Frétt

Leiðari 10. tbl. 2000 | 08.03.2000 | 11:35Kóngar og kotungar

Sennilega eru Íslendingar mestir dellukarlar allra þjóða. Gildir einu hvort um fótanuddtæki eða farsíma er að ræða. Engin þjóð kemst með tærnar þar sem við erum með hælana í tækjaeign miðað við hina frægu höfðatölu. Farsímaeign þjóðarinnar slær öll fyrri met. Nú er enginn maður með mönnum nema eiga farsíma á hverju borði innan veggja heimilisins. Þetta sparar tíma segja menn. Með hverju ári eykst ofurtrú manna á verðmæti tímans samhliða óttanum við daglegt mínútutap í hinu endalausa arðsemiskapphlaupi.
Á undanförnum misserum hefur síbylja arðsemispredikunarinnar hljómað í eyrum landsmanna. Orðið samruni öðlaðist æðri merkingu og hagræðingin nýjan hljóm. Vikulegar fréttir um nýja risa í hinni og þessari atvinnugrein birtust með stríðsfréttaletri í blöðum og sjónvarpsstöðvarnar létu sitt ekki eftir liggja. Umfjöllunin um sjávarútvegsrisana sem spruttu upp eins og gorkúlur fór ekki framhjá neinum. Víða var almenningur í sjávarplássunum tortrygginn og hikandi. Bláeygðir þingmenn fögnuðu. Lokaþáttur sjónarspilsins hefur víðast hvar verið á sömu lund. Tjaldið féll og áhorfendur sitja enn hljóðir eftir á hægindalitlum bekkjum með rýrt nesti.

Matvörukaupmaðurinn á horninu heyrir sögunni til. Í höfuðborginni hafa menn orðið áhyggjur af fákeppni og matvöruverð hækkar hægt og bítandi þvert ofan í allar forsendur, að því er skilja má af stjórnvöldum. Bensínhækkanir olíufélaganna eru orðnar eins og þetta mánaðarlega hjá hluta þjóðarinnar.

Íslandsflug er búið að gefast upp. Síðustu dagar þess í innanlands flugi renna senn úr stundaglasinu. Líklega á félagið ekki margra kosta völ. Ísfirðingar tóku því fremur fálega á sínum tíma. Allt um það er einokun á hvaða sviði sem er áhyggjuefni. Hækkarnir á flugfargjöldum til Ísafjarðar eftir að Íslandsflug hvarf af sjónarsviðnu segja sína sögu.

Fjárfestingarbanki atvinnulífsins tekur ekki veð í fasteignum úti á landi. Svo var a.m.k. að heyra á norðlenskum athafnamanni sem gekk bónleiður til búðar eftir lánsbeiðni hjá bankanum sem tengir nafn sitt við atvinnulífið í landinu. Frá einu sjónarhorni er þessi afstaða afar skiljanleg. Lánastarfsemi af þessu tagi gæti hugsanlega dregið úr bónusgreiðslunum eftirsóttu!

Það er deginum ljósara hvert stefnir. Og það er sama hvert litið er: Í sjávarútvegi, landbúnaði, verslun. Haldi fram sem horfir er þess skammt að bíða að á Íslandi fari menn að tala um kónga og kotungalið.
s.h.


bb.is | 26.09.16 | 13:23 Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með frétt Það er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli