Frétt

bb.is | 18.02.2004 | 11:47Fjarlækningastofnun Íslands á Ísafirði náði aldrei flugi

Frá stofnfundi Fjarlækningastofnunar Íslands ses. á Ísafirði 2001.
Frá stofnfundi Fjarlækningastofnunar Íslands ses. á Ísafirði 2001.
Fjarlækningastofnun Íslands ses. sem stofnuð var á Ísafirði árið 2001 og var ætlað að verða miðstöð fjarlækninga á Íslandi eins og nafnið ber með sér komst aldrei á rekspöl. Áhugaleysi stjórnvalda þegar á reyndi er kennt um. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar hefur látið af störfum en hugmyndin er ennþá til staðar segir stjórnarformaður stofnunarinnar. Á dögunum var umræða á Alþingi um stöðu fjarlækninga á Íslandi.
Umræðan kom í kjölfar fyrirspurnar Rannveigar Guðmundsdóttur alþingismanns (S) til heilbrigðisráðherra Jóns Kristjánssonar um stefnu ríkisstjórnarinnar á sviði fjarlækninga. Einnig spurði Rannveig um hvaða tilraunir hefðu verið gerðar með fjarlækningar og hvernig þær gætu gagnast í dreifbýli.

Í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra kom fram að meginmarkmiðið með fjarlækningum sé að auka aðgengi heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga að sérhæfðri þjónustu, þar á meðal ráðgjöf sérfræðinga á sjúkrahúsi til heilsugæslulæknis. Jón sagði fjarlækningar ekki nýja grein lækninga innan heilbrigðisþjónustu eða læknisfræði heldur aðferð til að koma slíkri ráðgjöf á með hjálp upplýsingatækni. „Með fjarlækningum er þannig hægt að auka aðgengi fólks að sérfræðiþjónustu án tillits til búsetu, tryggja betur heilbrigðislegt öryggi og minnka óþægindi vegna ferðalaga.“

Í svari sínu vitnaði ráðherra til stefnumótunar ráðuneytisins í þessum málaflokki frá árinu 1997 þar sem eftirfarandi markmið voru sett: Fjarlækningar verði notaðar til að bæta aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu. Fjarlækningar verði notaðar við sérfræðiráðgjöf til og frá erlendum heilbrigðisstofnunum.

Þá sagði Jón í svari sínu einnig: „Upplýsingar á framfæri fjarskiptatækni bjóða nú upp á enn meiri möguleika en áður hafa þekkst. Ekki aðeins á sviði almennrar tölvutækni, heldur einnig hvað varðar aukna möguleika á sendingu röntgenmynda, lifandi mynda og hagnýtingu fjarlækninga. Á síðustu árum hafa fjarlækningar í auknum mæli tengst uppbyggingu heilbrigðisnets fyrir heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisnetinu er ætlað að vera farvegur rafrænna samskipta milli aðila innan heilbrigðisþjónustunnar, jafnframt því sem fjarskiptatækni verður hagnýtt á mörgum sviðum í samskiptum fólks við heilbrigðiskerfið. Gert er ráð fyrir að heilbrigðisnetið verði komið í fullan rekstur í árslok 2006.

Í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 er lögð áhersla á skipulega uppbyggingu fjarlækninga eða fjarheilbrigðisþjónustu sé áhrifarík leið til að tryggja að landsbyggðin njóti og hafi sem auðveldastan aðgang að sams konar heilbrigðisþjónustu og höfuðborgarsvæðið á næstu áratugum. Enn fremur tengjast fjarlækningar mörgum helstu markmiðum heilbrigðisáætlunar til 2010.“

Þann 14.desember 2001 var á Ísafirði stofnuð Fjarlækningastofnun Íslands ses. Í frétt af stofnfundinum sagði: Markmið þeirra sem að henni standa er að Heilbrigðistofnunin Ísafjarðarbæ verði miðstöð fjarheilbrigðisþjónustu í landinu og að þar verði stundaðar lækningar og hjúkrun í gegnum netið og þróaðar aðferðir til slíkrar vinnu, þar sem saman fari læknislist og tölvutækni. Formaður Fjarlækningastofnunar Íslands var kjörinn Hallgrímur Kjartansson yfirlæknir en aðrir í stjórn eru Ólafur Sigurðsson, Rúnar Óli Karlsson, Samúel J. Samúelsson og Örn Ingólfsson.

Þá sagði í umræddri frétt:„ Rúnar Óli Karlsson, atvinnumálafulltrúi Ísafjarðarbæjar og einn stjórnarmanna, segir að starfsemi hinnar nýju stofnunar sé enn á hugmyndastigi en aðstæður séu um margt góðar á Vestfjörðum til að starfrækja miðstöð fjarlækninga. Bæði sé margt vel hæft fólk í heilbrigðisgeiranum í fjórðungnum, auk frumkvöðla í tölvutækni. Ísafjarðarbær sé talinn heppilegur til þróunar lausna á þessu sviði þar sem hann samanstendur af stórum kjarna ásamt minni byggðakjörnum með heilsugæslustöðvar og öldrunarheimili. Slíkt umhverfi þykir mjög hentugt til tilrauna á sviði fjarheilbrigðistækni. Milli þessara stofnana eru nú þegar töluverð netsamskipti sem hægt væri að þróa frekar. Að sögn Rúnars Óla voru í mars á þessu ári undirritaðar viljayfirlýsingar um samstarf milli Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ og Íslenskrar erfðagreiningar, Taugagreiningar, Framtíðartækni og SKÝRR. Einnig hafa fleiri aðilar sýnt verkefninu áhuga s.s. Flaga, Skyn, TelemedIce, eMR og doc.is. Segir Rúnar Óli næstu skref í málinu vera að sækja um fjármagn í hina ýmsu sjóði og tryggja stofnuninni nægilegt fjármagn til að ráða starfsmann til að vinna að þeim hugmyndum sem fram hafa komið.“ Svo sagði í frétt bb.is þann 17.12 2001.

Í maí árið 2002 var Svanlaug Guðnadóttir ráðinn framkvæmdastjóri stofnunarinnar. Í tilkynningu frá stofnuninni á þeim tíma sagði: „Auk þess að sinna daglegum rekstri mun framkvæmdastjóri undirbúa aðkomu ýmissa aðila að þeim verkefnum sem fyrir liggja. Viðræður hafa staðið yfir síðustu misseri um að Fjarlækningastofnunin yfirtaki nokkur fyrirtæki í tengdum rekstri. Með tilkomu framkvæmdastjóra er stigið mikilvægt skref í atvinnuþróun og nýsköpun í Ísafjarðarbæ þar sem starfsemi Fjarlækningastofnunar er alger nýjung í atvinnulífi á Vestfjörðum og gæti orðið mikilvægur þáttur í að skapa það umhverfi, sem atvinnulífið, menntakerfið og þjónustan á svæðinu þarf á að halda í samkeppninni við önnur vaxtarsvæði á landinu. Fulltrúaráð stofnunarinnar skipa Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir á Ísafirði, Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði, auk formanns stjórnar. Sérstakt fagráð skipa stjórn og fulltrúaráð, auk þeirra Einars Stefánssonar prófessors í Reykjavík og Þorvaldar Ingvarssonar lækningaforstjóra á Akureyri.“

Í samtali við Svanlaugu Guðnadóttur sagði hún að Fjarlækningastofnunin hefði aldrei komist á neinn rekspöl. Þegar hún hafi verið stofnuð hafi verið komin af stað verkefni á Akureyri og Hornafirði og því hafi þessari hugmynd ekki miðað áfram. Svanlaug sagðist hafa starfað við stofnunina að nokkrum hugmyndum innanlands sem utan en allsstaðar hefði verið komið að lokuðum dyrum. Í framhaldinu hefði hún látið af störfum sem framkvæmdastjóri.

Hallgrímur Kjartansson stjórnarformaður Fjarlækningastofnunarinnar sagði að þegar á hafi reynt hafi ekki fengist fjármagn til starfseminnar þrátt fyrir að töluverðu fé hafi verið veitt til þessara hluta. Hann segir undirbúningsvinnuna vera til staðar og því sé hægt að taka upp þráðinn aftur ef áhugi reynist fyrir því.

hj@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli