Frétt

bb.is | 12.12.2001 | 11:14Mikill heiður fyrir vestfirska ferðaþjónustu

Dorothee Lubecki með verðlaunagripinn.
Dorothee Lubecki með verðlaunagripinn.
Táknmynd þess að sérfræðingar telja Vestfirði besta áfangastað á Norðurlöndum fyrir ferðamenn.
Táknmynd þess að sérfræðingar telja Vestfirði besta áfangastað á Norðurlöndum fyrir ferðamenn.
Táknmynd þess að sérfræðingar telja Vestfirði besta áfangastað á Norðurlöndum fyrir ferðamenn.
Táknmynd þess að sérfræðingar telja Vestfirði besta áfangastað á Norðurlöndum fyrir ferðamenn.
Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, var á dögunum í Berlín þar sem hún tók á móti „Scandinavian Travel Award 2001“ eða Ferðaþjónustuverðlaunum Norðurlanda 2001. Verðlaunin voru afhent á tveggja daga Skandinavíuhátíð sem kynningarfyrirtækið Nordis í Þýskalandi stóð fyrir. Nordis er mjög þekkt kynningar- og útgáfufyrirtæki sem sérhæfir sig í útgáfu á tímaritum þar sem eingöngu er fjallað um Norðurlönd, jafnframt því að gefa árlega út ferðahandbók (Das Skandinavien Reisehandbuch) um sama efni.
Að sögn Dorothee virðist sem umræddum aðilum þarna ytra hafi fundist lítið nýtt vera að gerast í ferðaþjónustunni og jafnvel að hálfgerð stöðnun ætti sér stað. Þess vegna var ákveðið í sumar að auglýsa eftir tillögum um áhugaverð verkefni á Norðurlöndum og veita þeim bestu þeirra viðurkenningu. Var lagt upp með fimm flokka þar sem verðlaun voru veitt fyrir besta áfangastaðinn, besta ferðamátann, bestu ferðaskrifstofuna, besta minjagripinn, bestu ferðaskrifstofuna og besta ferðamálaráðið. Það er skemmst frá því að segja að samkvæmt úrskurði dómnefndar hlutu Vestfirðir viðurkenningu sem besti áfangastaðurinn á Norðurlöndum.

Dorothee segir að upphafið að þessu öllu saman megi rekja til þess að hún fékk sent eyðublað frá Nordis þar sem hægt var að koma á framfæri tillögum. Hún segist gera ráð fyrir að þetta hafi verið sent til sín þar sem hún hafi undanfarin ár verið með auglýsingu í ferðahandbókinni og líklega hafa flestir þeir sem auglýsa þar fengið svona eyðublöð.

„Þegar ég skoðaði málið til að sjá hvort þetta væri eitthvað fyrir okkur, þá var ég í raun ekki viss um að ég ætti að senda neitt inn. Ég hafði því samband út til Þýskalands og ráðfærði mig við þessa aðila hjá Nordis en þeir hvöttu mig eindregið til að vera með. Fyrst sendi ég inn upplýsingar um heildarhugmyndina í ferðaþjónustu á Vestfjörðum þar sem reynt er að vinna í takt við náttúru, menningu og mannafla í fjórðungnum“.

Dorothee segist síðan hafa nefnt sérstaklega þrjú verkefni sem dæmi um það sem hér væri að gerast. Í fyrsta lagi Sagnarekann þar sem verið er að miðla staðbundinni þekkingu til ferðamanna sem hætt er við að hverfi í fjórðungnum, en sagnareki er bæði í senn sögustaðamerking og umhverfislistaverk. Þá nefndi hún einnig Galdrasýninguna á Ströndum og segir að þótt hún eigi ekki heiður af henni, þá sé hún hluti af þeim verkefnum sem unnin eru á svæðinu og getur þess að heimasíða Galdrasýningarinnar hafi fengið mikið hrós dómnefndar. Síðast en ekki síst nefndi hún Svaðilfarir-Hestaferðir en það verkefni vakti heilmikla athygli og var sá þáttur sem dómnefndin tiltók sérstaklega í áliti sínu. Segir Dorothee að viðurkenning sem þessi skipti óneitanlega miklu máli fyrir ferðaþjónustuna á Vestfjörðum.

Hún segir miklu skipta að dómnefndin var skipuð sérfræðingum í markaðs- og kynningarmálum á Norðurlöndum og álit þeirra sé gríðarlega mikilvægt. Hún sjálf segist alltaf vera dálítið gagnrýnin á það sem hér er verið að gera og finnist oft að gera mætti hlutina miklu betur. Þarna sýndi það sig hins vegar að Vestfirðingar eru á réttri leið í markaðssetningu svæðisins fyrir ferðamenn. Dómnefndin var mjög hrifin af því kynningarefni sem lagt var fram, hvort sem um var að ræða bæklinga eða upplýsingar á Netinu, og það þrátt fyrir að það væri að mestu á íslensku. „Og það sem mér fannst líka svo skemmtilegt við þetta allt saman var að ég þurfti ekki að galdra fram neitt efni eða búa það til í snarhasti af þessu tilefni. Allt var þetta fyrir hendi og tilbúið til notkunar“, segir Dorothee.

Skandinavíuhátíðin í Berlín, sem fram fór dagana 24.-25. nóvember, er í raun heilmikil kaupstefna og þar gefst fólki kostur á að kynna það helsta sem það er að gera í tengslum við ferðamennsku. Segir Dorothee að kaupstefnan hafi verið gríðarlega vel sótt og telur að allt að sex þúsund manns hafi komið þessa tvo daga sem hátíðin stóð. Þarna voru fjölmargir sölu- og kynningarbásar þar sem allt mögulegt var kynnt í tengslum við Norðurlönd. Dorothee segist sjálf hafa verið með bás þar sem hún dreifði vestfirskum bæklingum og auglýsingum. Hún segir þessa kynningu hafa vakið heilmikla athygli og fékk hún fjölmargar heimsóknir í básinn til sín og dreifði líklega yfir þúsund bæklingum þessa tvo daga. Þá var hún einnig með tvær litskyggnusýningar sem hún segir að hafi komið mjög vel út.

„Ég fékk mikið af fyrirspurnum og nú þegar eru blaðamenn búnir að hafa samband sem vilja koma og skrifa um svæðið. Þá er ég einnig að vinna að því að skipuleggja heimsókn ungs manns sem vinnur h

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli