Frétt

| 21.04.2001 | 08:25Að hafa val

Greipur Gíslason.
Greipur Gíslason.
Í landi eins og Íslandi þar sem engan þarf að skorta neitt, allir hafa til hnífs og skeiðar, hafa í sig og á, mætti við fyrstu sýn ætla að landið væri laust við allsslags vár. Í flestum tilvikum er það rétt, hér er til dæmis ekki stríð, það eru ekki alvarlegir faraldrar sjúkdóma, hér er engin hungursneyð og svona mætti lengi telja. Við vitum þó að í landinu okkar er að finna aðrar hættur, misalvarlegar að sjálfsögðu en hættur engu að síður. Ein þeirra, sú sem margir eru hvað hræddastir við, er eiturlyfin, ólöglegu fíkniefnin lífshættulegu.
Þannig hefst grein eftir Greip Gíslason, menntaskólanema á Ísafirði, í Morgunblaðinu í dag. Greipur heldur áfram:

Öllum finnst sjálfsagt í landinu góða að geta valið á milli ódýrra bíla og þeirra sem kosta mikið, milli gulrar mjólkur og þeirrar bláu, milli þess að búa úti á landi og í Reykjavík. Þar sem þetta val er fyrir hendi ætti fólk ennfremur að geta valið á milli þess að neyta fíkniefna og neyta þeirra ekki, eða hvað? Flest erum við sammála um að best væri að hafa ekki um þessi fíkniefni að velja en raunin er önnur, a.m.k. á meðan fangar í fangelsum þjóðarinnar skipuleggja stór misferli með ólöglegan varning. Því þarf að sporna gegn og til þess eru margar lausnir. Mest áberandi nú um stundir eru „plakataherferðir“ eins og ég kýs að kalla þær, það eru heimsóknir í skóla þar sem nemendum er sagt frá, af fullhraustum, að sjá, fyrrverandi fíklum, hvernig það var að vera í ræsinu. Einhverjir halda fundi og ráðstefnur þar sem ræddar eru kannanir sem enn aðrir gerðu í sömu skólum og ég nefndi áðan. Það nýjasta er að olíufélag ver hluta af gróða sínum af dýra bensíninu sem einhverjir geta valið, í að fá trúbador, á aldur við tólf mílna landhelgina, til að herja á landann. Margt gott er hægt að segja um þessar aðferðir, og það er líka hægt að segja margt miður um þær. Þannig er það nú með flestar aðferðir, á þeim eru bæði góðar og vondar hliðar, bara mismargar.

Í baráttunni við fíkniefnadjöfulinn hefur sumsé fæti verið drepið niður víða. Á Ísafirði hefur þessi sami baráttufótur stigið niður á góða lausn að mínu mati. Á sumardaginn fyrsta í fyrra hófst starfsemi Gamla apóteksins á Ísafirði. Kaffi- og menningarhús fyrir fólk á framhaldsskólaaldrinum, að sjálfsögðu vímulaust, laust við áfengið, við reyk og við allar ofskynjanir, nema ef vera skyldi af gleði. Gamla apótekið er sá staður hér á norðanverðum Vestfjörðum sem veitir unga fólkinu þetta val sem ég kom að áðan. Það er nefnilega sannfæring mín að besta forvörnin sé að möguleikarnir séu fyrir hendi. Unglingar á mínum aldri þurfa að hanga mikið, það þarf að spjalla, segja sögur og horfa á sjónvarpið. Til þess að það sé hægt með heilbrigðum hætti er Gamla apótekið frábær nýjung í flóruna hér fyrir vestan. Lausnin er heilbrigð afþreying, ekki endilega nógu flott og dýr litprentuð plaköt eða bæklingar heldur samkeppnishæf afþreying við fíkniefnin, við óæskilega félagsskapinn og við myrkrið úti á torgum bæjanna.

– – –

Þegar öllu var hrint af stað fyrir ári var það Aldís okkar Sigurðardóttir sem tók stjórnina í sínar hendur. Nú ári síðar er hún flogin suður aftur og Sigríður Schram tekin við. Takk, Aldís, og gangi þér vel, Sirrý. Til hamingju, Gamla apótek, með afmælið. Til hamingju, Sigga og Sossa, Hlynur og Ólafur, með framtakið, til hamingju, við öll, með fyrsta árið.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli