Frétt

mbl.is | 29.01.2004 | 15:25Framlög til LSH hafa hækkað um 61% frá 1998

Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, sagði í skýrslu sem hann flutti Alþingi um heilbrigðismál í dag, að því færi fjarri að aðstæður hjá Landspítala-háskólasjúkrahúsi væru verri nú en áður. Sjúkrahúsið væri 9 sinnum stærri en næst stærsta heilbrigðisstofnun landsins og tæki til sín ríflega fimmtung þess fjár sem í ár væri varið til heilbrigðis- og tryggingamála og þriðjung þess fjár, sem varið sé til heilbrigðismála.
Á tímabilinu 1998 til 2003 hefðu framlög til sjúkrahússins hækkað um tæpa 9 milljarða króna, eða um 61%, á sama tíma og vísitalan neysluverðs hækkaði um 24% og launavísitala opinberra starfsmanna um 50%. Háum fjárhæðum hefði verið varið til að styrkja rekstrargrunn sjúkrahússins og sömuleiðis hefði háum fjárhæðum verið varið til að mæta uppsöfnuðum rekstrarvanda. Styrking rekstrargrunns sjúkrahússins næmi samtals um 3 milljörðum króna frá árinu 2000, þar á meðal 1,6 milljarði í ár og síðasta ár. Aukafjárveitingar til sjúkrahússins næmu samtals um 5 milljörðum króna frá árinu 2000, þar af um 2400 milljónir síðustu tvö árin.

Þrátt fyrir þetta væri staðreyndin sú að fjárveiting yfirstandandi árs nægði ekki til að mæta óbreyttu umfangi eins og það var árið 2003. Við blasi að stjórnendur LSH þurfi að ná niður rekstrargjöldum um 1100-1400 milljónum króna og væri gengið út frá að þessum markmiðum væri náð á næstu tveimur árum.

Jón sagði að eftirspurn eftir þjónustu LSH hefði aukist en hún réðist m.a. af framboði á nýrri tækni. Bráðameðferðum hefði fjölgað og kapp hefði verið lagt á að stytta biðlista. Til að mæta auknum afköstum hefði starfsfólki verið fjölgað umfram samþykktir í fjárlögum. Launaútgjöld hefðu hækkað umfram verðlagsbætur fjárlaga og mestu munaði um breytta samsetningu vinnuafls og launaskrið en einnig hefði vinnumagn aukist og launatengd gjöld hækkað.

Þá hefðu útgjöld vegna lyfja og lækninga-, hjúkrunar- og rannsóknarvara hækkað langt umfram þær fjárveitingar sem hækkuðu í takt við almennt verðlag.

Jón sagði að umræða um fjárhagsvanda LSH og fyrirrennara þess hefði verið nánast árviss og margoft hefði verið gripið til þess að fela hinum ýmsu nefndum og vinnuhópum að yfirfara reksturinn. Niðurstöðurnar hefðu jafnan orðið til þess að rekstrargrunnur sjúkrahússins hefði verið styrktur og háum fjárhæðum varið til að mæta uppsöfnuðum rekstrarhalla. Sjaldnast hefðu hins vegar liðið margir mánuðir þar til ástæða hefði þótt að skoða erfiða fjárhagsstöðu sjúkrahússins að nýju.

„Með vísan til þessa er ekki óeðlilegt að stjórnvöldum þyki nú rétt að staldra við og skoða hvort ekki megi ná jafnvægi í fjármálum sjúkrahússins með því að hagræða í rekstrinum. Það er engin nýlunda, að bæði stofnanir ríkisins og fyrirtæki úti á hinum frjálsa markaði leiti leiða til að hagræða í starfsemi sinni. Það er eðli góðs rekstrar að stjórnendur leitist á hverjum til við að fá sem mest afköst og sem mest gæði fyrir það fé sem til er kostað. Nokkrar af fyrirhuguðum hagræðingaraðgerðum á Landspítalanum hafa sætt gagnrýni. Ég hef í viðræðum mínum við stjórnendur spítalans lagt á það áherslu að öryggi sjúklinga sé vel tryggt, og að allar ákvarðanir hafi það meginmarkmið að ná fram hámarkssparnaði með sem minnstum óþægindum fyrir sjúklinga og starfsmenn. Ég vænti þess að framkvæmdastjórn spítalans og stjórnarnefnd hafi þessi sjónarmið í huga þegar þeir gegna sínu erfiða hlutverki sem ekki er öfundsvert, að hagræða í rekstri spítalans," sagði Jón.

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli