Frétt

mbl.is | 02.04.2004 | 08:11Myndir birtar af Vilhjálmi Bretaprins og stúlku sem sögð er unnusta hans

Breska slúðurblaðið, The Sun, birti í dag ljósmyndir af Vilhjálmi prins á skíðum í Sviss ásamt ungri konu, sem sögð er vera unnusta prinsins, en myndirnar voru teknar án leyfis konungsfjölskyldunnar. Myndirnar eru af Vilhjálmi og dökkhærðri stúlku, Kate Middleton að nafni, og eru fimm síður The Sun helgaðar myndrænum lýsingum á skíðaferð þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem brotið er verulega gegn samkomulagi milli konungsfjölskyldunnar og fjölmiðla um að halda sonum Karls krónprins, frá kastljósi fjölmiðla.
Myndirnar gætu orðið forsmekkur að því sem koma skal hvað varðar myndatökur á Vilhjálmi án leyfis, en hann er 22 ára, annar í röðinni til að erfa bresku krúnuna og þykir aukinheldur hinn myndarlegasti.

„Við erum mjög óánægð með þetta brot á samkomulaginu og notkun þessara mynda sem teknar voru úr leyni,“ sagði Paddy Harverson, upplýsingafulltrúi Karls Bretaprins. „Ég bið dagblöð að halda áfram að virða samkomulagið,“ bætti hann við.

Ljósmyndurum var leyft að taka myndir af Karli og Vilhjálmi saman á skíðum í Klosters í Sviss um helgina og töldu embættismenn á vegum konungdæmisins, að það myndi nægja til að svala þorsta fjölmiðlamanna.

En í fyrirsögn Sun í dag mátti lesa: „Loksins nær Villi sér í stelpu“ og með fylgdi mynd af Vilhjálmi brosa til Kate Middleton.

Í Sun var skýrt frá því að þau hefðu hist í St. Andrews háskólanum í Skotlandi og hefðu verið par frá því um jólin.

Sagt var að Middleton hefði heimsótt sveitasetur Karls í Highgrove í suðvesturhluta Englands þrisvar sinnum og að hún hefði hitt Karl og fengið góðar viðtökur Camillu Parker-Bowles, fylgdarkonu Karls til margra ára.

Bresk dagblöð samþykktu, eftir lát Díönu prinsessu af Wales, sem lést í bílslysi 1997, að láta Vilhjálm og Harry, bróður hans í friði, gegn því að fá að taka myndir af þeim við sérstök tækifæri.

Hingað til hafa fjölmiðlar látið sér nægja að fá einstaka sinnum að mynda Vilhjálm, sem stundar nám í landafræði við St. Andrews háskólann.

Þegar Karl var á aldri við Vilhjálm urðu ávallt uppþot í fjölmiðlum ef hann sást einhversstaðar með konu.

Í leiðara Sun í dag, réttlætir blaðið umfjöllunina um Vilhjálm með því að vísa til þess að hann sé nú fullorðinn maður. „Ein af unnustum Vilhjálms gæti orðið drottning dag einn. Þegnarnir eiga rétt á því að fá að vita allt um hana,“ segir í leiðara Sun. Skrifstofa krónprinsins harðneitaði að tjá sig um samband Vilhjálms og Middletown. „Við ætlum ekki að ræða um eðli vináttusambanda Vilhjálms,“ sagði í yfirlýsingu frá skrifstofunni.

Starfsmenn hennar hafa gefið til kynna að Sun fái hugsanlega ekki að taka þátt næst þegar hóað verður í ljósmyndara til þess að mynda prinsinn.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli