Frétt

mbl.is | 14.04.2004 | 08:16Oft hafa Skagfirðingar skemmt sér, en sjaldan sem núna

Geirmundur Valtýsson tónlistarmaður bauð til veglegrar veislu í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki að kvöldi annars páskadags, í tilefni af sextíu ára afmæli sínu og útkomu nýs geisladisks. Þar kom auðvitað í ljós sem allir vissu, að Geirmundur er vinmargur, og það sem meira er að bjóði hann til gleði verður þar engin kyrrð eða drungi. Lauslega er áætlað að á þrettánda hundrað gesta hafi verið í húsinu þetta kvöld þar sem menn þáðu veitingar og veislu í tónum og töluðu orði.

Íþróttahúsið var opnað klukkan átta og var þá þegar kominn mikill mannfjöldi og mynduðust fljótt raðir við innganginn, en afmælisbarnið ásamt eiginkonu sinni, Mínervu Björnsdóttur, bauð gesti velkomna. Á meðan rúllaði á stórum skjá í húsinu safn mynda frá litríkum tónlistarferli Geirmundar, sem nú þegar spannar á fimmta áratug, en um fermingaraldurinn var hann byrjaður að leika fyrir dansi á sveitaböllum.

Þegar dagskráin hófst tók við stjórninni Þorgeir Ástvaldsson og kynnti nýútkominn geisladisk, en flytjendur laga Geirmundar, sem allir eru Skagfirðingar, komu hver af öðrum og fluttu lögin við undirleik hljómsveitar undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar, við ágætar undirtektir tilheyrenda.

Þegar lokið var flutningi laganna af nýja diskinum tók Pétur Pétursson við veislustjórn og hófst þá sá þáttur þar sem gestir tóku til máls og fluttu afmælisbarninu gjafir og kveðjur í bundnu eða óbundnu máli eða söng.

Fjölmargar ræður voru fluttar og voru á meðal ræðumanna samstarfsmenn afmælisbarnsins að fornu og nýju, ættingjar, ráðherrar og aðdáendur sem komu úr fjarlægum sveitum og töldu ekki eftir sér að taka þátt í gleði með Geirmundi hvort sem væri á Hornafirði eða þá bara heima á Sauðárkróki eins og núna.

Kom fram í máli flestra að fáir ef nokkrir hefðu haldið nafni Skagafjarðar betur á lofti en sveiflukóngurinn Geirmundur og kæmi nafn hans ætíð upp ef þessi landshluti væri nefndur.

Þá röktu margir atvik og ævintýr sín frá böllum með Geirmundi og þökkuðu honum jafnvel ástríkt hjónaband sitt, og einn tíundaði sínar minningar, sem voru hinar fyrstu frá þeim tíma sem hann var sjálfur undir ballaldri, en markaði vinsældir tónlistarmannsins af ummælum og tilhlökkun kaupakvennanna í sveitinni þegar þær voru að búast á ballið með Geirmundi.

Geirmundur kallaði til sín á svið flytjendur og textahöfunda og ýmsa þá sem höfðu lagt honum lið bæði nú og áður við útgáfu laga sinna og færði þeim blóm og þakkir.

Að endingu komu svo saman á sviðinu tónlistarmenn sem leikið höfðu með Geirmundi um lengri eða skemmri tíma og sveiflan var tekin og var þá ekki að sökum að spyrja að dansað var þar sem hægt var að koma því við, en síðan tók við hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar ásamt ýmsum flytjendum, þar á meðal Helgu Möller og Ara Jónssyni, og flutti Geirmundarlögin, gömul og ný, og stóð eftir það stanslaus gleði langt fram eftir nóttu.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli