Frétt

| 07.04.2001 | 12:08Málin runnu í gegn

Björn Ingi Hrafnsson, þingfréttamaður Morgunblaðsins, skrifar oft afar lipurlega um störfin á Alþingi. Í dag segir hann m.a.:

Þingmennirnir 63 á löggjafarsamkundunni eru komnir í páskafrí og koma aftur saman í þinghúsinu við Austurvöll hinn 23. apríl nk. Þingmenn fóru þó ekki í fríið fyrr en þeir höfðu staðið vaktina alla daga liðinnar viku og afkastað sem aldrei fyrr.
Þau voru vel á annað hundrað þingmálin sem tekin voru til umræðu og afgreidd til þingnefnda frá mánudagi til föstudags, allt frá þingmannamálum til stjórnarfrumvarpa. Í fyrsta sinn var gripið til þess að ná samkomulagi milli formanna allra þingflokka um forgang í umræðum og skertan ræðutíma í þingmannamálum og fyrir vikið gekk fljótt og vel að koma tugum frumvarpa og tillagna til umræðu og síðan með atkvæðagreiðslu til þingnefnda.

Ekki var annað að heyra en ánægja væri með þessi nýju vinnubrögð enda þótt fyrir hafi komið að þingmönnum þótti ræðutíminn heldur naumt skammtaður.

– – –

Lokahnykkur vinnunnar fólst í framlagningu fjölda frumvarpa og stjórnartillagna á fimmtudag og föstudag, en búast má við að flest þessara mála muni verða að lögum frá Alþingi áður en þingi verður slitið í vor. Margt athyglisverðra mála er þarna á meðal, en líkast til ber þó hæst frumvarp forsætisráðherra um Seðlabanka Íslands.

Davíð Oddsson mælti einmitt fyrir frumvarpinu í gær og var öll umræða í kringum það með friðsamasta móti. Stjórnarandstæðingar áttu bágt með að hallmæla forsætisráðherra þar sem þeir eru í öllum meginatriðum sammála efni frumvarpsins og hældi Davíð sérstaklega umræðunni. Sagðist hann sannfærður um að frumvarpið yrði til heilla landi og þjóð og ræddi síðan í góðu við Össur Skarphéðinsson, Ögmund Jónasson og fleiri þingmenn um einstaka þætti þess og sló jafnvel á létta strengi.

Þannig sagði forsætisráðherra, þegar talið barst að mögulegum hæfniskröfum bankastjóra Seðlabankans: „Fyrst og fremst almenn skynsemi. Í öðru lagi grundvallarþekking á þjóðlífinu og í þriðja lagi víðtæk þekking á efnahagsmálum þjóðarinnar. Í fjórða lagi stjórnunarhæfileikar og fimmta lagi hæfileiki til þess að geta tekið ákvarðanir.“

Davíð tók fram að þetta væri aðeins spuni hjá sér í ræðustól en bætti svo við að hann sæi Össur brosa blítt því hann átti sig á því að hann hafi alla þessa hæfileika sjálfur!

Ráku viðstaddir þá upp skellihlátur og Össur rauk upp í ræðustól með það sama og sagðist vona að hann móðgaði ekki forsætisráðherra, en sér hefði þótt hann svo ærlegur í þessari upptalningu sinni, að aðeins hefði vantað upp á eitt skilyrði enn, nefnilega lögfræðipróf úr Háskóla Íslands, og átti augsýnilega við orðróm um að forsætisráðherra komi sjálfur til greina í starfið.

„Það hefði auðvitað útilokað þann náttúrufræðing sem hér stendur“, bætti Össur við skellihlæjandi og höfðu menn á orði að langt væri síðan svo vel hefði farið á með honum og forsætisráðherra, en til þess var tekið á sínum tíma í tíð Viðeyjarstjórnarinnar, þegar Össur var umhverfisráðherra, að þeim varð vel til vina.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli