Frétt

| 01.05.2001 | 11:19Einn lítri á hundraðið

Hinn frægi Messerschmitt Kabinenroller, árgerð 1953.
Hinn frægi Messerschmitt Kabinenroller, árgerð 1953.
Ferdinand Piech, forstjóri Volkswagen, sagði á síðasta hausti, að áður en hann léti af starfi í árslok 2002 myndi hann aka bíl sem eyddi ekki meira en einum lítra af bensíni á hundraðið. Fréttatímaritið Der Spiegel greinir frá því, að líklegt sé að þetta standist. Frumgerð þessa sparneytna Volkswagenbíls á að vera tilbúin til prófunar á miðju næsta ári. Evrópusambandið leggur fram nokkurt fjármagn, eða jafnvirði um 400 milljóna króna, til þróunar bílsins á móti Volkswagen-verksmiðjunum. Í ljósi þess að bensínlítrinn á Íslandi fór í morgun í fyrsta skipti yfir hundraðið, þ.e. hundrað krónur, hlýtur það að vera fagnaðarefni að unnið skuli að smíði sérlega sparneytinna bíla.
Bíll þessi verður aðeins fyrir einn farþega auk ökumanns (farþeginn verður fyrir aftan ökumanninn) og mun ekki vega meira en 400 kg. Volkswagen ætlar að nota bensín til að knýja bílinn en ekki vetni, jarðgas eða aðra nýja orkugjafa. Bensínið verður að vísu sérunnið og nokkuð frábrugðið því sem fæst á bensínstöðvum. Mótorinn verður milli 15 og 20 hestöfl. Það sem ræður úrslitum, að mati tæknimanna Volkswagen, er endurbætt hönnun á mótornum og fleiri þáttum í gerð bílsins, svo sem mjög léttu efni í öllum hlutum, einkum kolþráðaefni og magnesíum, og mjög lítilli loftmótstöðu.

Vel þekktur á markaði er Volkswagen Lupo, sem í venjulegri gerð hefur eytt um 4,5 lítrum á hundraðið. Nú eru sérfræðingar Volkswagen búnir að koma honum niður í þrjá lítra á hundraðið, fyrst og fremst með breytingum á mótornum.

Hætt er við, að Ferdinand Piech verði í jómfrúrferðinni að neita sér um ýmis þægindi sem venjuleg eru í bílum. Menn sitja þar ekki uppréttir heldur liggja að mestu á bakinu, líkt og var í þriggja hjóla Messerschmitt-bílnum á sjötta áratugnum, sem nefndur var Kabinenroller (nýi Fólksvagninn verður reyndar með fjögur hjól). Og líkt og á gamla Messerschmittinum verður kúpli ofan á bílnum lyft upp til þess að stíga inn í hann – eða öllu heldur niður í hann.

Allsendis óvíst er hvort þessi bíll verður nokkru sinni settur í sölu. Hætt er við að hann yrði nokkuð dýr miðað við burðargetu, kraft og þægindi. Hitt kemur þó öllu frekar í veg fyrir almenna sölu á næstu árum, að hið sérunna bensín mun ekki verða fáanlegt á hverju strái. Hér verður því fyrst og fremst um rannsóknarverkefni að ræða, sem að einhverju leyti mun nýtast við þróun annarra og heldur verklegri bílgerða. Og jafnframt yrði þessi bíll heiðurkveðja til forstjórans, sem stjórnað hefur Volkswagen mjög farsællega um langt árabil.

Þess má geta, að Ferdinand Piech er dóttursonur hins fræga bílasmiðs Ferdinands Porsche, sem hannaði Volkswagen-bjölluna að beiðni Adolfs Hitlers, sem vildi að allur almenningur ætti kost á ódýrum og áreiðanlegum bíl. Samkvæmt því var bíllinn nefndur Volkswagen sem merkir einfaldlega almenningsbíll, þjóðarbíll. Fyrsta eintakið fékk Hitler sjálfur árið 1938 og sá bíll er ennþá til, varðveittur á safni. Ferdinand Porsche er einnig frægur fyrir bílategund þá sem ber nafn hans og eyðir víst nokkru meira bensíni en bíllinn sem verið er að smíða handa dóttursyni hans.

bb.is | 26.09.16 | 07:34 Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með frétt Flateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli