Frétt

mbl.is | 27.04.2004 | 17:00Gaddafi heimsækir höfuðstöðvar Evrópusambandsins

Moammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, kom í heimsókn til höfuðstöðva Evrópusambandsins í Brussel í dag en hann er nú í fyrstu Evrópuferð sinni í 15 ár. Vill Gaddafi freista þess að bæta tengsl Líbýu við Evrópuríki þrátt fyrir að enn séu deilur um sprengjuárás sem gerð var á veitingahús í Vestur-Berlín árið 1986 og Líbýumönnum var kennt um, og nýjar ásakanir hafi komið fram um mannréttindabrot í Líbýu. Snerta þær m.a. sex Búlgara, sem hafa setið í fangelsi í Líbýu frá árinu 1999, sakaðir um að hafa smitað hundruð skólabarna af alnæmi.

Gaddafi kom í hvítri glæsibifreið að höfuðstöðvum framkvæmdastjórnar ESB í morgun í fylgd utanríkisráðherra og viðskiptaráðherra Líbýu. Var erindið að ræða um samskipti Líbýu við ESB og aðild að þróunaraðstoðaráætlun sem ESB rekur í samvinnu við lönd við Miðjarðarhaf, þar á meðal Ísrael.

Þegar Gaddafi tók í hönd Prodis utan við bygginguna vatt sér að honum maður og afhenti honum bréf áður en lífverðir Gaddafis fengu að gert.

Heimsókn Gaddafis kemur í kjölfar samnings sem Gaddafi gerði við George W. Bush, Bandaríkjaforseta, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, um að hætta við áætlun um framleiðslu kjarnorkuvopna. Líbýa hefur einnig gert samninga um að greiða bætur fyrir fórnarlömb hryðjuverka, sem rakin voru til líbýskra leyniþjónustumanna, þegar farþegaflugvélar voru sprengdar, fyrst bandarísk vél 1988 yfir Lockerbie á Skotlandi og síðan frönsk vél yfir Níger í Afríku árið 1989.

Bandaríkin afléttu í síðustu viku viðskiptaþvingunum af Líbýu en slíkar viðskiptaþvinganir eru enn í gildi í Evrópusambandinu.

Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, fagnaði stefnubreytingu Líbýustjórnar en sagði að ýmis mál væru enn óleyst, þar á meðal krafa þýskra stjórnvalda vegna sprengjuárásar á næturklúbb í Vestur-Berlín árið 1986 þangað sem bandarískir hermenn vöndu komur sínar. Þrír létust og 229 særðust í sprengingunni sem talið er að Gaddafi hafi fyrirskipað.

Mannréttindasamtökin Amnesty International, sem heimsóttu Líbýu í febrúar í fyrsta skipti í 15 ár, birtu skýrslu í dag þar sem Líbýustjórn er sökuð um skipulögð mannréttindabrot. Segja samtökin að stjórnarfarið sé með þeim hætti, að almenningur sé hræddur við að tjá hug sinn. Segja samtökin að Líbýustjórn hneppi andófsmenn í fangelsi og haldi þeim í einangrun án þess að ákæra sé gefin út og pyntingum sem oft beitt til að fá fram játningar.

Þá sögðust embættismenn ESB myndu taka upp mál sex Búlgara, sem hafa setið í fangelsi í Tripoli frá árinu 1999, sakaðir um að hafa smitað 426 börn af alnæmisveirunni. Búist er við að dómur í máli Búlgaranna verði kveðinn upp 6. maí en þeir eiga yfir höfði sér dauðadóm. Búlgörsk mannréttindasamtök hafa skipulagt aðgerðir til að vekja athygli á málinu og hvetja Búlgara til þess að senda tölvupóst til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Bush, Bandaríkjaforseta.

Hafa Búlgarar, búsettir á Íslandi, verið hvattir til að taka þátt í þessum aðgerðum og kemur það m.a. fram á heimasíðu búlgörsku HIV-samtakanna.

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli