Frétt

bb.is | 14.02.2003 | 12:06Eins og það sé búið að snúa náttúrulögmálunum við

Vernharður Guðnason og tíkin Tinna um borð í Patton.
Vernharður Guðnason og tíkin Tinna um borð í Patton.
Sævar Hjörvarsson við stjórnina á tuðrunni á leið út í Patton.
Sævar Hjörvarsson við stjórnina á tuðrunni á leið út í Patton.
Herborg Vernharðsdóttir komin út í Patton eftir góða daga í Fljótavík
Herborg Vernharðsdóttir komin út í Patton eftir góða daga í Fljótavík
Ekki er því líkt að hér sé miður febrúar norður við Ballarhaf.
Ekki er því líkt að hér sé miður febrúar norður við Ballarhaf.
Þrír vaskir menn fóru í gær frá Ísafirði á bátnum Patton norður í Fljótavík að sækja þangað tvær manneskjur og einn hund sem höfðu dvalist þar frá því um helgina. Þetta voru þau Herborg Vernharðsdóttir (Bogga Venna) úr Fljótavík, Vernharð Guðnason, systursonur hennar, og tíkin Tinna. Slæmt var í sjóinn og mikill barningur. Herborgu, sem varð sjötug í vetur, finnst ekki tiltökumál að skreppa „heim“ í Fljótavíkina og dveljast þar þótt um hávetur sé en þar er hún jafnan langdvölum á sumrum. „Það er einhver furðuleg firra hjá fólki að láta eins og maður sé að fara á Norðurpólinn. Hér áður fyrr var verið að spyrja mig hvort að ég ætlaði virkilega að fara með ung börn með mér norður, rétt eins og maður sé að fara út í opinn dauðann. En fólk bjó þarna og börnin ólust þar upp. Ég held að þau hafi ekkert skilað sér verr á legg þarna en annars staðar.“
„Ferðin norður og dvölin þar var yndisleg“, segir Bogga. „Það var haldin heilmikil veisla út af sjötugsafmælinu mínu í vetur og ég fékk fullt af gjöfum, sem ég var búin að banna. En Venni frændi minn gaf mér þessa ferð og þetta er nú eiginlega það besta sem hægt er að gefa kellingu eins og mér“, sagði Herborg.

Jörð var nær auð í Fljótavík og snjó leysti mikið þessa daga sem þau voru fyrir norðan. „Það eina sem skyggði á var að það var svo mikil vestanátt og hún ruglar talstöðina þannig að sambandið var ekki upp á sitt besta. Við frestuðum heimkomu um einn dag vegna veðurs. Það var skvettugangur á leiðinni til baka en það gekk vel enda vorum við með góðan stjóra. Þetta gekk hægt og lætin voru frekar mikil. Það var fínt í sjó við Fljótavíkina og ekkert að finna yfir Röstina. En lætin byrjuðu við Aðalvíkina og stóðu fyrir alla Jökulfirðina og yfir Djúpið. Hann gat ekkert byrjað að keyra fyrr en út af Bolungarvík og við vorum þrjá tíma á leiðinni.“

Meðal þess sem fyrir augu bar í þessari Fljótavíkurdvöl var refur. „Það er eins og það sé búið að snúa öllum náttúrulögmálunum við. Rebbi var ennþá brúnn en ætti að vera hvítur. Hitinn fyrir norðan í gær var sex til sjö stig þannig að þú sérð það er ekki mikið kaldara í Fljótavíkinni en á Ísafirði. Það var örsjaldan frost meðan við vorum þar. Það var mikið logn og grænt grasið farið að sjást á sumum stöðum“, segir Bogga Venna.

Þeir sem fóru á Patton norður í Fljótavík í gær voru þeir Einar Már Gunnarsson, skipstjóri, Sævar Hjörvarsson og Þorsteinn J. Tómasson, sem tók meðfylgjandi myndir. Þeir lögðu af stað frá Ísafirði upp úr klukkan tvö í gær en klukkan var langt gengin í níu þegar aftur var komið í heimahöfn. Trúlega eru ekki allir sem voru um borð búnir að jafna sig á barningnum og lamstrinum í bátnum á leiðinni til baka.

Sjá einnig:

bb.is 19.07.2001
Herborg Vernharðsdóttir fylgist með umferð í Fljótavík

bb.is 20.12.2002
Bogga Venna fékk skinn af meintum Fljótavíkurref í kveðjugjöf

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli