Frétt

bb.is | 17.03.2004 | 13:25Átak til atvinnusköpunar: Beitu- og rakspíraframleiðsla meðal styrkþega

Á undanförnum árum hefur verið veitt rúmum 26 milljónum til Vestfjarða vegna átaks til atvinnusköpunar. Á vegum verkefnisins hefur samtals verið veitt 427 milljónum króna á sex árum. Stærstur hluti þess fjár hefur runnið til höfuðborgarsvæðisins. Þessar upplýsingar koma fram í svari Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra við spurningum Kristjáns L. Möller alþingismanns (S) á þingi.

Í svari ráðherra kemur fram að átaki til atvinnusköpunar var hleypt af stokkunum í janúar 1996 sem samstarfsverkefni iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, Iðnlánasjóðs, Iðnþróunarsjóðs og Iðntæknistofnunar Íslands. „Með því sameinuðu þessir aðilar stuðningsaðgerðir sínar við atvinnulífið og gerðu þær markvissari“, segir í svari iðnaðarráðherra. Eftir að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins tók til starfa í ársbyrjun 1998 hefur Átak til atvinnusköpunar verið samstarfsverkefni iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og Iðntæknistofnunar. Þá kemur fram í svari ráðherra að átak til atvinnusköpunar lagði áherslu á að styðja við frumkvöðla sem ekki höfðu annað að leita með hugmyndir um nýsköpun í atvinnulífinu. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan að sögn ráðherra.

Í sundurliðun um styrkveitingar verkefnisins kemur fram að á árunum 1998-2003 voru veittar samtals tæpar 427 milljónir króna í ýmis verkefni þar af 26,4 milljónir króna til Vestfjarða. Af þeirri upphæð hefur Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða fengið 7,4 milljónir króna til ýmissa verkefna. Af öðrum aðilum sem hlotið hafa styrki á Vestfjörðum á þessum árum má nefna eftirfarandi: Framfarafélag Bolungarvíkur fékk styrk árið 1998 að upphæð 500 þúsund krónur, Skelfiskur hf. á Flateyri fékk á árinu 1998 styrk að upphæð 1,6 milljónir króna til þess að þróa og markaðssetja kúfiskþykkni, Íslensk miðlun í Vesturbyggð hlaut á árinu 1999 400 þúsund króna styrk til uppbyggingar upplýsinga- og fjarskiptatækni á Patreksfirði, Gunnar Sigurðsson á Þingeyri hlaut sama ár 400 þúsund króna styrk til þess að styrkja og tryggja atvinnurekstur á Þingeyri. Það sama ár hlaut Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk styrk að upphæð 250 þúsund krónur til þess að undirbúa félag um úrvinnslu fiskafurða, Oddi hf. á Patreksfirði hlaut 400 þúsund króna styrk til þess að kanna hagkvæmni nýrrar aðferðar við útvötnun á saltfiski og Þórður Jónsson hlaut styrk að upphæð 700 þúsund krónur til þess að endurskipuleggja fjárhag Vagnsins á Flateyri.

Á árinu 2000 hlaut Bíldudals-fjalli ehf. styrk að upphæð 750 þúsund krónur til þess að þróa heilsudrykki úr íslenskum háfjallajurtum og það sama ár hlaut Strandagaldur ses. styrk að upphæð ein milljón króna til þess að setja upp galdrasýningu á Ströndum.

Af verkefnum sem hlutu styrki á árinu 2001 má nefna að Koss ehf. hlaut styrk að upphæð ein milljón króna til að framleiða og markaðssetja rakspíra og herrailm, Agnes Aspelund hlaut 400 þúsund króna styrk til þess að fjöldaframleiða heilsukodda úr ull og bómullarefni ásamt því að finna aðferðir til að framleiða ullarfyllingu með vélbúnaði. Það sama ár hlaut Dagný Þrastardóttir 400 þúsund króna styrk til þess að fjöldaframleiða og markaðssetja glerlistavörur og Snerpa ehf. hlaut eina milljón króna til þess að bjóða fyrirtækjum og einstaklingum fast samband og þjónustu við netið á sama verði og íbúum stærri sveitarfélaga. Einnig fengu þau Jun Nakajima og Kayoko Asakawa 500 þúsund króna styrk til útgáfu geisladisks sem yrði minjagripur og kynningarefni fyrir ferðamenn á Vestfjörðum.

Af styrkveitingum ársins 2002 má nefna að Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hlaut styrk að upphæð ein milljón króna til þess að þróa nýja afurð úr þangi. Póls hf. hlaut 750 þúsund króna styrk til að þróa kranavog með hreyfijöfnun og VoiceEra ehf. hlaut eina milljón króna til smíði á hugbúnaði um íslenska raddþekkingu.

Á árinu 2003 voru meðal annars veittir styrkir til 3X-Stáls ehf. að upphæð 525 þúsund króna til þess að þróa hrápillun á rækju, Rennex ehf. hlaut 750 þúsund króna styrk til hönnunar, framleiðslu og sölu á fluguveiðihjólum. Þá hlaut Beituverksmiðjan ehf. eina milljón króna til beituframleiðslu, Póls hf. hlaut eina milljón til framleiðslu á flokkara fyrir lausfryst smáflök og bita. Kjartan Ágústsson hlaut 500 þúsund króna styrk til rabbarbaraframleiðslu og Vélsmiðja Ísafjarðar hlaut 300 þúsund króna styrk til framleiðslu á fólkslyftu fyrir fatlaða.

Á þessum sex árum sem svar ráðherrans greinir frá voru samtals veittir styrkir að upphæða 427 milljónir króna í ýmis verkefni víðs vegar um landið. Af því runnu eins og áður sagði 26,4 milljónir króna til Vestfjarða. Af fjárveitingum til annarra landshluta má nefna að til höfuðborgarsvæðisins voru veittar 203 milljónir króna á sama tíma vegna átaks til atvinnusköpunar.

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli