Frétt

mbl.is | 01.04.2004 | 17:42Ákvæði um sýnatöku úr starfsmönnum sagt siðferðilega óverjandi

Fullyrt var á Alþingi í dag að það væri í andstöðu við persónufrelsi og siðferðilega óverjandi að setja ákvæði í ráðningarsamninga um að vinnuveitendur megi láta framkvæma læknisskoðun og sýnatöku hvenær sem er á vinnutíma. Félagsmálaráðherra, sagði að slíkt eftirlit kynni að vera réttlætanlegt í ákveðnum tilvikum en fulllangt væri gengið, ef slíkar læknisrannsóknir yrðu að meginreglu í íslenskum fyrirtækjum.

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, hóf umræðu um málið utan dagskrár í dag og vísaði til nýrra ráðningarsamninga hjá álveri Alcan á Íslandi. Sagði Ágúst að málið væri flókið, þar sem samþykki launþega væri til staðar, en ljóst að fullt jafnræði væri ekki á milli aðila, þegar kæmi að slíkum samningsákvæðum og ákveðinn nauðungarbragur væri á samþykkinu vegna þess að samþykkið væri forsenda fyrir atvinnu. Ágúst sagði að í lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga kæmi m.a. fram að samþykki verði að vera ótvírætt og sérstök yfirlýsing sem einstaklingur gefur, yrði að vera veitt af fúsum og frjálsum vilja.

Sagði Ágúst Ólafur, að þótt áskilnaður um lífsýnatöku eða fyrirvaralausrar blóðprufu sé líklega löglegur miðað við núverandi lög verði að telja slíkt fyrirkomulag siðferðislega óverjandi.

„Í raun er þetta mál spurning um hvert við viljum stefna. Þetta er spurning um hugmyndafræði og pólitík. Það er einfaldlega ekki fyrirtækja, að biðja um slíkt afsal á persónuréttindum sinna launþega og hæpið er að markmið um vímulausan vinnustað, eins göfugt og það er, réttlæti svona heimild til atvinnurekenda," sagði Ágúst Ólafur. Sagði hann að með þessu væri brotið gróflega á persónurétti þegna þessa lands og bjóði hættunni á misnotkun heim og mikikvægt að sporna gegn þessari þróun í tæka tíð á meðan hún væri viðráðanleg.

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, sagði að um væri að ræða viðkvæmt og vandmeðfarið mál. Hann sagði mikilvægt, að hafa í heiðri rétt starfsmanna þegar óskað væri eftir því að taka sýni vegna starfs eða tilvika á vinnustað. Vinnuveitendur og starfsmenn verði að vera sér meðvitaðir um að við hvers konar öflun persónugagna starfsmanna væri litið til laga um persónuvernd og öflun persónuupplýsinga.

Árni sagði eðlilegt, að þriðji aðili framkvæmi próf, sem kveðið væri á um í ráðningarsamningum starfsmanna fyrirtækja, t.d. trúnaðarlæknir eða heilsugæslustöð. Þá sé afar þýðingarmikið að sérstök skilyrði séu starfsmanni ljós þegar sótt sé um viðkomandi starf, og einnig sé brýnt að þegar starfsmaður undirritar ráðningarsamning sé honum gerð sérstök grein fyrir skuldbindingum sem hann sé að undirgangast og réttindi sem hann njóti samkvæmt lögum.

Árni sagði ekki hægt að ganga fram hjá þeirri staðreynd, að sum störf væru mjög hættuleg þar sem aðgæsluleysi starfsmanna gæti leitt til slysa og stofnað eigin lífi og annarra í hættu. Slíkt kunni að réttlæta að vinnuveitandi setji það skilyrði að hægt sé að sannreyna að ástand og heilsa starfsmanns sé með þeim hætti að ekki stafi hætta af. Því sé hægt að leiða að því líkum, að læknisrannsókn starfsmanna, með tilliti til fíkniefnaneyslu, geti verið réttlætanleg í einhverjum tilvikum.

Árni sagðist hins vegar telja fulllangt gengið, ef slíkar læknisrannsóknir yrðu að meginreglu í íslenskum fyrirtækjum eða að allir starfsmenn fyrirtækis sættu slíku eftirliti óháð þeirri áhættu sem fylgi störfum þeirra. Þar sem lítil eða engin áhætta fylgi störfum fólks hljóti að teljast eðlilegt að vægari úrræða sé leitað til að upplýsa hvort starfsfólk neyti ólöglegra lyfja. Það hljóti að teljast meginregla að gagnkvæmt traust ríki á milli vinnuveitenda og launþega í þessu efni.

Árni sagði að þessi mál hlutu að eiga heima á borði stjórnar Vinnueftirlits ríkisins þar sem fulltrúar aðila vinnumarkaðarins ættu sæti. Sagðist Árni ætla að beita sér fyrir því að stjórn stofnunarinnar fjallaði um þetta mál á næstu mánuðum.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli