Frétt

bb.is | 12.01.2002 | 15:52Frumsamin tónlist og tónlistarmenn frá Ísafirði í kvikmyndinni Gemsum

Ísfirska hljómsveitin BMX.
Ísfirska hljómsveitin BMX.
Gemsar, kynningarplakat.
Gemsar, kynningarplakat.
Nú líður að frumsýningu á Gemsum, kvikmynd Mikaels Torfasonar rithöfundar, og um mánaðamótin verður hún tekin til almennra sýninga. Tónistin í kvikmyndinni verður áður komin út á geislaplötu en meðal flytjenda eru Stefán Hilmarsson, Dr. Gunni, Dr. Love, XXX Rottweilerhundar, Maus, Jet Black Joe, Ensími, BMX og fleiri. Athygli vekur í þessum hópi ísfirska hljómsveitin BMX með frumsamið lag og texta eftir einn af liðsmönnum sínum, Birgi Örn Sigurjónsson.
„Frábær tónlist úr bráðskemmtilegri bíómynd“ segir á vefnum helgin.is um væntanlega geislaplötu. Á Vísi.is er kominn sérstakur Gemsavefur þar sem finna má allt um kvikmyndina og tónlistina. Þar segir m.a.: „Það er einfaldlega frábær tónlist í kvikmyndinni Gemsar. Og diskurinn er á leið í búðir en þangað til geturðu lesið þig til um alla þá tónlist sem spiluð er í myndinni og heyrt tóndæmi. En hér verður hægt að spila fleiri lög því nær sem að frumsýningu dregur. Svo það er um að gera að fylgjast með!“

Þar segir líka: „ALLT sem ÞÚ vissir EKKI um UNGLINGA og VILDIR ekki VITA! Eða hvað? Gemsar segir þér allavega sannleikann og er ekkert að skafa utan af hlutunum. Þetta er ein nótt, einn dagur og önnur nótt í lífi nokkurra krakka í Breiðholti. Það er auðvitað partý, miðbæjarfyllirí og árekstrar við skilningslausa foreldra og ökukennara sem algjör fokkings pervert. Viltu vita meira? Jú, myndin spyr áleitinna spurninga um lífið og tilveruna. Hvað er til dæmis hægt að gera í þessu helvítis lífi þegar enginn skilur þig? Segjum ef bróðir þinn er í fangelsi af því að hann þurfti endilega að neyða Guðmundu, bestu vinkonu þína, til að gera fáránlega hluti í rúminu þegar hann var að hjakkast á henni fyrir framan Gulla og Emblu í einhverju partýinu? Og ef það er ekki nóg þá ertu ennþá hrein mey og kannski skotin í einhverjum gæja sem er ábyggilega hommi þótt hann vilji ekki viðurkenna það. Doddi er líka alveg þreytandi týpa. Á hina fullkomnu fjölskyldu. Pabba sem suðar í honum að fá kaupa brennivín fyrir hann og mömmu sem reynir að vera skilningsrík. En mamma þín er svo skilningssljó að það liggur við að þú verðir að lesa textann fyrir hana upphátt þegar hún horfir á Chicago Hope.“

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli