Frétt

| 25.05.2001 | 12:27Sérstakt keppikefli stjórnvalda að draga úr atvinnuumsvifum á Vestfjörðum?

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
„Stjórnvöld verða að svara því hvort það sé sérstakt keppikefli að draga úr atvinnuumsvifum á Vestfjörðum eða í öðrum landshlutum“, segir Kristinn H. Gunnarsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins í samtali við DV í dag. „Ef það er ekki markmiðið, þá verða menn að haga löggjöfinni þannig að menn hafi möguleika á að viðhalda svipaðri útgerð. Það er ekkert í stöðu fiskistofna sem kallar á þessi úrræði. Aflamarksflotinn hendir svipuðu magni af ýsu í hafið og smábátarnir veiða á hverju ári“, segir Kristinn.
„Ef það er tilgangurinn að vernda fiskistofna“, segir hann ennfremur, „af hverju taka menn þá ekki á brottkastinu? Ég man ekki eftir að ráðherra hafi nokkurn tíma minnst á brottkast í þessu máli. Ef engar aðgerðir þarf til að stoppa það, þá þarf heldur engar sérstakar aðgerðir til að stöðva veiðar smábátanna núna. “

Kristinn er er afar ósáttur með ummæli sjávarútvegsráðherra í DV á miðvikudag um hug framsóknarmanna til frestunar á gildistöku laga um kvótasetningu utankvótategunda hjá krókabátum. Hann segir orð ráðherrans ómakleg og telur nær að taka á brottkasti en að stöðva veiðar smábátanna.

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra var spurður í yfirheyrslu í DV um álit hans á yfirlýsingum Kristins H. Gunnarssonar um að framsóknarmenn stæðu einhuga að frestun lagasetningar á smábátaútgerðir: „Það hafa ekki aðrir þingmenn Framsóknarflokksins staðfest það við mig“, svaraði ráðherrann.

„Hann lætur að því liggja að ég sé einn á báti í þessu máli“, segir Kristinn H. Gunnarsson í samtali við DV. „Ég árétta það að á þingflokksfundi 14. maí var þetta mál rætt. Þar var mjög eindregin afstaða manna í þá veru að ekki væri vilji til að verða við tillögu ráðherra um að setja kvóta á smábáta. Niðurstaðan var að unnið yrði áfram að því að fá þessari kvótasetningu frestað. Ég vann því nákvæmlega samkvæmt þeirri línu sem þingflokkurinn lagði og það stóðu allir á bak við það“, segir formaður þingflokksins.

bb.is | 27.09.16 | 09:37 Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli