Frétt

| 02.05.2001 | 09:57Meiri fjöldi en á undanförnum árum

Össur Skarphéðinsson alþingismaður og Gísli Hjartarson voru á meðal þeirra sem tóku þátt í kröfugöngunni á Ísafirði.
Össur Skarphéðinsson alþingismaður og Gísli Hjartarson voru á meðal þeirra sem tóku þátt í kröfugöngunni á Ísafirði.
Mjög vel rættist úr fremur slæmu veðurútliti við hátíðahöld 1. maí á Ísafirði. Fleiri tóku þátt í kröfugöngu verkalýðsfélaganna á Ísafirði en á undanförnum árum og meira fjölmenni var á útifundinum að henni lokinni en menn minnast, að minnsta kosti á síðari árum. Gengið var frá Torfnesi og niður á Silfurtorg, þar sem Össur Skarphéðinsson alþingismaður flutti aðalræðu dagsins. Einnig var þar fjölbreytt hátíðardagskrá fyrir unga sem gamla.
Meðal spjalda í kröfugöngunni var gamalt spjald með kröfu um 100 þúsund króna lágmarkslaun. „Einhver var að tala um að hækka töluna á spjaldinu í samræmi við vísitölu en ég sagði að það væri óþarfi á meðan þessu marki væri enn ekki náð“, sagði Pétur Sigurðsson, formaður Verkalýðsfélagsins Baldurs á Ísafirði. Auk Baldurs stóðu að göngunni og útifundinum félög opinberra starfsmanna, verslunarmanna, járniðnaðarmanna og byggingarmanna.

Á Patreksfirði stóð sönghópurinn Farfuglarnir ásamt Verkalýðsfélagi Patreksfjarðar fyrir dagskrá í Félagsheimili Patreksfjarðar í tilefni dagsins og vorkomunnar. Á annað hundrað manns komu til að hlýða á Farfuglana syngja og hlusta á ræður, ljóð og skemmtisögur. Einnig var kaffi og endalaust úrval af meðlæti í boði Farfuglanna og Verkalýðsfélagsins. Sjá nánar á Patreksfjarðarvefnum.

bb.is | 28.09.16 | 14:34 Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með frétt Nú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli