Frétt

mbl.is | 06.05.2004 | 08:16Öll óvissa til lengri tíma slæm fyrir fyrirtæki

Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði á hádegisverðarfundi Landsnets sjálfstæðiskvenna í gær að hún hefði aldrei samþykkt að leggja fjölmiðlafrumvarpið fram ef hún teldi að það stangaðist á við stjórnarskrána. „Ég hefði aldrei samþykkt það, aldrei, að leggja fram þetta frumvarp ef ég teldi að það stangaðist á við stjórnarskrána." Hún sagði ennfremur, um það hvers vegna áhersla væri lögð á að afgreiða frumvarpið á þessu vorþingi, að öll óvissa til lengri tíma væri slæm fyrir fyrirtæki; eyða ætti óvissu á fyrirtækjamarkaði.

Ráðherra lagði sömuleiðis áherslu á það á fundinum að umræðan um fjölmiðlafrumvarpið snerist ekki um persónur heldur grundvallaratriði. „Þetta er grundvallarmál og út frá því eigum við að nálgast það."

Ráðherra sagði að með fjölmiðlafrumvarpinu væri verið að setja almenna rammalöggjöf til framtíðar um eignarhald á fjölmiðlum; frumvarpinu væri ekki beint gegn einhverju einu tilteknu fyrirtæki. „Við erum að setja hér almenna rammalöggjöf til framtíðar, en eðli málsins samkvæmt, þegar við erum að tala um mikla samþjöppun, þá hlýtur löggjöf sem snýst um að auka fjölbreytni í eignarhaldi að snerta það fyrirtæki sem er meira og minna með alla eignaraðildina á hinum frjálsa markaði. Það er eðli málsins samkvæmt."

Minnti hún á að áður hefðu verið sett lög sem snertu fyrirtæki og leiddu til þess að þau þurftu að breyta rekstri sínum og uppbyggingu. Nefndi hún lög um fjármálafyrirtæki í því sambandi og áhrif þeirra á bankana. „Stjórnvöld hafa þannig heimild til að bregðast við ástandi sem þau telja að sé ekki hagfellt fyrir samfélagið í heild sinni."

Ráðherra fór yfir aðdraganda frumvarpsins og sagði að m.a. hefði verið gagnrýnt að afgreiða ætti það á Alþingi á þessu vori. Sagði hún gild rök fyrir þeirri ákvörðun. „Það var búin að vera umræða í samfélaginu og nefndin var búin að skila skýrslu sinni. En síðast en ekki síst er öll óvissa til lengri tíma litið slæm fyrir fyrirtæki. Við höfum oft fengið að heyra frá fyrirtækjum og fulltrúum þeirra að það sé ekki gott að hafa eitthvað yfirvofandi allt of lengi heldur beri að bregðast við strax til að eyða óvissu á fyrirtækjamarkaði."

Ráðherra fór einnig yfir aðra gagnrýni á frumvarpið og sagði að á það hefði verið bent að engin dæmi væru um það í hinum vestræna heimi að markaðsráðandi fyrirtæki mætti ekki eiga í ljósvakamiðli. Hún sagði það í sjálfu sér rétt, en benti á móti á að aðstæður hér á landi væru einstæðar; hér á landi væri eitt fyrirtæki með yfirburðastöðu á dagvörumarkaði, blómamarkaði og í öðrum verslunarrekstri. "Við erum að tala um fimmtíu til sextíu prósent af markaðnum. Í öðrum löndum er strax byrjað að berjast gegn slíkri samþjöppun þegar fyrirtæki er búið að ná 25 til 30% af markaðnum. Þannig að aðstæður hér á landi eru einstæðar."

Ráðherra benti einnig á að löggjöf um fjölmiðlamarkaðinn væri ólík milli landa á Vesturlöndum; hún væri hvergi nákvæmlega eins. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að löggjöf um fjölmiðla miðast út frá ástandi í hverju ríki fyrir sig."

Ráðherra sagði um þá spurningu hvort búast mætti við breytingum á frumvarpinu að hún teldi ekki rétt af sér sem ráðherra að tjá sig um það nú þegar frumvarpið væri til meðferðar á Alþingi. „Þegar málið er komið í hina lýðræðislegu umfjöllun eiga ráðherrar ekki að gefa fyrirmæli um það hvernig þingið eigi að haga sér," útskýrði hún. Sagði hún að þingið ætti að hafa svigrúm til að fjalla um málið á sínum eigin forsendum.
 
Ráðherra var einnig á fundinum spurð út í stöðu Ríkisútvarpsins. Í svörum hennar kom m.a. fram að hún teldi hina pólitísku skipan útvarpsráðs vera barn síns tíma. Sagði hún að útvarpsráð ætti ekki að hafa puttana í því hverjir væru ráðnir til Ríkisútvarpsins. „Ég held að við eigum að endurskoða hlutverk útvarpsráðs," sagði hún. Ráðherra sagði einnig að sér fyndist ankannalegt að RÚV, sem hefði 3,2 milljarða til rekstrar, skyldi ekki geta haldið úti hallalausum rekstri. „Það eru gríðarlega miklir fjármunur sem Ríkisútvarpið hefur úr að spila," sagði hún og taldi að hægt væri að skila góðu dagsverki og dagskrá með slíka fjármuni. Þess má að síðustu geta að menntamálaráðherra hefur áður sagt í Morgunblaðinu að hún vonist til þess að ríkisstjórninni takist að koma með frumvarp um framtíðarskipulag Ríkisútvarpsins á haustþingi.

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli