstríðinu var það ný sýn á stríð sem breytti gangi þess. Við gætum verið að horfa aftur upp á sambærilega breytingu í dag. Þá var það áhrif stríðsins á venjulegt fólk en í dag er nær lagi að tala um áhrif stríðs á óbreytta hermenn.

Guðmundur Svansson.

deiglan.com

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli