Frétt

| 02.05.2001 | 12:52Ísafjarðarbær treystir á ferðaþjónustu sem einn mikilvægasta þáttinn í atvinnulífinu

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
„Ef marka má spár um framtíð ferðaþjónustunnar hér á landi mun hún aukast mikið enn og þá ekki síst á Vestfjörðum. Verði hins vegar engin aðstaða og þjónusta í atvinnugreininni þegar þessi stund rennur upp þarf ekki að reikna með Vestfirðingum í baráttunni í ferðaþjónustu“, segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. „Það hlýtur að vera ljóst að þeir sem stjórna sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ telja ferðaþjónustuna það mikilvæga atvinnugrein að hlúa verði að henni eftir föngum“, segir hann enn fremur.
Á aðalfundi Ferðamálasamtaka Vestfjarða á Hólmavík um síðustu helgi var Halldór meðal frummælenda, þegar eftirfarandi spurningar voru til umræðu: Er ferðaþjónusta framtíð Vestfjarða? Hvert er mikilvægi ferðaþjónustu fyrir sveitarfélög á Vestfjörðum? Erindi Halldórs á fundinum fer hér á eftir í heild.

Ég byrja á því að þakka forsvarsmönnum Ferðamálasamtaka Vestfjarða fyrir að bjóða mér sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar að tala um ferðaþjónustu og mikilvægi hennar fyrir sveitarfélagið.

Alls búa um 4.300 manns í Ísafjarðarbæ. Sveitarfélagið er víðfeðmt, nær suður á mitt Langanes í Arnarfirði og norður fyrir Ísafjarðardjúp en þar tilheyrir Ísafjarðarbæ svæðið vestan við línu sem dregin er úr botni Kaldalóns norður yfir Drangajökul í Geirólfsgnúp. Allar Hornstrandir, Jökulfirðir og Snæfjallaströnd eru innan Ísafjarðarbæjar. Þetta er stórt landssvæði sem býður upp á fjölbreytta möguleika. Innan bæjarins er eitt vinsælasta göngu- og útivistarsvæði landsins yfir sumarmánuðina, Hornstrandafriðlandið.

Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnuvegur á Vestfjörðum og þar með einn mikilvægra þátta í því að treysta hér byggð undir nýjum formerkjum atvinnulífs. Nýjum formerkjum, vegna þess að hinir hefðbundnu atvinnuvegir landbúnaður og sjávarútvegur krefjast sífellt færri starfa vegna aukinnar tækni og kröfu um hagræðingu, auk annarra utanaðkomandi þátta sem ekki hafa verið Vestfirðingum nógu hagstæðir.

Í framtíðarsýn í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar til ársins 2003 sem samþykkt var í september 1999 kemur m.a. þetta fram um þá þætti sem tengjast ferðamálum:

– Samstarf ferðaþjónustuaðila skal eflt og ímynd svæðisins gerð skýrari.
Ráðinn skal ferðamálafulltrúi sem vinni að aukinni samvinnu og samræmingu aðgerða ferðaþjónustufyrirtækja. Móta skal skýra ímynd og slagorð skal fundið fyrir sveitarfélagið.

– Samgöngur verði tryggðar á láði, legi, lofti og um línu.
Sjónflug í myrkri um Ísafjarðarflugvöll verði gert mögulegt og samgöngur á landi tryggðar allt árið. Aðgangur Ísfirðinga að gagnaflutningsleiðum verði sambærilegar vð það sem best gerist, bæði varðandi verð og gæði.

– Verslun skal tengjast ferðaþjónustu og halda fram hönnun og framleiðslu svæðisins.
Þjónusta og verslun taki mið af þörfum ferðamanna og upplýsingar um það sem stendur þeim til boða verði gerðar aðgengilegar.

– Listakennsla í skólum skal efld og samvinna menningar og ferðaþjónustu aukin.
Grunnskólar og menntaskóli skulu leita samstarfs við listaskóla um listakennslu. Samspil menningar og ferðaþjónustu skýtur styrkari stoðum undir báða þætti.

Það er mikilvægt að vinna saman. Yfirskrift framtíðarsýnar Ísafjarðarbæjar í atvinnumálum er þessi: „Umhverfi og aðstaða atvinnureksturs í Ísafjarðarbæ einkennist af samvinnu fyrirtækja og þekkingu á styrk svæðisins.“

Ísafjarðarbær hefur lagt aukna áherslu á að styðja við atvinnugreinina. Á árinu 1999 var ráðinn sérstakur atvinnufulltrúi til bæjarins í takt við stefnumótun í atvinnumálum. Sá er Rúnar Óli Karlsson sem situr þennan fund og þið þekkið. Auk starfa að atvinnumálum vinnur hann að gerð Staðardagskrár 21 fyrir sveitarfélagið en sú stefnumörkun tekur að sjálfsögðu víða til þátta er tengjast ferðaþjónustunni.

Þá leggur bærinn til árlega framlag til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða til starfrækslu þess félags sem er með ferðamálafulltrúa Vestfjarða innanborðs. Það er hún Dóra, Dorothee Lubecki, sem ekki þarf að kynna fyrir ykkur.

Auk þessa kemur Ísafjarðarbær að starfrækslu upplýsingamiðstöðvar á Ísafirði með stuðningi frá Ferðamálaráði í ár og á síðasta ári. Vonandi verður þetta samstarf til þess að efla ferðaþjónustuna enda einn af mikilvægari þáttum grunngerðar ferðaþjónustunnar. Sú ákvörðun að leggja fjármagn á móti sveitarfélögum til starfrækslu upplýsingamiðstöðva á ákveðnum kjarnasvæðum á landinu ætti að stuðla enn frekar að eflingu atvinnugreina

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli