Frétt

| 15.05.2001 | 05:56Vetraríþróttasafn hvar?

Eitt þeirra fjölmörgu mála sem deyja munu drottni sínum á Alþingi að þessu sinni er þingsályktunartillaga Ólafs Arnar Haraldssonar um vetraríþróttasafn. Ekki er að efa að hún verður endurflutt á næsta þingi og kemst þá ef til vill lifandi í gegn. Tillagan er mjög stutt og hljóðar svo:

Alþingi ályktar að skipuð verði nefnd sem undirbúi stofnun og rekstur safns vetraríþrótta.

Greinargerðin með tillögunni er allmiklu lengri og fjallar flutningsmaður þar einkum á almennan hátt um gildi slíks safns. Þar segir:
Vetraríþróttir eru ríkur þáttur í sögu og nútíð landsmanna en fjölbreytni þeirra og vöxtur hefur þó aldrei verið meiri en síðustu ár. Jafnframt þessu voru skíði, sleðar og önnur tæki hluti af samgöngu- og flutningatækjum áður fyrr. Eðlilegt er að komið verði upp safni sem hafi að geyma muni, myndir og frásagnir um vetraríþróttir á Íslandi. Skíði og skíðamennska eru heppilegur upphafsþáttur í safni vetraríþrótta og þar yrðu einnig skautar og sleðar frá fyrstu tíð ásamt eintökum sem brygðu upp mynd af þróun þessara hluta og notkun þeirra allt fram á þennan dag. Þá ættu aðrar vetraríþróttir einnig að eiga sinn sess á safninu enda þótt þær eigi sér skemmri sögu en skíði og skautar. Til þess að efla slíkt safn mætti koma þar fyrir ýmiss konar búnaði sem tengist sögulegum viðburðum, svo sem björgunarleiðöngrum, björgunarstarfi og ferðalögum.

Söfn vetraríþrótta eru þekkt víða um lönd þó að þau séu nokkuð misjafnrar gerðar. Nærtækast er að benda á söfnin í Noregi sem geyma sögu skíða og skíðaferða en þau draga að sér mikinn fjölda ferðamanna og eru lærdómsrík fyrir þá sem nú lifa og síðar koma. Enginn vafi er á að slíkt safn hér á landi mun efla ferðaþjónustu og auka fjölbreytni og fræðslu meðal almennings.

Brýnt er að vinna að stofnun vetraríþróttasafns sem fyrst, a.m.k. þeim þáttum sem snúa að varðveislu muna og frásagna sem farið geta forgörðum á næstu árum ef ekki er að gætt. Enn er að finna meðal okkar fólk sem lagt getur fram mikilvægan fróðleik og frásagnir um þróun vetraríþrótta á síðustu áratugum og enn má finna muni sem hafa mikið varðveislugildi.

Flest bendir til þess að verulegur áhugi verði á að stofna og efla safn um vetraríþróttir, enda eru margir aðilar sem lagt geta slíku safni lið, stofnanir, fyrirtæki, félög og almenningur. Leggja þarf áherslu á víðtækt samstarf allra og sem víðast á landinu.

Í niðurlagi greinargerðarinnar með tillögunni hverfur flutningsmaður aftur á móti frá hinu almenna til hins sértæka. Þar segir:

Nokkrir staðir koma til greina þegar hugað er að stað fyrir safn vetraríþrótta en nærtækast er að benda á Akureyri enda er þar nú þegar miðstöð vetraríþrótta og fjöldi gesta er þar mikill, bæði íþróttamenn og venjulegir ferðamenn. Safnið mun efla miðstöð vetraríþróttanna og auðga bæjarlífið á Akureyri.

Þar með lýkur greinargerð Ólafs Arnar með tillögunni.

Ræða Ólafs Arnar á Alþingi þegar hann mælti fyrir tillögu sinni var svohljóðandi:

Virðulegi forseti. Sú þingsályktunartillaga sem hér er lögð fram snýr að því að skipuð verði nefnd sem undirbúi stofnun og rekstur safns vetraríþrótta. Ég ætla ekki að hafa hér langt mál en aðeins að geta um aðalatriðin.

Ég tel að safn sem hýsi minjar, gripi og um leið sögu vetraríþrótta í víðasta skilningi sé þjóðþrifamál, bæði vegna þeirrar sögu sem við viljum halda til haga og einnig til að varðveita margvíslega muni sem nú geta farið forgörðum. Hér er auk þess um mikilvægt mál að ræða þegar við horfum til ferðaþjónustu. Ég vil að það komi fram að í þessari þáltill. er bent á að safnið verði á Akureyri. Ég tel eðlilegt að þetta safn verði á Akureyri vegna þess að þar er miðstöð vetraríþrótta. Þar er hefð fyrir vetraríþróttum frá fornu fari. Við eigum að sjálfsögðu ekki að togast á um þetta eða fara í kjördæmareiptog um málið. Við eigum að styrkja Akureyri að þessu leyti og þjappa saman málum sem tengjast vetraríþróttum.

Þá kann margur að spyrja: Hvað telst til vetraríþrótta? Að sjálfsögðu er hér um að ræða skíði og skíðaíþróttina, en undir það fjalla skautaíþróttir og nýtísku vetraríþróttir sem tengjast vélum af ýmsu tagi.

Saga skíðaíþrótta á Íslandi, bæði sem snýr að rennslisskíðum eða brekkuskíðum og gönguskíðum, er mjög stutt. Enn eru á meðal okkar menn og konur sem muna, kannski ekki alla sögu skíðaíþrótta á landinu en muna jafnvel eftir frumkvöðlunum eins og L. H. Müller og fleiri. Enn eru á meðal okkar menn sem fóru fyrstu leiðangrana á gönguskíðum um hálendi Íslands. Enn e

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli