Frétt

bb.is | 07.04.2004 | 15:47Aprílflóð frá Vestfirska forlaginu

Þingeyri við Dýrafjörð.
Þingeyri við Dýrafjörð.
Landsmenn eru vanir flóði bóka um jól en ekki í apríl. Í tilefni af Viku bókarinnar sem stendur frá 20.-26.apríl sendir Vestfirska forlagið frá sér fimm bækur.

Sú fyrsta í röðinni er Saga Fjalla-Eyvindar eftir Guðmund Guðna Guðmundsson sem er vestfirskur fræðimaður af gamla skólanum. Sagan af Fjalla-Eyvindi, með teikningum Bjarna Jónssonar listmálara, kom fyrst út 1970 og er löngu uppseld. Er hún nú prentuð í annað sinn. Höfundur hefur safnað saman öllu sem vitað er um þennan þekkta útilegumann og skipar því í samfellda sögu. Hann leiðir hjá sér gróusögur og hindurvitni en lætur heimildirnar tala sínu máli.

Fjalla-Eyvindur og Halla hafa löngum verið Íslendingum hugstæðar persónur og má í því efni benda á leikrit Jóhanns Sigurjónssonar. Með nokkurri vissu má einnig telja, að Matthías Jochumsson hafi haft Fjalla-Eyvind í huga, þegar hann samdi leikrit sitt Útilegumennina, sem fljótlega hlaut nafnið Skugga-Sveinn. Fjalla-Eyvindur var mikill atgervismaður og afburðamaður um sumt. Hann var vel íþróttum búinn og völundur í höndunum, hvers manns hugljúfi. Hann er eini útilegumaðurinn á þessu landi sem hafði langvarandi búsetu á miðhálendi landsins, ásamt Höllu konu sinni. Í fjörutíu ár var Eyvindur flóttamaður, náðist þrisvar en slapp alltaf aftur. Hann vildi ekki skiljast við konu sína, hvað sem í boði var. Hún hafði fylgt honum trúlega gegnum þykkt og þunnt og eitt skyldi yfir þau bæði ganga.

Önnur bókin í röðinni er safn smásagna eftir Rúnar Kristjánsson frá Skagaströnd og heitir bókin Þar sem ræturnar liggja. Höfundur hefur áður gefið út nokkrar ljóðabækur. Lífið á landsbyggðinni er fyrst og fremst viðfangsefni Rúnars í þessari bók. Munu eflaust margir kannast við þœr persónugerðir sem koma fram í sögum hans og þekkja þar bakgrunn lífsins til sjávar og sveita. Koma þar við sögu fjölmargir karakterar sem sett hafa svip sinn á byggðir landsins en heyra nú margir sögunni til.

Magnea frá Kleifum er höfundur bókarinnar um Hönnu Maríu á héraðsskóla. Bækurnar um Hönnu Maríu voru mjög vinsælar á sínum tíma og er þessi bók sú sjötta í röðinni. Hér segir frá dvöl Hönnu Maríu á Héraðsskólanum á Laugum og ótal mörgu sem á daga hennar drífur þar um slóðir.

Friðrik Daníelsson efnaverkfræðingur hefur skrifað fjölda blaðagreina í íslensk dagblöð um þjóðfrelsis- og sjálfstæðismál, iðnaðaruppbyggingu og umhverfismál og í erlend tímarit um íslenska iðnaðarþróun. Í bókinni Ísland er land þitt hefur verið safnað saman blaðagreinum hans. Er bókin sú fyrsta í röð bóka forlagsins um þjóðfélagsmál. Í bókinni eru blaðagreinar um fallandi gengi gamla góða íslenska frelsisins sem lyfti landinu á æðra stig þegar það fékk að njóta sín. Einnig hvernig landsmenn gætu aftur orðið frjálsir og fullvalda og hagað sínum málum eftir sinni miklu sérstöðu, í anda ævagamallar íslenskrar frelsishefðar.

Síðasta bókin í þessu aprílflóði Vestfirska forlagsins er 14.hefti í ritröðinni Mannlíf og saga fyrir vestan. Nú eru um átta ár frá því að fyrsta heftið leit dagsins ljós. Meðal efnis í þessu hefti er viðtal Hlyns Þórs Magnússonar við Sigurjón Samúelsson bónda á Hrafnabjörgum í Djúpi en hann á eitthvert merkasta hljómplötusafn í eigu einstaklings hér á landi. Þá eru tvær greinar eru eftir Ara Ívarsson fræðimann frá Melanesi, birt bréf Sigurðar á Laugabóli í Djúpi frá 1964 þar sem hann hælir stórbýlinu á hvert reipi og Guðvarður Jónsson frá Rauðamýri skrifar ýmislegt um Jón Halldórsson á Laugabóli og afkomendur hans. Steinar R. Jónasson skrifar um fyrstu „drossíuna“ á Þingeyri og vestfirskar sagnir fyrr og nú eru hér að vanda. Hafliði Magnússon birtir smásögur úr sagnabanka sínum, grein er um Kúlubardagann mikla, einhverja seinustu fólkorrustu á Vestfjörðum og margt fleira úr fjórðungnum ber á góma að venju.

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli