Frétt

Árni Steinar Jóhannsson | 13.02.2004 | 10:17Einkavæðing að hætti Framsóknar

Árni Steinar Jóhannsson.
Árni Steinar Jóhannsson.
Eftir níu ára stjórn framsóknarmanna í heilbrigðisráðuneytinu eru gallar stjórnunarhátta þeirra að koma í ljós af auknum þunga. Ríkisstjórnin er nefnilega að gera það sem hún segist ekki vera að gera en það er að einkavæða heilbrigðiskerfið. En þar sem þjóðin er alfarið á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu hefur náttúrulega ekki verið hægt að einkavæða eftir venjulegum leiðum þar um. Ríkisstjórnin hefur ekki treyst sér til þess að taka ákvörðun um að hlutafélagavæða og setja sjúkrahúsin á markað. Þá er valin aðferð Framsóknarflokksins sem er hægfara einkavæðing. Með hægfara einkavæðingu er meiri von til þess að þjóðin taki ekki eftir því sem verið er að gera og haldi áfram að kjósa flokkinn enda hefur sú orðið raunin hingað til. Þessi hægfara einkavæðing hófst á útboði rekstrarþátta s.s. þvotti, þrifum og viðhaldi en síðan er haldið áfram og farið nær sjúklingunum inn á svið rannsókna, hjúkrunar og lækninga.
Blekkingarleikur

Talsmenn ríkisstjórnarflokkanna í heilbrigðismálum umturnast ef nokkur leyfir sér að tala um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Þeir vilja nota orðið einkarekstur enda er þá meiri von til þess að þjóðin verði skapleg og til friðs meðan á ferlinu til einkavæðingar stendur. Þessi blekkingarleikur er þjóðinni auðvitað gríðarlega kostnaðarsamur. Enginn maður í rekstri myndi láta sér detta í hug að nota þessa hægfara leið með þeirri sóun fjármuna sem henni fylgir.

Mikil uppbygging einkarekinna læknastofa sl. ár grefur hægt og bítandi undan rekstrargrunni ríkisspítalanna. Sjúklingar eru teknir til meðhöndlunar á einkastofum og í mörgum tilvikum er viðkomandi læknir ríkisstarfsmaður á ríkissjúkrahúsi fyrir hádegi en vinnur á sinni eigin stofu eftir hádegi. Þetta tvöfalda kerfi hefur í för með sér launasamanburð lækna sem á síðustu árum hefur leitt af sér gríðarlega hækkun bæði hvað varðar laun og fríðindi.

Vaxandi sjúklingaskattar blasa við

Meðan á þessum umbrotum í rekstri heilbrigðiskerfisins stendur segja talsmenn ríkisstjórnarinnar við þegnana að hafa ekki áhyggjur af rekstrarformi vegna þess að allir fái nú jafnan aðgang að þjónustunni í gegnum Tryggingastofnun. Tryggingastofnun á sem sagt að greiða reikningana frá einkareknu sjúkrastofunum og þar með geti allir verið áhyggjulausir og ánægðir. En hér er á ferðinni hið mesta lýðskrum. Kerfi sem byggir á einkareknum eða einkavæddum sjúkrastofnunum verður miklu viðkvæmara fyrir öllum sveiflum í ríkisbúskapnum og niðurskurður á fjárframlögum til Tryggingastofnunar mun einfaldlega leiða til vaxandi sjúklingaskatta með aukinni hlutdeild sjúklinga í greiðslu reikninga. Á þessari vegferð er kerfið sannarlega eins og fram kom hjá forstjóra ríkisspítalanna í Kastljósi RÚV um daginn en þar lýsti hann því yfir að lausn á fjárhagsvanda ríkisspítalanna gæti falist í greiðslu Tryggingastofnunar fyrir unnin verk.

Við erum á elleftu stundu með að afstýra þessari óheillaþróun sem verður tæpast gert á annan hátt en að stórefla grunnheilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað allra sjúklinga. Allir þegnar landsins verða að hafa heimilislækni sem vísar þeim til meðhöndlunar á sjúkrahúsum eða hjá sérfræðingum ef þurfa þykir.

Í hverju fólst vörnin?

Heilbrigðisráðherra sagði um daginn að með samningum við sérfræðinga hefði tekist að verja tryggingakerfið. Mér er spurn: Í hverju var sú vörn fólgin? Framsóknarflokkurinn hefur farið með málefni heilbrigðismála í 9 ár. Þurfti að verjast sjálfstæðismönnum eða voru það e.t.v. eigin flokksmenn sem þurfti að verjast?

Það er erfitt að hafa mjöl í kjaftinum og blása samtímis svo að vel fari en þá tilraun hafa framsóknarmenn gert þráfaldlega öll 9 árin í heilbrigðisráðuneytinu.

Árni Steinar Jóhannsson, varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli