Frétt

| 22.05.2001 | 04:02Hugtakið „fjölskylduvæn ferðaþjónusta“ heimfært upp á Kirkjubólshrepp á Ströndum

Barn að leik við Hvalsárdrang í Kirkjubólshreppi. Mynd: Vestfjarðavefurinn / Jón Jónsson.
Barn að leik við Hvalsárdrang í Kirkjubólshreppi. Mynd: Vestfjarðavefurinn / Jón Jónsson.
Sögusmiðjan á Ströndum hlaut nýverið styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að ráða háskólastúdent í sumarstarf til að fjalla um, skýra og skilgreina hugtakið „fjölskylduvæn ferðaþjónusta“. Til að útfæra verkefnið í raunverulegum aðstæðum verður Kirkjubólshreppur tekinn sem dæmi, en hann er í miðri Strandasýslu, rétt sunnan við Hólmavík. Þannig verður hugmyndin útfærð fyrir afmarkað svæði, lítið og viðráðanlegt.
Síðan getur sú vinna eflaust orðið módel fyrir önnur svæði og sveitarfélög, að sögn Jóns Jónssonar þjóðfræðings, framkvæmdastjóra Sögusmiðjunnar, sem jafnframt er nýkjörinn formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða.

Rakel Pálsdóttir meistaraprófsnemi í þjóðfræði hefur þegar verið ráðin til starfans. Lítið sem ekkert hefur verið fjallað fræðilega hér á landi um „fjölskylduvæna ferðaþjónustu“ og telur Jón að verkefnið geti án efa vakið umræðu um þetta svið ferðaþjónustunnar.

Í styrkumsókn Sögusmiðjunnar til Nýsköpunarsjóðs sagði m.a.: „Með verkefninu gefst tækifæri til að hefja vitræna umræðu um málefnið. Það er mikið til vinnandi að slík fræðileg umfjöllun verði á undan innihaldslausu frasakenndu blaðri, eins og t.d. sáust nokkur merki um varðandi hugtakið „fjölskylduvænt samfélag“ í síðustu sveitarstjórna- og alþingiskosningum.“

Jafnframt því sem áður er nefnt er ætlunin að gera úttekt á möguleikum á rekstri sérstaks fyrirtækis, sem einbeitir sér að margvíslegri fjölskylduvænni afþreyingu. Miðað er við að fyrirtækið hefði aðsetur á svipuðum slóðum, á Hólmavík eða í Kirkjubólshreppi.

Hlutverk Rakelar verður að safna saman og vinna úr heimildum og fræðiritum um fjölskylduvæna ferðaþjónustu með aðferðum félags- og hugvísinda. Við hugmyndavinnu og úrvinnslu er ætlast til að hún setji fram raunhæfar tillögur í takt við það svæði sem er tekið sem dæmi við rannsóknina. Um leið er ætlast til þess að tillögurnar séu líklegar til að skila íbúum beinum hagnaði og hafi jákvæðar afleiðingar á mannlíf og menningu á svæðinu.

Sögusmiðjan hefur samráð og samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Ferðaþjónustuna Kirkjuból vegna hugmyndavinnunar. Reiknað er með að lokaskýrsla liggi fyrir í október.

Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður árið 1992 „til þess að útvega áhugasömum nemendum sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarefni“. Styrkjum er úthlutað til kennara á háskólastigi, fyrirtækja, rannsóknastofnana eða einstaklinga sem teljast hafa sérþekkingu á ákveðnu sviði, til þess að ráða stúdenta til sumarstarfa. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, jafnt fyrir atvinnulíf sem á fræðasviði.

» Sögusmiðjan

» Vestfjarðavefurinn - Kirkjubólshreppur

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli