Frétt

bb.is | 26.05.2003 | 12:02Mikil fagnaðarlæti á Söngvaseið í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi

Guðrún Jónsdóttir óperusöngkona, sem fer með hlutverk barnfóstrunnar Maríu Reiner, Messíana Tómasdóttir, hönnuður leikmyndar, og Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri. Að baki Guðrúnu má sjá eiginmann hennar, Torfa Einarsson.
Guðrún Jónsdóttir óperusöngkona, sem fer með hlutverk barnfóstrunnar Maríu Reiner, Messíana Tómasdóttir, hönnuður leikmyndar, og Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri. Að baki Guðrúnu má sjá eiginmann hennar, Torfa Einarsson.
Hjónin Halldóra Magnúsdóttir og Kristján Haraldsson ásamt dóttur sinni, Þórunni Örnu Kristjánsdóttur, sem fer með eitt hlutverkanna í Söngvaseið.
Hjónin Halldóra Magnúsdóttir og Kristján Haraldsson ásamt dóttur sinni, Þórunni Örnu Kristjánsdóttur, sem fer með eitt hlutverkanna í Söngvaseið.
Tveir „gamlir“ Ísfirðingar sem voru meðal sýningargesta: Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri og Baldur Trausti Hreinsson leikari.
Tveir „gamlir“ Ísfirðingar sem voru meðal sýningargesta: Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri og Baldur Trausti Hreinsson leikari.
Allt ætlaði um koll að keyra af fagnaðarlátum í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi að lokinni sýningu á Söngvaseið í uppfærslu Litla leikklúbbsins og Tónlistarskóla Ísafjarðar. Meðal gesta voru forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff. Að sýningu lokinni brugðu þau sér baksviðs og heilsuðu upp á leikendur og starfsfólk sýningarinnar. Mjög margir brottfluttir Ísfirðingar og aðrir Vestfirðingar voru meðal sýningargesta en forsetinn er Vestfirðingur að uppruna og fæddur á Ísafirði, eins og kunnugt er. Óhætt er að segja að bæði starfsfólk í Þjóðleikhúsinu og sýningargestir hafi tekið afar vel á móti leik- og sönghópnum að vestan.
Strax þegar fyrsta söngatriðinu var lokið var klappað svo að undir tók í húsinu. Í sýningarlok var ekki aðeins klappað heldur einnig flautað og hrópað. Síðan stóð allur salurinn upp og klappaði lengi og hópurinn var kallaður margsinnis fram.

Önnur og þriðja sýning á Söngvaseið í Þjóðleikhúsinu verða í kvöld og annað kvöld og seldist á skammri stundu upp á allar sýningarnar þrjár. Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri sagði í ávarpi í gærkvöldi, að sjálfsagt hefði verið hægt að sýna verkið þar í húsinu langt fram eftir sumri ef þátttakendur hefðu ekki verið bundnir við önnur verkefni.

Uppfærslan á Söngvaseið var útnefnd áhugaverðasta leiksýning áhugafólks hérlendis á starfsárinu. Það var niðurstaða dómnefndar frá Þjóðleikhúsinu sem tilkynnt var á ársþingi Bandalags íslenskra leikfélaga fyrir nokkru. Þeirri nafnbót fylgir að viðkomandi verk er flutt á fjölum Þjóðleikhússins. Jafnan hefur þar verið um eina sýningu að ræða en viðbrögðin að þessu sinni voru strax með þeim hætti að ákveðið var að bæta við tveimur sýningum. Ekki var unnt að hafa þær fleiri enda eru flestir sem koma að sýningunni í fullri vinnu fyrir vestan. Hátt á þriðja þúsund manns sáu verkið á Ísafirði.

Meðfylgjandi myndir voru teknar að lokinni sýningunni í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Fleiri verða settar inn á Ljósmyndavefinn hér á bb.is á næstu dögum.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli