Frétt

| 04.05.2001 | 11:22„Kraftaverk hjá ekki stærra bæjarfélagi ...“

Frá flutningi Sálumessunnar í Ísafjarðarkirkju um páskana.
Frá flutningi Sálumessunnar í Ísafjarðarkirkju um páskana.
„Flutningur Hátíðarkórs Tónlistarskóla Ísafjarðar og Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna á Sálumessu Mozarts var langt fyrir ofan þann standard sem hægt er að ætlast til af sex þúsund manna byggðarlagi sem á í vök að verjast á opinberum vettvangi. Beáta Joó hefur unnið gríðarlega gott starf við að byggja upp þennan stóra kór, skapa honum hljóm og rödd og móta músíkalskan söng hans“, segir Bergþóra Jónsdóttir, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, í dómi um flutning Sálumessunnar í Neskirkju um síðustu helgi.
Fyrirsögn á dómnum var Góðar fréttir að vestan. Bergþóra skrifar m.a.:

Hvað er títt að vestan? Jú, er það ekki fólksflótti, atvinnuleysi, sjómannaverkfall, náttúruhamfarir, deilur um kvóta, gjaldþrot fyrirtækja, aflabrestur, lokun fiskvinnslufyrirtækja og eitthvað þaðan af skelfilegra? Eru þetta ekki fréttirnar sem oftast berast okkur að vestan? Maður hlýtur að spyrja sig hvort nokkurs geti verið að vænta í menningarlegu tilliti frá sveitarfélögum þar sem allt virðist vera á vonarveli. Þá kemur í ljós að einhvers staðar hefur gleymst að segja okkur frá ýmsu því sem máli skiptir. Við Tónlistarskólann á Ísafirði er starfræktur kór undir stjórn Beötu Joó, sem nú hefur kvatt sér hljóðs hér á höfuðborgarsvæðinu og gert okkur ljóst að það eru líka góðar fréttir að vestan.

– – –

Það var gott jafnvægi milli radda og kórinn söng jafnan mjög hreint. Í upphafi annars þáttarins, Kyrie, kom tenórinn inn af öryggi og leiddi fúgu kórsins. Í Dies irae þrumaði kórinn ógnvekjandi og mjög sannfærandi um dag reiðinnar. Í Tuba mirum fá allir einsöngvararnir tækifæri til að láta í sér heyra, en eftir það eru einsöngvararnir nánast alltaf með samsöng. Ólafur Kjartan söng glæsilega upphaf þessa þáttar, þar sem bassinn og básúnan kalla lifendur og dauða fyrir dóm Drottins. Ólafur Kjartan hafði nokkra yfirburði yfir aðra á sviðinu, enda sjálfsagt eini söngvarinn í hópnum sem á því láni að fagna að hafa atvinnu af því að syngja. Snorri Wium söng frábærlega sitt erindi, Mors stupebit; þessi söngvari ætti sannarlega að fá fleiri tækifæri til að láta í sér heyra, hann er með óvenju fallega tenórrödd og syngur framúrskarandi músíkalskt. Ingunn Ósk og Guðrún voru líka stórgóðar báðar tvær, og kvartett þeirra fjögurra í lok þáttarins var sérstaklega fallega sunginn. Raddir þessara fjögurra einsöngvara féllu ákaflega vel saman, og samsöngur þeirra var virkilega áhrifamikill.

– – –

Það var annars áberandi hve vel kórinn var búinn undir margar erfiðar fúgur í verkinu og hvað það tókst að halda þeim í fínu tempói. Quam olim Abrahae í Offertorium-þætti var sérstaklega vel sungið hjá kórnum. Kór og hljómsveit sýndu sínar bestu hliðar í Sanctus, þar sem fiðlurnar voru sérstaklega góðar og skarpjafnar. Blásarar voru óhreinir í Benedictus og hljómsveitin var óörugg í innkomunni í Agnus dei. Kórinn blómstraði svo í þrælerfiðri lokafúgunni, Cum sanctus tuis, þar sem hlaupið er í gegnum mikla krómatík og margar tóntegundir fyrir lendingu.

– – –

Það er mikið kraftaverk hjá ekki stærra bæjarfélagi en Ísafirði að koma upp svo miklum tónleikum. Hér hafa margir lagt á sig mikla vinnu og árangurinn er eftir því. Það væntir þess enginn að flutningur af þessu tagi sé metinn á mælikvarða þess besta sem gerist í heiminum. Engu að síður verður að segjast eins og er, að þessi flutningur var síst lakari en það sem hefur heyrst í mörgum kórum hér á höfuðborgarsvæðinu þetta vorið og í heildina var flutningurinn skínandi góður. Ingvari Jónassyni tókst að halda þessu vel saman og móta verkinu músíkalskan svip. Það sem kom líka sterkt í gegn var gífurleg sönggleði kórsins og einbeiting og ást flytjenda á viðfangsefninu. Þetta skilaði sér í sérstaklega fallegum tónleikum sem eru byggðum Vestfjarða til mikils sóma.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli