Frétt

| 01.06.2001 | 09:16Vill reka hótel í Reykjavík

Norski hótelkóngurinn Petter Stordalen segist ætla að kaupa eða byggja eitt eða fleiri hótel í Reykjavík innan þriggja ára. Stordalen segir Ísland búa yfir öllu því sem þarf til fyrir gott heilsu- og ráðstefnuhótel. Visir.is greindi frá.
Stordalen, sem á Choice hótelkeðjuna er telur 134 hótel á öllum Norðurlöndunum utan Íslands, er ennfremur að semja við Jónínu Benediktsdóttur um rekstur á Planet Pulse líkamsræktarstöðvum í hótelum hans í Noregi.

Hann segist vilja samvinnu við Íslendinga um slíkan rekstur og að hann hafi þegar átt um það viðræður Jóhannes Jónsson í Bónus. Stordalen segir væntanleg hótel sín hér verði a.m.k 100 herbergja.

,,Við ætlum að festa okkur í sessi hér, annað hvort með því að kaupa hótel eða byggja eða nýtt. Við verðum örugglega búnir að eignast að lágmarki eitt hótel á Íslandi eftir eitt til þrjú ár og helst fleiri. Við höfum skoðað nokkur hótel hér í bænum og höfum áhuga á að kaupa eitt þeirra. Að auki höfum við skoðað mögulegar lóðir undir nýtt hótel. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur kynnt okkur áætlanir borgarinnar varðandi hótel- og ferðagreinina og þá möguleika sem bjóðast. Við sögðum borgarstjóranum frá áhuga okkar á því hótelverkefni sem staðsett er við höfnina og höfum skoðað aðra lóð undir heilsu- og ráðstefnuhótel. Þessu til viðbótar rannsökuðum við sannleiksgildi þess að næturlífið í Reykjavík sé með því besta í Evrópu og getum skrifað undir að það er mjög gott," segir Stordalen.

Samingar Chocie-keðjunnar við Jónínu Benedikstsdóttur um rekstur Planet Pulse á hótelum keðjunnar í Noregi er nánast frágengnir og mun Jónína eiga helminginn í þeim rekstri.

,,Planet Pulse er allt öðru vísi en hefðbundin líkamsræktarstöð, fyrst og fremst vegna þess hversu þjálfunin og þjónustan er persónuleg. Ég prófaði í gær og leið eins og betri manni á eftir," segir Stordalen.

bb.is | 29.09.16 | 09:58 Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með frétt Sumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli