Frétt

| 16.05.2001 | 13:39„Eyðingarstefna stjórnvalda opinberuð“

Hinrik Kristjánsson.
Hinrik Kristjánsson.
Svartsýni gætir nú hjá útgerðum smábáta og fyrirtækja sem háð eru afla þeirra til vinnslu. Einkum er þetta viðhorf ríkjandi á Vestfjörðum þar sem smábátar gegna mikilvægu hlutverki við öflun hráefnis. Óttast menn mjög afleiðingar þess ef sóknarfæri smábáta til veiða á ýsu, steinbíti og ufsa verða skert með gildistöku laga 1. september nk. Hinrik Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Kambs ehf. á Flateyri er einarður talsmaður þess að gildistöku laganna verði frestað.
„ Það hníga öll rök að því að fresta gildistöku laganna. Stjórnvöld settu á laggirnar nefnd til þess að endurskoða stjórn fiskveiða. Þessi nefnd hefur enn ekki komist að niðurstöðu og hlýtur hún því að vinna áfram að þessu verki. Fyrir ári síðan var lagasetningunni frestað vegna þeirrar heildarendurskoðunar sem er í gangi. Það er með eindæmum ef eingöngu á að taka fyrir þennan hluta kerfisins nú sem lýtur að veiðum smábáta. Menn gátu ekki komið sér saman um síldveiðar úr Norsk Íslenska stofninum og þær eru ekki kvótasettar. Sama má segja um keilu, löngu, skötusel og lúðu og án efa má tína til fleiri atriði. Það er verið að endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið og því hlýtur að vera rétt að fresta svo miklum breytingum um tíma og taka á þessu í heild sinni,“ segir Hinrik í samtali við InterSeafood.com.

„Smábátar gegna lykilhlutverki í að færa hráefni inn á markaði og til fyrirtækja sem vinna ferskan fisk í flug. Ég hygg að þessi starfsemi skili hæstu meðaltekjum á hráefniskíló og því mikið atriði að styrkja þessa starfsemi frekar en veikja. Það má benda á það að stór hluti af steinbíts og ýsukvóta í stóra kerfinu hefur verið notaður í tegundatilfærslu til veiða á öðrum tegundum, s.s. karfa og grálúðu. Fyrir fáum árum töldu vísindamenn að grálúðustofninn væri svo veikur og að skerða þyrfti veiðiheimildir verulega vegna þess hve gráðlúðan er seinvaxin. Reynslan hefur sýnt annað, sem betur fer. Sama má benda á varðandi stofnmat Hafrannsóknarstofnunar fyrir fáeinum árum á ýsustofninum, þar sem þeir sögðu að hann væri í miklum vexti.Það skýtur því skökku við að á sama tíma nýtti stórútgerðin ýsukvótann til þess að veiða aðrar tegundir, s.s. grálúðu.“

Hinrik var spurður hverju hann svaraði röddum sem segðu að Vestfirðingar gætu sjálfum sér um kennt hvernig málum væri þar komið.

„Við tókum sjálfir þátt í sameiningu undir merkjum Básafells og trúðum á þetta eins og fleiri gerðu. Rekstur þess fyrirtækis gekk vel hér á Flateyri og á Suðureyri en það dugði ekki til. Við tókum þátt í þessu og reyndum að hafa áhrif á stefnu félagsins. Það var hins vegar olíufélag í Reykjavík sem fór með stjórn mála og allir muna hvernig sú saga fór. Við tókum ákvörðun um að vera með í þessu á sínum tíma og tökum afleiðingum af því sem voru m.a. að tapa 2300 tonna kvóta.

Það er með ólíkindum ef gildistöku laga um stjórn fiskveiða smábáta verður ekki frestað. Það er verið að stöðva verkfall sjómanna með lagasetningu ídag og ef gildistöku laganna um smábátana verður ekki frestað verður okkur endalega ljóst hver er handbendi hvers í þessu þjóðfélagi. Ef menn sjá ekki að sér í þessu máli og fresta gildistöku þessara laga verður eyðingarstefna stjórnvalda á landsbyggðinni opinberuð,“ sagði Hinrik Kristjánsson hjá Kambi á Flateyri í samtali við InterSeafood.com.

bb.is | 30.09.16 | 13:49 14,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með frétt Fjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli