Frétt

Stakkur 7. tbl. 2004 | 18.02.2004 | 11:20Líkfundur á Neskaupstað

Fátt hefur vakið meiri athygli um langt skeið en fundur líks í Norðfjarðarhöfn. Það gerðist reyndar fyrir tilviljun og hefði kannski aldrei gerst ef kafarinn hefði ekki ætlað sér að nota tímann til að kanna skemmdirnar á hafnarmannvirkjum strax. Að minnsta kosti má búast við því að nokkur bið hefði orðið á því að líkið fyndist. Umbúnaður þess og allar aðstæður valda okkur þegnum þessa lands óhug. Fréttir hafa verið litlar af gangi rannsóknar og því miður hefur það orðið til þess að fjölmiðlar og almenningur hafa keppst við að geta í eyðurnar. Öllum er ljóst að málið er snúið og ekki auðvelt að upplýsa það, en samt verður að haga fréttaflutningi þannig að það sem er vitað sé upplýst almenningi og ef ekkert er vitað þá komi það fram að upplýsingar verði veittar þegar þær eru til orðnar. Almenningur fylgist agndofa með með þessu máli og er að sjálfsögðu áhugasamur um það hvað hefur gerst og hvernig rannsókn miðar.

Margar spurningar vakna og okkur er það væntanlega öllum ljóst að það sem lögreglumenn, tollverðir og aðrir sérfræðingar hafa verið að segja um að fíkniefnaheimurinn sé orðinn harður og einskis svifist gæti hæglega átt við rök að styðjast. Í raun er það svo að kannski erum við Íslendingar orðnir dofnir af því að horfa á Hollywood kvikmyndir þar sem harkan er svo þægilega fjarri á hvíta tjaldinu eða sjónvarpskjánum og hrökkvum því illa við þegar í ljós kemur að þessar fantamyndir eiga allar við rök að styðjast í raunveruleikanum. Það er einfaldlega svo að ofbeldi hefur færst í vöxt á Íslandi eða er að minnsta kosti að koma upp á yfirborðið og er því orðið sýnilegra en fyrr.

Hinn almenni borgari hefur kannski ekki velt því mikið fyrir sér hver hættan er því samfara að flytja fíkniefni í umbúðum innvortis. Leki þau út í maga burðardýrsins er bráður bani vís. Svo mætti álykta af því litla sem upplýst hefur í þessu máli, en niðurstöður krufningar liggja ekki að fullu fyrir. Krufning óþekkta líksins geymir vonandi leyndardóminn um það sem gerðist og þar með upplýsist hann og spurningum sem brenna á vörum margra verður svarað. Þá kemur vonandi í ljós fljótlega hver hinn látni var og hvernig unnt er að tengja hann við þá sem hann hefur unnið fyrir. Hið skelfilega við þetta mál allt saman er að athyglin beinist að því hve miklir hagsmunir liggja í verslun með ólögleg fíkniefni og að þar eru hætturnar á hverju strái.

Það er því ljóst að fyrst og fremst þarf að koma í veg fyrir að fólk, einkum ungt fólk og unglingar ánetjist ólöglegum eiturlyfjum og verði leiksoppar hins harða heims fíkniefnanna. Í þeim heimi svífast þeir sem eiga hagsmuna að gæta einskis og láta sig litlu varða hvort burðardýrin og aðrir þrælar lifa eða deyja. Allt er réttlætanlegt fyrir gróðann og hamingja uppvaxandi kynslóðar skiptir engu meðan gróðinn skilar sér. Forvörnin byrjar á heimilinu og foreldrar verða að ræða þessi mál við börn sín af alvöru og vara þau við hættunum. Þar í er helsta vörnin fólgin, ef enginn kaupir, selst ekkert.

bb.is | 21.10.16 | 14:44 Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með frétt Jens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli