Frétt

bb.is | 27.09.2002 | 18:47Uppskeruhátíð í nýja verslunar- og skrifstofuhúsinu Neista á Ísafirði

Verktakarnir Flosi Kristjánsson og Ágúst Gíslason undir vegg á Neista.
Verktakarnir Flosi Kristjánsson og Ágúst Gíslason undir vegg á Neista.
Grétar Helgason, fulltrúi húsfélags Neista (t.v.) tekur við gjöfum frá Ágústi og Flosa úr hendi Ágústs Gíslasonar, þar á meðal málverki Agnesar Aspelund af gömlu húsunum sem stóðu þar sem Neisti er nú.
Grétar Helgason, fulltrúi húsfélags Neista (t.v.) tekur við gjöfum frá Ágústi og Flosa úr hendi Ágústs Gíslasonar, þar á meðal málverki Agnesar Aspelund af gömlu húsunum sem stóðu þar sem Neisti er nú.
Guðjón M. Þorsteinsson, einn þeirra sem eru með verslunarrekstur í Neista, fær sér bita af hlaðborði á uppskeruhátíðinni.
Guðjón M. Þorsteinsson, einn þeirra sem eru með verslunarrekstur í Neista, fær sér bita af hlaðborði á uppskeruhátíðinni.
„Uppskeruhátíð“ var haldin síðdegis í dag í stórhýsinu Neista að Hafnarstræti 9-13 á Ísafirði, sem nú er að mestu leyti fullgert. Þar með er húsið formlega tekið í notkun enda þótt ýmsar verslanir og önnur starfsemi hafi verið þar í fullum gangi um nokkurt skeið. Umsvifamesti reksturinn í húsinu er verslun Samkaupa sem tekur verulegan hluta af jarðhæðinni. Til hátíðarinnar var boðið fjölmörgum gestum, bæði þeim sem komið hafa að verkinu með einum eða öðrum hætti og þeim sem hafa keypt eða tekið á leigu aðstöðu í húsinu. Verktakafyrirtækið Ágúst og Flosi ehf. á Ísafirði byggði húsið og flutti Ágúst Gíslason byggingameistari ávarp þar sem hann rakti sögu framkvæmdarinnar í stórum dráttum. Hann afhenti síðan fulltrúa húsfélagsins táknrænan lykil að húsinu og málverk eftir Agnesi Aspelund, myndlistarkonu á Ísafirði, af gömlu húsunum sem til skamms tíma stóðu þar sem Neisti er nú risinn af grunni. Ávarpið sem Ágúst Gíslason flutti í mannfagnaðinum fer hér á eftir.
Ég býð ykkur velkomin til þessarar uppskeruhátíðar, sem haldin er á fögrum degi að hausti, eins og vera ber. Ég tel við hæfi að byrja mál mitt á nokkrum þakkarorðum.

Fyrst vil ég þakka starfsmönnum okkar Ágústar og Flosa og öllum undirverktökum. Sérstaklega verð ég þó að þakka Kristjáni Helgasyni fyrir styrka verkstjórn við þessa framkvæmd.

Ég þakka Brynjólfi bankastjóra Landsbankans hér á Ísafirði, sem hvatti mig frá því að ég fyrst tjáði honum áhuga minn á þessu verkefni. Ég þakka kaupendum húsnæðis, sem gerðu þetta verk mögulegt, og þá sérstaklega Samkaupum, sem gegndu lykilhlutverki í því að hægt var að ráðast í framkvæmdina.

Ég þakka bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar röggsemi sína, bæði við uppkaup gömlu húsanna sem hér stóðu og annað sem með þurfti af hennar hálfu.

Ég þakka hönnuðunum sem gerðu okkur kleift að reisa hér hús sem er í senn ódýrt og haganlegt fyrir eigendur og viðskiptavini. Hönnuðirnir eru Teiknistofan ehf., Ármúla 6, sem teiknaði húsið, og Nýverk, sem hannaði lagnir og burðarvirki.

Loks þakka ég öllum öðrum sem að þessu verki hafa komið á einhvern hátt.

Nú vil ég víkja að sögu þessarar framkvæmdar, sem er eiginlega sagan af litlu gulu hænunni ef grannt er skoðað. Nánar að því síðar.

Oft hef ég sagt við bæjaryfirvöld, að nauðsynlegt sé að hafa til lóðir svo að unga fólkið geti átt sér drauma – jafnvel þó að það byggi aldrei neitt! Við Flosi áttum okkur draum um þessa lóð. Við áttum framtíðarsýn, sem rættist nokkrum árum eftir að hún birtist ykkur fyrst sem teikning, reyndar í allt annarri mynd en þeirri sem blasir við okkur nú. En það sem mestu skiptir, framtíðarsýn okkar rættist. Hvort ytra útlit er með þessum hætti eða öðrum er ekki aðalatriðið í mínum huga, enda er smekkur fólks misjafn.

Ég hafði oft hnippt í Guðjón kaupfélagsstjóra hjá Samkaupum og hvatt hann til að taka þátt í byggingu verslunarhúss á þessari lóð. Síðar kynnti ég Brynjólfi bankastjóra þessa hugmynd og þá tóku hjólin að snúast. Hann reyndist eiga fallið skuldabréf frá kaupfélaginu sáluga hér á Ísafirði, skuldabréf sem stöðugt fitnaði í skúffu hans í bankanum. Kaupfélagið hafði átt byggingarétt á þessari lóð og hafði greitt gatnagerðargjöld af 9.500 rúmmetra húsi. Þessi réttindi hafði Landsbankinn eignast við gjaldþrot kaupfélagsins.

Ég bað því Brynjólf um fund eitt sinn er Guðjón var hér á ferð. Uppleggið var eignarhaldsfélag sem þeir ætluðu að standa að, það er að segja Samkaup og Landsbanki Íslands. Ég bauðst til að draga vagninn og gefa mína vinnu og Leifs Ben verkfræðings, sem hefur leitt okkur eins og börnin sín í gegnum þetta frá byrjun. Þeir Guðjón og Brynjólfur ætluðu að greiða frumhönnunarvinnu ef ekkert yrði af framkvæmdum. Guðjón gaf upp hámarksverð á hvern fermetra sem matvöruverslun gæti greitt á þessum stað. Þetta var uppleggið sem ég lagði af stað með til að finna verðmiða á framkvæmdina.

Stuttu síðar kom hin kærkomna kvörtun og ákall til dómsmálaráðherra frá Lögmannafélagi Vestfjarða um úrbætur vegna óviðunandi aðstæðna Héraðsdóms Vestfjarða. Við settum allt á fullt ásamt Leifi Ben og Teiknistofunni Ármúla til frumhönnunar og útboðs á stálgrind. Þannig varð verðmiðinn til. Þannig varð til sú snöggsoðna tölvumynd sem fyrst birtist í Bæjarins besta – mig minnir að Siggi Mar hafi kvartað yfir að Esjan speglaðist í rúðunum á myndinni! Allt gerðist þetta mjög hratt – svo er Lögmannafélagi Vestfjarða að þakka! Ég fékk fjármálaráðuneytið til að fresta opnun tilboða í húsnæði fyrir Héraðsdóm í tvo daga svo að við næðum inn. Það er svo allt annar handleggur, að það tók tíu mánuði að ljúka samningum um leiguna!

Þegar hér var komið sögu var kominn verðmiði á húsið, miklu fyrr en Samkaup og Landsbankamenn áttu von á. Ég bað um annan fund og sagðist kominn heim í hlað með vagninn nokkuð heillegan og kostnaðinn undir því þaki sem Samkaup höfðu tiltekið. Nú litu vinir mínir Brynjólfur og Guðjón hvor á annan og síðan upphófst fræðslustund fyrir mig. Fyrri hlu

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli