Frétt

bb.is | 12.01.2004 | 16:39Ágreiningur um nýja virkjun Orkubús Vestfjarða í Tungudal

Teikning af fyrirhuguðu stöðvarhúsi Tunguárvirkjunar.
Teikning af fyrirhuguðu stöðvarhúsi Tunguárvirkjunar.
Fyrirhugaðar framkvæmdir við Tunguárveitu. Stöðvarhúsið á að rísa við enda brotalínunnar.
Fyrirhugaðar framkvæmdir við Tunguárveitu. Stöðvarhúsið á að rísa við enda brotalínunnar.
Á fundi umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar á föstudag samþykkti nefndin að taka jákvætt í erindi Orkubús Vestfjarða um leyfi til virkjunar Tunguár í Tungudal með ákveðnum skilyrðum. Ágreiningur var í nefndinni um afgreiðsluna og telur einn nefndarmanna ekki tímabært að taka ákvörðun um framkvæmdina þar sem ekki liggur fyrir ákvörðun Skipulagsstofnunar hvort framkvæmdin fari í mat á umhverfisáhrifum. Forsaga málsins er sú að þann 9. desember fyrir rúmu ári síðan var lagt fram bréf fram í bæjarráði Ísafjarðarbæjar frá Orkubúi Vestfjarða þar sem kynnt var hugmynd um virkjun Tunguár. Í bréfinu kemur fram að afl virkjunarinnar verði 670 kW. Óskað er svars frá bæjaryfirvöldum hvort þau sjái einhverja meinbugi á framkvæmdinni sem leitt gætu til þess að ekki yrði virkjað.
Í stuttu máli sagt var Orkubúið að kalla fram viðbrögð svo meta mætti í framhaldinu hvort borgaði sig að fara í hönnun umræddrar virkjunar og sækja um formleg leyfi til byggingar hennar. Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.

Á fundi umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar tveimur dögum síðar er málið tekið fyrir og bókaði umhverfisnefnd að hún sæi „enga meinbugi á þessari framkvæmd eins og hún er kynnt í bréfi orkubússtjóra“, eins og segir í bókun nefndarinnar.

Síðan er fjallað um framkvæmdina á fundum bæjarráðs og bæjarstjórnar í janúar á síðasta ári og var samþykkt bókun þess efnis í bæjarstjórn að bæjarstjórn sæi ekki meinbugi á framkvæmdinni en lagði áherslu á að framkvæmdin væri á viðkvæmu útivistarsvæði og því þyrfti að vanda verulega til hennar vegna umhverfisþátta. Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi (F) bætti um betur og óskaði svohljóðandi bókunar: „Vísa til umræðna við orkubússtjóra og deildarstjóra tæknideildar Orkubús Vestfjarða á bæjarráðsfundi 20. janúar s.l., þar sem m.a. var rætt um rennsli Tunguár á sumartímanum og að stöðvarhús gæti verið neðanjarðar.“ Svo virðist ef marka má bókun Magnúsar að Orkubúsmenn hafi opnað fyrir þann möguleika að stöðvarhúsið gæti orðið neðanjarðar.

Í framhaldi af þessu hefst hönnunarvinna Orkubúsins. Samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum er framkvæmd sem þessi tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar. Þegar stofnunin hefur fengið slíka tilkynningu í hendurnar kannar hún hvort ástæða sé til þess að umrædd framkvæmd fari í umhverfismat. Leitar stofnunin umsagnar nokkurra aðila í málinu áður en ákvörðun er tekin.

Á fundi í umhverfisnefnd þann 10.desember er tekið fyrir erindi Orkubúsins þar sem óskað er leyfis fyrir staðsetningu og legu stöðvarhúss, þrýstivatnspípu, vegum, göngubrú og vaði yfir Tunguá í tengslum við virkjunina. Einnig voru lagðar voru fram teikningar frá Tækniþjónustu Vestfjarða. Í gögnunum kom fram að gert er ráð fyrir að virkjunin verði staðsett sunnan Tunguár. Umhverfisnefnd frestaði afgreiðslu málsins og óskaði eftir því að fá fulltrúa Orkubúsins til fundar við sig.

Sá fundur var haldinn þann 30. desember. Þá kom fram að ekki hefði verið tilkynnt um fyrirhugaða virkjum til Skipulagsstofnunar og var það gert í framhaldi af fundinum.

Á fundi umhverfisnefndar á föstudag dró svo til tíðinda. Þá var erindi Orkubúsins tekið til afgreiðslu. Á fundinum lagði Magdalena Sigurðardóttir (B) fram svohljóðandi bókun:

“Í 38. gr. skipulagslaga segir um hlutverk byggingarnefnda að þær skuli hafa eftirlit með því að hvarvetna í umdæmi þeirra sé byggt í samræmi við gildandi skipulag, lagaákvæði og reglugerðir um skipulags- og byggingarmál.

Á fundi umhverfisnefndar þann 30.desember s.l. kom fram hjá fulltrúum Orkubús Vestfjarða að umrædd framkvæmd hefði ekki verið tilkynnt til Skipulagsstofnunar. Nú mun svo hafa verið gert.

Í 6. gr. laga um mat á umhverfisárhrifum segir: „Framkvæmdir sem tilgreindar eru í 2. viðauka við lög þessi skulu háðar mati á umhverfisáhrifum þegar þær geta haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif vegna umfangs, eðlis eða staðsetningar. Nú er fyrirhuguð framkvæmd meðal þeirra sem taldar eru í 2. viðauka við lög þessi og ber framkvæmdaraðila þá að tilkynna Skipulagsstofnun um hana.“

Í 2. viðauka við lögin í grein um orkuiðnað eru tilgreindar þær framkvæmdir sem tilkynna skal til Skipulagsstofnunar. Þar stendur: „Iðjuver til framleiðslu á rafmagni, gufu og heitu vatni, vatnsorkuver með uppsett rafafl 100 kW eða meira og varmavinnsla úr jarðhitasvæðum sem nemur 2.500 kW hráafli eða meira.“

Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum kemur fram að fyrirhuguð virkjun Tunguár verður með uppsett afl um 670kW.

Tungudalur hefur um langan aldur verið helsta útivistarperla Ísfirðinga. Hann er ekki ósnortinn vegna þess að reynt hefur verið að taka tillit til almannahagsmuna þegar ýmsar framkvæmdir hafa verið leyfðar þar

bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli