Frétt

Sælkeri vikunnar - Hafþór Gunnarsson í Bolungarvík | 16.01.2004 | 17:37Gaman að veiða, himneskt að snæða

Þar sem ég hef voða gaman af að veiða villibráð, og skýt nokkra svartfugla og gæsir á hausti, þá spillir ekki að gaman er að elda hana líka – að ekki sé talað um að bjóða vinum til veislu. Því býð ég upp á spariuppskriftina mína, fyllta gæs. Í forrétt hef ég svartfugl, t.d. lunda, sem ég elda með sömu aðferð og ég beiti vanalega en það er alls ekki slæmt að hafa þá sem aðalrétt.
Forréttur fyrir 6 manns
5 svartfuglar
½ bolli ólífuolía
½ bolli rauðvín
½ bolli púðursykur
½ bolli tómatsósa eða barbequesósa
1 tsk hvítlaukssalt
1 tsk sítrónupipar
½ tsk salt

Skerið bringukjötið af beini, snyrtið og fituhreinsið. Blandið öllu hráefninu í skál, setjið kjötið út í og veltið. Látið stand í ísskáp í u.þ.b. 6 klukkustundir.

Setjið smjör á pönnu og hitið. Snöggsteikið bringurnar báðum megin. Þegar kjötið er orðið nokkuð vel brúnað er það tekið af pönnunni, vafið í álpappír og látið kólna. Í álpappírnum steikist kjötið enn meir og verður alveg mátulegt.

Sósa
Soðið af steikinni
1 peli rjómi
25 g gráðostur
villibráðakraftur
villibráðakrydd.

Setjið soðið af pönnunni í pott og hitið varlega ásamt gráðosti. Setjið villibráðakraft og villibráðakrydd samanvið. Hrærið vel í pottinum og bætið rjóma út í að lokum. Látið sósuna kólna.

Skerið bringurnar í þunnar sneiðar og setjið ½ - 1 bringa á disk eftir því hvort borið er fyrir fullorðna matmenn eða hófstillta. Skreytið með blaðsalati og setjið smá sósu á diskinn.

Fyllt Villigæs
2 villigæsir
villibráðakrydd
pipar og salt eftir smekk

Fylling
500 g nautahakk
250 g beikon
4 stk græn epli
6 sneiðar þurrkaðir tómatar
1 poki valhnetur
1 stk Laukur
14 pylsubrauð
1 bolli sykur
2 tsk pipar
2 tsk salt
2 tsk villibráðakrydd
1 bolli púðursykur.

Steikið nautahakkið, beikonið og laukinn á pönnu. Afhýðið eplin og skerið í smáa teninga, myljið hneturnar, saxið laukinn og rífið pylsubrauðin smátt. Blandið öllu saman í skál eða pott, stráið sykri yfir og kryddið.

Þrífið gæsina og skafið. Kryddið jafnt utan sem innan og troðið fyllingunni í. Setjið gæsina í skúffu ofan á rist eða hnoðið álpappír í kúlur og setjið undir (svo hún liggi ekki í soðinu).

Hitið ofinn í 180°C, stingið gæsinni inn í og lækkið hitann niður í 150°C eftir um 20 mínútur. Steikið áfram í 80 mínútur eða 100 ef gæsin er stór.

Ágætt er að nota feitina sem lekur af gæsinni til að ausa yfir hana á steikingartímanum. Þegar 20 mínútur vantar upp á steikinguna er gott að strá púðursykri yfir.

Önnur aðferð er að úrbeina gæsina og krydda vel, brúna á pönnu, vefja kjötinu inn í álpappír og setja í ofn við 170°C í 10 mínútur. Algjört lostæti!

Sósa
bringubein úr svartfuglinum
fóarn úr gæsinni
50 g smjör
1 msk villibráðakraftur
½ bolli rauðvín
1 msk aðalbláberjasulta.
villibráðakrydd
25 g gráðostur
½ l rjómi
50 g rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum
sósujafnari

Skerið bringubeinin í sundur og fóarnið í sundur. Setjið á pönnu, brúnið upp úr smjöri og kryddið.

Látið soðið í pott með u.þ.b ½ lítra af vatni og sjóðið niður. Villibráðarkrafti, ½ lítra af vatni, osti, rauðvíni, sultu og rjóma bætt út í og hrært vel í. Þá er sósan krydduð eftir smekk og þykkt .

Berið með kjötinu sykurbrúnaðar kartöflur, rifsberjahlaup og salat.

Salat
4 stk græn epli afhýdd og kjörnuð, skorin í bita
30 stk græn vínber skorin í tvennt
blaðsalat skorið smátt
1 peli rjómi þeyttur
2 msk sykur
Öllu blandað í skál.


Eftirréttur
Þar sem nóg er komið af rjóma er upplagt að hafa einfaldan eftirrétt. Einn risapoka af Nóakroppi frá Nóa-Síríus, eina flösku af góðu Cognac og nýlagað kaffi.

Ég skora á Helga Jónsson fjallamann að vera með uppskrift í næstu viku.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli