Frétt

bb.is | 26.01.2004 | 14:50Yfirstjórn Vegagerðarinnar á Vestfjörðum færð í Borgarnes

Vegagerð í Ísafjarðardjúpi.
Vegagerð í Ísafjarðardjúpi.
Með nýju skipuriti Vegagerðar ríkisins hefur yfirstjórn fyrirtækisins í Vestfjarðarkjördæmi verið færð undir Borgarnes. Hið nýja skipurit hefur verið staðfest af Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra og fyrsta þingmanni Norðvesturkjördæmis. Starfsmenn á Vestfjörðum hafa áhyggjur af því að störf muni sogast til Borgarness með tímanum. Kristinn H. Gunnarsson varaformaður samgöngunefndar Alþingis segir tillögurnar stinga í augu og verið sé að gengisfella Ísafjörð. Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir skipuritið ekki í samræmi við gildandi byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar.
Miklar breytingar hafa verið ákveðnar á skipuriti Vegagerðar ríkisins. Undanfarið ár hefur undirbúningur staðið að breytingunum og var ráðgjafi við verkið IBM-viðskiptaráðgjöf. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, hefur samþykkt skipuritið og tekur það formlega gildi 1.mars. Í stuttu máli má segja að breytingin á landsbyggðinni felist í því að í stað 7 umdæma sem tóku mið af gömlu kjördæmunum verða þau fjögur í framtíðinni. Suðvestursvæði nær yfir höfuðborgarsvæðið og Suðurnes og verður miðstöð þess svæðis í Reykjavík. Norðvestursvæði nær yfir Norðvesturkjördæmi og verður miðstöð þess svæðis í Borgarnesi. Norðaustursvæði nær yfir Norðausturkjördæmi og verður miðstöð þess á Akureyri og að síðustu Suðursvæði sem nær yfir Suðurkjördæmi og verður miðstöð þess á Selfossi.

Í fréttatilkynningu frá Vegagerðinni segir að „þær breytingar sem nú eru gerðar miða að því að aðlaga starfsemina að breyttu umhverfi, einingar eru stækkaðar og lögð áhersla á samræmingu með stöðluðu vinnulagi innan stofnunarinnar. Þá er horft til aukinnar skilvirkni og þar með bættrar nýtingar fjármuna til vegagerðar. Verkefni miðstöðvar sem snúa að stjórnsýslu, gerð staðla og verklýsinga er afmarkað skýrar en áður. Nokkrir þættir þeirrar starfsemi eru fluttir í stöðvar úti á landi. Starfsemi eininga utan miðstöðvar er breytt og betur dregið fram það meginhlutverk að byggja, halda við og reka vegakerfið.

Engar uppsagnir verða við þessar breytingar en verkefni eru færð til og ný verkefni flutt út á land. Mannahald á öllum starfsstöðvum er að mestu óbreytt en nýir stjórnunarhættir opna möguleika á frekari flutningi verkefna úr miðstöð í Reykjavík út á landsbyggðina.“

Í fréttatilkynningunni segir svo um Norðvestursvæði: „Svæðismiðstöð fyrir Norðvestursvæði er í Borgarnesi. Þar verður yfirumsjón með áætlunum og hönnunarkaupum á svæðinu og einnig viðhaldi og þjónustu. Umdæmisstjóri á Ísafirði hefur yfirumsjón með nýframkvæmdum á svæðinu. Umdæmisstjóri á Sauðárkróki mun stjórna árangurs- og eftirlitsverkefnum á landsvísu. Í því felst samræming útboða og eftirlit með nýbyggingar-, viðhalds-, og þjónustuverkefnum. Einnig umsjón með skilamati, árangursmælingar og gerð áætlana um umferðaröryggisaðgerðir. Þjónustustöðvar eru eftirtaldar eins og verið hefur: Borgarnes, Ólafsvík, Búðardalur, Patreksfjörður, Ísafjörður, Hólmavík, Hvammstangi og Sauðárkrókur. Tilsjón og verkstjórn verður í höndum næsta umdæmisstjóra eins og verið hefur.“

Það vekur óneitanlega athygli að í þessum tillögum Vegagerðarinnar er ekki tekið tillit til yfirlýstrar stefnu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum og uppbyggingu byggðakjarna á Ísafirði. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segir í samtali við bb.is að með þessum breytingum sé verið að reyna að laga starfsemi Vegagerðarinnar að breyttum tímum. Niðurstaðan hafi verið sú að Borgarnes lægi best við í samgöngum á Norðvestursvæði og því hafi sá staður orðið fyrir valinu. Hann fullyrðir að þessar breytingar eigi ekki að minnka starfsemina á Ísafirði en segir jafnframt að ekki sé hægt að fullyrða neitt hvað framtíðin beri í skauti sér.

Vegamálastjóri kynnti breytingarnar á fundi með starfsmönnum Vegagerðarinnar á Ísafirði í síðustu viku. Samkvæmt heimildum bb.is er mjög þungt í starfsmönnum á Ísafirði vegna breytinganna. Þeir segja að verið sé að setja svæðið undir Borgarnes og þrátt fyrir að ekki sé um uppsagnir að ræða nú þá muni þungi starfseminnar færast með tímanum í Borgarnes. Þrátt fyrir orð um að verið sé að færa verkefni til Ísafjarðar sé einungis verið að færa til verkefni inna nýja svæðisins sem muni hverfa þegar núverandi starfsmenn láti af störfum. Svo verði einnig á Suðursvæði þar sem Selfoss verður miðpunkturinn. Mikil undrun er meðal starfsmanna á því að tvær stjórnstöðvar landsbyggðarinnar skuli vera í svo mikilli nálægð við Reykjavík eins og raun ber vitni með Borgarnes og Selfoss.

Sigurður T. Björgvinsson ráðgjafi hjá IBM-viðskiptaráðgjöf segir að við undirbúning breytinganna hafi verið rætt við starfsmenn Vegagerðarinnar v

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli