Frétt

bb.is | 14.07.2003 | 11:58Grænlenskar nætur: Fjölmenni heimsótti Flateyri

Grænlenskir trumbusláttarmenn leika listir sínar í íþróttahúsinu á Flateyri.
Grænlenskir trumbusláttarmenn leika listir sínar í íþróttahúsinu á Flateyri.
Hátíðargestir ylja sér við trumbuslátt.
Hátíðargestir ylja sér við trumbuslátt.
Jonatan Motzfeldt messar í Flateyrarkirkju.
Jonatan Motzfeldt messar í Flateyrarkirkju.
Brenna við varnargarðana á Flateyri.
Brenna við varnargarðana á Flateyri.
Grænlenskri kórinn Ingeratsiler syngur í Flateyrarkirkju.
Grænlenskri kórinn Ingeratsiler syngur í Flateyrarkirkju.
Alþingismennirnir Einar Oddur Kristjánsson og Össur Skarphéðinsson ræða málin á Vagninum.
Alþingismennirnir Einar Oddur Kristjánsson og Össur Skarphéðinsson ræða málin á Vagninum.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra fylgist með skemmtiatriðum.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra fylgist með skemmtiatriðum.
Fjölmargir lögðu leið sína til Flateyrar um liðna helgi á sumarhátíðina Grænlenskar nætur. Björn Ingi Bjarnson, formaður Önfirðingafélagsins í Reykjavík og einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir að á hátíðarsamkomu í íþróttahúsinu á föstudagskvöld hafi verið um eitt þúsund manns en líklega hafi á bilinu 1500 til 2000 manns verið í bænum á hverjum tíma. „Það var gríðarlega mikið rennirí í bænum enda mikið um að vera á svæðinu þessa helgi. Margir keyrðu á milli Flateyrar og Sæluhelgar á Suðureyri enda góð dagskrá á báðum stöðum. Menn eru farnir að hafa á því orð að sumrin á Vestfjörðum séu ein samfelld sumarhátíð“, segir Björn. Um 50 manns komu frá Grænlandi til að taka þátt í hátíðinni en auk þeirra lögðu margir Grænlendingar sem búsettir eru hér á landi leið sína á hátíðina.
Björn Ingi segir mikið af brottfluttum Önfirðingum hafa mætt til leiks og gist í heimahúsum eða á tjaldstæðum. Er það mál manna að vel hafi tekist til en þegar er farið að leggja drög að fleiri „grænlenskum nóttum“ á Flateyri. „Þetta heppnaðist vonum framar. Vindurinn var að svekkja okkur aðeins en menn eru fljótir að gleyma því. Það voru nokkrir sem höfðu á því orð að þetta yrði að halda áfram því þarna væru komin á gríðarlega skemmtileg samskipti og menn ætla setjast yfir þessi mál í framhaldinu. Þessi hátíð hefur gríðar mikið gildi, ekki bara fyrir Flateyringa eða Önfirðinga heldur Grænlendinga líka“, segir Björn.

Viðamikil dagskrá var í boði frá kvöldi fimmtudags og fram á sunnudag. Í upphafi hátíðarinnar var sett upp iníúítaþorp sem mikið líf var í kringum. „Þar voru þorpsbúar við leik og störf, bæði börn og fullorðnir. Kristján Einarsson skaut seli sem Grænlendingarnir verkuðu með sínum aðferðum. Síðan var kjötið grillað og hátíðargestum boðið að smakka. Það voru meira að segja framreiddir hamborgarar með selkjöti. Að auki var fangaður lifandi selur sem gisti í fiskikari á Flateyri. Hann gladdi fólk mikið og var að lokum kvaddur með viðhöfn. Við vonum að hann hafi yfirgefið svæðið með góðar minningar.“

Á föstudagskvöld var boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði í íþróttahúsinu á Flateyri en sérstakur gestur kvöldsins var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem þótti fara á kostum í ávarpi sínu. Guðni var ekki eini gesturinn úr röðum stjórnmálamanna því daginn eftir hélt Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar fyrirlestur um samskipti Íslands og Grænlands. „Hann troðfyllti Vagninn eins og poppstjarna væri mætt á svæðið“, segir Björn. Á sunnudag messaði Jónatan Motzfeldt, fyrrum landstjóri Grænlands, í Flateyrarkirkju og grænlenski kirkjukórinn Inngeratsiler söng.
Að messu lokinni var efnt til fjöltefli þar sem hátíðargestir öttu kappi við slóvakísku skákdrottninguna Regínu Pokorna. „Menn lögðu sig alla fram og hún lenti í vandræðum í nokkrum skákum. Á endanum náðu 5 skákmenn að knýja fram jafntefli“, segir Björn.

Mikil kajakmenning er á Grænlandi og tók dagskrá hátíðarinnar mið af því. Grænlendingar kenndu heimamönnum og gestum þeirra ýmis brögð. Efnt var til landskeppni á kajak þar sem fulltúrar frá sjö þjóðum tóku þátt en Halldór Sveinbjörnsson frá Ísafirði varð hlutskarpastur.

Gestirnir frá Grænlandi buðu upp á fjölmörg skemmtiatriði en með í för voru trommuflokkurinn Appap Papii, Ingeratsiler kórinn og Grænlensk rokksveit sem þótti fara á kostum. Flateyringar tefldu fram sínum manni og gladdi Siggi Björn hátíðargesti við mörg tækifæri með leik sínum og söng.

Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sleit hátíðinni síðdegis í gær en í gærkvöldi héldu heimamenn gestum sínum kveðjustund í Vagninum. Björn Ingi segir Grænlendinga á heimleið en margir þeirra gisti í nótt í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi og hvíli sig fyrir heimförina.

Að Grænlenskum nóttuð stóðu Kalak vinafélag Íslands og Grænlands og Önfirðingafélagið í Reykjavík. „Þetta er unnið í góðri samvinnu við heimaaðila með tilsstyrk margra fyrirtækja, einstaklinga og opinberra aðila hérlendis sem á norðurlöndunum. En Flateyringar halda ótrauðir af stað aftur um verslunarmannahelgi og halda þá skemmtunina Rokk og reyk. Menn fá ekki einu sinni að kólna eftir þessi hátíðarhöld“, sagði Björn Ingi.

kristinn@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli