Frétt

mbl.is | 10.05.2004 | 14:12Mjólkurbændum greiddir 27 milljarðar úr ríkissjóði á næstu átta árum

Landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og Bændasamtök Íslands undirrituðu í dag samning um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu er gildir í átta ár eða til 31. ágúst 2012. Samkvæmt samningnum fá mjólkurbændur 28.173 milljónir úr ríkissjóði á samningstímabilinu. Verðlagning mjólkur verður með sama hætti og verið hefur.

Samningurinn inniheldur óbreytta framleiðslustýringu við mjólkurframleiðslu en ákvörðun heildargreiðslumarks mjólkur byggir á neyslu innlendra mjólkurvara undanfarna tólf mánuði. Þá er í samningnum óbreytt ákvæði um skiptingu heildargreiðslumarks mjólkur niður á lögbýli.

Markmið samningsins eru að almenn starfsskilyrði í framleiðslu og vinnslu mjólkurafurða og stuðningur ríkisins við greinina stuðli að áframhaldandi hagræðingu, bættri samkeppnishæfni og lægra vöruverði.

Einnig að fjárhagslegur stuðningur ríkisins við greinina nýtist sem best til að lækka vöruverð til neytenda. Jafnframt að viðhaldið verði þeim stöðugleika sem náðst hefur milli framleiðslu og eftirspurnar og að greinin fái svigrúm til að búa sig undir aukna erlenda samkeppni.

Þá er og markmið með samningnum að greinin geti þróast þannig að nauðsynleg kynslóðaskipti geti orðið í hópi mjólkurframleiðenda og unnt sé að endurnýja framleiðsluaðstöðu með eðlilegum hætti. Ennfremur að gætt sé sjónarmiða um dýravelferð og heilnæmi afurða.

Nokkrar breytingar verða gerðar á stuðningsfyrirkomulagi ríkisins. Helstu breytingarnar eru þær að stuðningur ríkisins verður ekki lengur ákveðið hlutfall af verði mjólkur eins og verið hefur, heldur hefur verið samið um fastar heildarfjárhæðir beingreiðslna.

Þá hefur einnig verið samið um að 20% af heildarstuðningi eða nærri 800 milljónir króna á lokaári samningsins verði nú beint í annan farveg stuðnings eða í svokallaðar „grænar“ greiðslur annars vegar og „bláar greiðslur“ hins vegar.

Grænar greiðslur eru óframleiðslutengdar en bláar greiðslur eru skilgreindar sem framleiðslutakmarkandi greiðslur. Þetta er m.a. gert í þeim tilgangi að mæta hugsanlegum breytingum á skuldbindingum Íslands á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO).

Þau verkefni sem um er að ræða eru greiðslur vegna kynbóta- og þróunarstarfsemi, gripagreiðslur sem er ákveðinn stuðningur til aðila er eiga kýr og greiðslur sem m.a. faria til eflingar jarðræktar.

Samkvæmt samningnum, sem fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra nudirrituðu ásamt fulltrúum bænda, verða framlög ríkisins fjórir milljarðar á árinu 2005/2006 en lækkar síðan að jafnaði um 1% á ári og verða 234 milljónum lægri - 3.766 milljónir - síðasta samningsárið, 2011/2012.

bb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli