Frétt

bb.is | 09.01.2004 | 16:33Sigurður Pétursson ritar um ævi Hannibals Valdimarssonar í Andvara

Forsíða Andvara, tímarits Hins íslenska þjóðvinafélags.
Forsíða Andvara, tímarits Hins íslenska þjóðvinafélags.
Flestir þekkja sögu Hannibals sem stjórnmálamanns og verkslýðsleiðtoga á landsvísu en minna hefur verið ritað um uppruna hans, uppvöxt og mótunarár hans vestra. Í grein Sigurðar er þessum hluta ævi Hannibals gerð mjög góð skil og má þar greina hví Hannibal leiddist á þá braut sem ævistarf hans varð – uppfræðari æskulýðs sem varð einn helsti baráttumaður íslensks verkalýðs og mesti vígamaður íslenskrar stjórnmálasögu.

Þegar lesið er um verkalýðs- og stjórnmálabaráttuna hér vestra undrar lesandann að ekki skuli vera liðnir nema nokkrir áratugir síðan atburðirnir áttu sér stað.

Í niðurlagi greinar Sigurðar segir: „Í Selárdal sat fyrr á tíð lærðasti maður sautjándu aldar, séra Páll Björnsson. Sá hinn sami og ofsótti snauðar manneskjur fyrir galdur og lét brenna á báli vegna ásakana um misgjörðir. Jarlinn í Selárdal tuttugustu aldar lét ekki brenna fólk eða niðurlægja fyrir trúarkreddur eða skoðanaöfgar. Baráttumál hans, mótuð á ungdómsárum, var að hver karl og kona, verkamaður, sjómaður, bóndi eða menntamaður gæti lifað lífinu af reisn. Að fólk gæti risið upp úr striti hvunndagsins og notið menntunar, frítíma og frelsis til að þroska hæfileika sína. Ekki bara fáir útvaldir, heldur allir. Það var manngildishugsjón jafnaðarmannsins.

Hannibal, nafnið sem þekkt er úr sögu Rómaveldis. Leiðtogi Karþagómanna sem réðst gegn ofurefli Rómverja. Herforinginn sem tókst hið ómögulega, að brjótast yfir Alpana með herflokk sinn og koma óvininum í opna skjöldu. Það minnir á nafna hans á Íslandi. Baráttumanninn, kempuna, ræðuskörunginn og verkalýðsleiðtogann Hannibal. Jafnaðarmanninn að vestan.“

Andvari, tímarit Hins íslenska þjóðvinafélags fæst í bókaverslunum.

hj@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 09:37 Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með frétt Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli