Frétt

mbl.is | 05.05.2004 | 15:22Segja ákvæði í fjölmiðlafrumvarpi ekki að finna í annarri vestrænni löggjöf

Erlendir lögmenn sögðu á hádegisverðarfundi, sem Norðurljós stóðu fyrir í dag, að fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar innihéldi ákvæði sem ekki væri að finna í annarri vestrænni löggjöf. Voru þeir sammála um að talsverðar líkur væru á því að ef frumvarpið yrði að lögum myndu dómstólar, annaðhvort á Íslandi eða í Strassborg, telja að lögin brytu í bága við mannréttindasáttmála. Einnig kom sú skoðun fram á fundinum að ákvæði frumvarpsins kunni að brjóta í bága við reglur Evrópska efnahagssvæðisins um frelsi í fjárfestingum.

Bandaríski lögmaðurinn Floyd Abrams, sem m.a. er gistiprófessor við fjölmiðladeild Columbia-háskóla, sagði að Íslendingar gætu auðvitað farið eigin leiðir í þessum efnum, svo framarlega sem gætt væri sjónarmiða um tjáningarfrelsi. En staðreyndin væri, að fjölmiðlafrumvarpið innihéldi ákvæði sem væru í slíku ósamræmi við reglur annarra vestrænna lýðræðisríkja, að óhjákvæmilegt væri að þær komi til gaumgæfilegrar skoðunar hjá dómstólum. Þá sagði hann að frumvarpið virtist einkum beinast að Norðurljósum og aðaleigendum þess félags og í Bandaríkjunum hefðu slík lög talin brjóta í bága við stjórnarskrána. Sagði Abrams, að ekki ætti að taka upp löggjöf, sem hefði í för með sér takmarkanir á tjáningarfrelsinu, eins og fjölmiðlafrumvarpið gerði, nema ljóst þætti að hún næði takmarki sínu, í þessu tilfelli að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlum.

Belgíski lögmaðurinn Filip van Elsen, sem er sérfræðingur á sviði hugverka- og upplýsingalöggjafar, sagði að ákvæði frumvarpsins, um að ráðandi fyrirtæki í annarri starfsemi mættu ekki eiga hlut í fjölmiðlum, væri einstakt. Sagðist hann hafa aflað sér upplýsinga á Netinu um Ísland, áður en hann kom hingað til lands, og á opinberri vefsíðu stæði að á Ísland væri viðskiptaumhverfið sérlega hagstætt fyrir erlenda fjárfesta. „Verði þetta frumvarp að lögum verðið þið að breyta þessari yfirlýsingu," sagði van Elsen.

Þá sagði hann hægt að ná fram yfirlýstum markmiðum stjórnvalda um fjölbreytni í fjölmiðlun með ýmsum öðrum leiðum en þeim, sem farnar væru í frumvarpinu.

Jakob R. Möller, lögmaður, sem tók þátt í pallborðsumræðum á fundinum, sagði að hann yrði æ meira ósammála frumvarpinu því oftar sem hann læsi það. Sagðist hann sannfærður um að frumvarpið væri ekki lausnin á þeim vandamálum, sem kynnu að koma upp hér á landi vegna samþjöppunar eignarhalds á fjölmiðlum.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli