Frétt

| 21.05.2001 | 15:34Margvíslegar uppákomur að venju

Gleðisveitin.
Gleðisveitin.
Menntstock, rokkhátíð Menntaskólans á Ísafirði, var haldin í níunda sinn á föstudag. Að þessu sinni var hátíðin haldin á sal MÍ og var mæting áhorfenda ágæt. Nokkuð var af ungu fólki í þvottabjarnabúningum. Þar voru á ferð nemendur sem höfðu þá um daginn verið brottsendir úr skóla (dimitteraðir) til lesturs undir prófin á sínu síðasta vori í MÍ.
Fyrstur á svið var raftónlistarmaðurinn Dextrocamph. Hann lék tvö af lögum sínum beint úr tölvu og virtist ekki mikið hafa fyrir því, heldur ýtti hann á einn takka og hallaði sér svo aftur í stólnum. Þó sviðsframkomu Dextrocamphs hafi verið verulega ábótavant voru lögin prýðisgóð. Um er að ræða ofsafengna danstónlist sem flogaveikir hefðu eflaust haft mikið ógagn af að heyra.

Næstur var DJ Imperial sem lék tónlist sína úr sömu tölvu og Dextrocamph og hafði álíka lítið fyrir því. Lögin voru í rólegri kantinum, miðað við það sem á undan hafði gengið, og var þægilegt fyrir þá sem voru orðnir taugaveiklaðir eftir lög Dextrocamphs að hlusta á tónlist DJ Imperial.

Ekki virtust meðlimir Staubsauger Nilfisk bera mikla virðingu fyrir DJ Imperial, því þeir byrjuðu að stilla hljóðfæri sín áður en hann hafði lokið sér af. Í sveitinni eru þrír meðlimir, en tveir þeirra voru í þvottabjarnabúningum og höfðu þeir vakað síðan klukkan fjögur um morguninn. Hvort þetta hafi haft áhrif á spilamennskunna er ekki vitað, en Staubsauger Nilfisk hefur oft leikið betur en á föstudagskvöldið.

Næst á svið var Gleðisveitin, en hún tók mikla áhættu á síðasta Menntstock þegar hún lék órafmagnað á hátíðinni. Sveitin endurtók leikinn í ár og stóð sig ágætlega. Fyrra lag sveitarinnar var mjög skemmtilegt en það seinna var töluvert lakara. Lítið heyrðist í hljóðfærum Gleðisveitarinnar meðan sungið var í gegnum hljóðnema og er það miður.

Eftir þetta var atriði sem kallaðist „The Intergalactic Buffoon“. Þar voru á ferð nokkrir krakkar sem sögðust spila frá hjartanu og vöruðu menn við því að tónlist þeirra væri tormelt. Þar höfðu þeir rétt fyrir sér.

Söngvararnir Herdís Anna Jónasdóttir og Ingvar Alfreðsson voru næst á svið. Sungu þau saman við undirleik hljóðgervils lag sem Ingvar hafði sent í Landslagskeppni Bylgjunnar. Lagið var fyrirtaks ballaða og hefði eflaust ekki verið verri kandídat í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva en lagið Angel. Hljóðgervillinn var þó heldur hávær og drekkti annars ágætum söng þeirra Herdísar og Ingvars.

Steinþursarnir voru tveir ungir menn sem sungu hratt og án undirleiks. Þeir tóku eitt lag og voru snöggir að því. Annar þeirra hermdi eftir undirleik á meðan hinn söng erindi lagsins. Atriði Steinþursanna var nokkuð skemmtilegt, í það minnsta nokkuð áhugavert.

Hljómsveitin Cold Fusion var næst. Meðlimir sveitarinnar voru fyrstu þátttakendur kvöldsins sem bæði kunnu á hljóðfærin sín og nenntu að spila á þau. Spilaði sveitin kraftmikið rokk og gerði það ágætlega.

Þegar Cold Fusion hafði lokið sér af hertóku sviðið þeir þvottabirnir sem ennþá voru vakandi. Léku þeir eitt pönklag í lengri kantinum og fjallaði texti lagsins um skort á ágæti Gleðisveitarinnar og Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels.

Næst á svið var hljómsveitin „Guðmundur og Jóna frá Reykhólum“. Leikið var fönkað popp í fyrra laginu, en kraftmikið þungarokk í því seinna. Meðlimir sveitarinnar voru greinilega nokkuð sjóaðir í spilamennskunni og náðu prýðisvel saman. Verður sveitin að teljast sú besta á þessari hátíð. Ekki var hún þó vinsæl meðal annarra þátttakenda eða umsjónarmanna hátíðarinnar, því meðlimir sveitarinnar heimtuðu að leika á öðru sviði en hinir og fór töluverður tími í að bera græjur á milli staða.

Ein hljómsveit var búin til um kvöldið, en það er frekar regla en undantekning að slíkt gerist á Mennstock. Hóað var saman nokkrum hljóðfæraleikurum og var ætlunin að spila tvö lög. Ekki tókst að leika seinna lagið vegna tækilegra örðugleika, en það fyrra var ágætlega leikið miðað við stuttan líftíma hljómsveitarinnar. Ekki gafst tími til að gefa sveitinni nafn.

bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli