Frétt

bb.is | 03.05.2004 | 15:07Tap á rekstri Orkubús Vestfjarða á síðasta ári

Aðalstöðvar Orkubús Vestfjarða hf. á Stakkanesi.
Aðalstöðvar Orkubús Vestfjarða hf. á Stakkanesi.
Á aðalfundi Orkubús Vestfjarða sem haldinn var í síðustu viku kom fram að á síðasta ári nam tap af rekstri félagsins rúmum 85,6 milljónum króna. Er það heldur minna tap en gert var ráð fyrir í rekstraráætlun en hún gerði ráð fyrir tapi að upphæð 112 milljónir króna. Á árinu 2002 var tapið 90 milljónir króna. Heildartekjur Orkubúsins á síðasta ári voru um 1.010 milljónir króna sem skiptast þannig að raforkusala nam um 662 milljónum króna, sala á heitu vatni nam um 285 milljónum króna, tengigjöld voru um 44 milljónir og aðrar tekjur námu tæpum 19 milljónum króna.

Rekstrargjöld námu rúmum 800 milljónum króna. Rekstur raforkukerfis nam tæpum 489 milljónum króna og rekstur hitaveitukerfis kostaði rúmar 99 milljónir króna. Sameiginlegur rekstrarkostnaður nam tæpum 212 milljónum króna.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam því tæpum 211 milljónum króna. Afskriftir voru 316 milljónir króna. Fjármunatekjur voru á síðasta ári tæpar 20 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri nam tæpum 211 milljónum króna á síðasta ári í stað 202 milljóna króna á árinu 2002.

Heildarlaunagreiðslur Orkubúsins á síðasta ári námu tæpum 336 milljónum króna á móti 324 milljónum króna árið 2002. Starfsmenn á síðasta ári voru 64 talsins en 66 árið 2002. Laun stjórnar á árinu voru 2,9 milljónir króna, laun orkubússtjóra námu 11,1 milljón króna og laun þriggja deildarstjóra voru 22,5 milljónir króna. Þóknun til endurskoðanda voru 700 þúsund krónur.

Heildareignir Orkubúsins í árslok 2003 námu um 4.517 milljónum króna þar af var eigið fé um 4.100 milljónir króna eða um 90,8 % af heildarfjármagni.

Sem áður var Orkubúið rekið á svokölluðum greiðslugrunni sem þýðir að rekstrinum er ekki ætlað að standa undir afskriftum né að skila eigendum arð af eign sinni í fyrirtækinu. Verði breytingar á þeim áherslum í rekstri fyrirtækisins leiðir það til töluverðrar hækkunar á gjaldskrám fyrirtækisins að því er fram kom í skýrslu Kristjáns Haraldssonar, orkubússtjóra. Þar kom fram að ríkið sem nú er eini eigandi fyrirtækisins hafi enn sem komið er ekki óskað breytinga á rekstraráherslum þess.

Framleiðsla vatnsaflsvirkjana fyrirtækisins var í fyrra sú mesta á einu ári í 26 ára sögu þess og voru sett framleiðslumet í stærstu virkjununum og ekki urðu nein stærri rekstaráföll í flutningskerfum raforkunnar. Þennan árangur má að sögn Kristjáns þakka góðu tíðarafari, endurbyggingu Þverárvirkjunar og markvissu starfi undanfarinna ára við að styrkja flutningskerfin.

Heildarorkuöflun Orkubús Vestfjarða á árinu 2003 var 231,7 GWh og minnkaði því um 2,4% frá fyrra ári. Orkukaup frá öðrum fyrirtækjum nam um 140 GWh eða um 60,4% af heildarorkuöflun og minnkar um 4,9% frá fyrra ári. Heildarorkuvinnsla fyrirtækisins var um 91,7 GWh eða um 39,6% af heildarorkuöflun og jókst um 1,8% frá fyrra ári. Af því skiluðu vatnsaflsvirkjanir um 78,2 GWh eða um 33,7% sem er um 6,7% aukning á milli ára.

Heildarorkusala Orkubúsins á síðasta ári var um 192,5 GWh og minnkaði því um 4,2% á milli ára. Raforkusalan nam 118,4 GWh sem er um 2,6% minnkun á milli ára og frá hitaveitum voru seldar 74,1 GWh sem er um 6,4% minnkun á milli ára.

Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir að Orkubúið fjárfesti fyrir um 160 milljónir króna og er ekki gert ráð fyrir neinum stórverkefnum. Þó kemur fram í skýrslu orkubússtjóra að tvö stór verkefni sem ekki eru á áætlun geti komið upp. Það er annarsvegar Tungudalsvirkjun sem áætlað er að kosti um 130 milljónir króna og hinsvegar eru það framkvæmdir vegna Kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal.

Þá kom fram á aðalfundi Orkubúsins að nú væri unnið að breytingum á skipuriti fyrirtækisins í kjölfar breytinga á raforkulögum og er markmiðið að uppfylla öll skilyrði sem hin nýju lög setja. Þrátt fyrir það verður engum starfsmanni sagt upp störfum. Áætlað er að hið nýja skipurit taki gildi um mitt ár.

Stjórn Orkubús Vestfjarða hf. var endurkjörin á fundinum og er formaður hennar sem áður Guðmundur Jóhannsson í Reykjavík.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli