Frétt

bb.is | 07.01.2004 | 18:00Skírnum í Ísafjarðarprestakalli fækkar um liðlega helming á áratug

Ísafjarðarkirkja.
Ísafjarðarkirkja.
Skírnum í Ísafjarðarprestakalli hefur fækkað mikið undanfarin áratug. Á síðasta ári voru 28 skírnir skráðar í ministeralbók Ísafjarðarprestakalls en voru 64 árið 1993, eða fyrir áratug. Þó að alltaf sé eitthvað um að börn séu skírð utan prestakallsins er megin skýringin á fækkuninni sú að íbúum Ísafjarðarprestakalls hefur fækkað um 450 manns á undanförnum tólf árum. Ellefu hjónavígslur fóru fram í Ísafjarðarprestakalli á síðasta ári, þar af ein í Hnífsdalskapellu. Fyrir áratug voru álíka margar hjónavígslur í prestakallinu en árið 1993 voru 10 hjónavígslur skráðar í kirkjubókina.
Sextán útfarir fóru fram í prestakallinu á síðasta ári á móti 33 árið 1993. Eftirtaldir einstaklingar voru bornir til moldar á Ísafirði á síðasta ári:

Guðmundur Maríasson frá Kollsá í Grunnavíkurhreppi var jarðsunginn 4. janúar.
Þuríður Jónsdóttir Edwald frá Ísafirði var jarðsungin 7. janúar.
Bjarney Ingibjörg Ólafsdóttir, fædd á Flateyri var jarðsungin 1. febrúar.
Ebeneser Þórarinsson frá Ísafirði var jarðsunginn 15. febrúar.
Halldór Magnússon frá Reykjavík var jarðsunginn 17. febrúar.
Anna S. Bjarnadóttir frá Ísafirði var jarðsungin 23. febrúar.
Kristín S. D. Alexandersdóttir frá Dynjanda í Jökulfjörðum var jarðsungin 17. maí.
Bragi Jónsson frá Ísafirði var jarðsunginn 7. júní.
Hrólfur Valdimarsson var jarðsunginn 28. júní.
Hjálmar Björnsson frá Mosvöllum í Önundarfirði var jarðsunginn 1. júlí.
Ingibjörg Finnsdóttir frá Ísafirði var jarðsungin 11. júlí.
Yngvi Guðmundsson frá Reykjavík var jarðsunginn 23. ágúst.
Kristinn Jón Jónsson frá Mýri við Álftarfjörð var jarðsunginn 27. september.
Svanfríður S. Gísladóttir frá Ísafirði var jarðsungin 18. október.
Unnur S. Gísladóttir frá Skárastöðum í Miðfirði var jarðsungin 20. desember.

Guðríður S. A. Benediktsdóttir fædd á Drangsnesi, var jarðsett í Hnífsdalskirkjugarði 19. júní.

Eftirtalin hjón gefin saman árið 2003:

Ísafjarðarkirkja:
Guðrún Oddsdóttir og Hörður Þór Ástþórsson.
Rannveig Björnsdóttir og Hrafn Snorrason.
Esther Ósk Arnórsdóttir og Smári Ólafsson.
Sigrún Arna Elvarsdóttir og Steingrímur Þorgeirsson.
Auður Helga Ólafsdóttir og Guðmundur Valdimarsson.
Margrét Björgvinsdóttir og Hafsteinn Sverrisson.
Dagbjört Sigríður Gunnarsdóttir og Héðinn Ólafsson.
Salbjörg Jósepsdóttir og Ólafur Bjarni Halldórsson.

Hnífsdalskapella:
Gunnhildur Linda Gunnarsdóttir og Róbert Breiðfjörð Jóhannesson.

Heimhús:
Árný Einarsdóttir og Sigurður Brynjar Ásvaldsson.
Sóley Sveinsdóttir og Guðbjartur Brynjar Ólafsson.

Eftirtalin börn voru skírð á árinu 2003:

Hnífsdalssókn:

Signý Stefánsdóttir, Skólavegi 9.
Júlíana Lind Jóhannsdóttir, Bakkavegi 4.
Kristín Þóra Gísladóttir, Skólavegi 13.

Ísafjarðarsókn:
Marta Sóley Hlynsdóttir, Þrándheimi, Noregi.
Davíð Hjaltason, Fagraholti 2.
Elías Ver Bjarnason, Hlíðarvegi 21.
Linda Rós Hannesdóttir, Hafraholti 16.
Heba Sif Guðbjartsdóttir, Hlíðarvegi 46.
Hrafnhildur Una Magnúsdóttir, Brautarholti 4.
Eva Marín Jónsdóttir, Urðarvegi 78.
Katla María Magdalena Sæmundsdóttir, Stórholti 11.
Ríkharður Ingi Steinarsson, Hlíðarvegi 26a.
Helena Haraldsdóttir, Kaupmannahöfn, Danmörku.
Arnar Snær Hansen Halldórsson, Reykjavík.
Hrafnhildur Guðný Njálsdóttir, Hlíðarvegi 29.
Diljá Ögn Lárusdóttir, Hjallavegi 8.
Sædís Mjöll Steinþórsdóttir, Herlev, Danmörku.
Viktoría Sólveig Kristinsdóttir, Reykjavík.
Daði Rafn Ómarsson, Árholti 11.
Reynir Örn Guðmundsson, Kópavogi.
Jelena Rós Valsdóttir, Hjallavegi 19.
Guðlaug Rós Jóhannsdóttir, Góuholti 12.
Orri Daníel Llorens Gabríelsson, Barcelona, Spáni.
Sigurður Bjarni Kristinsson, Fjarðarstræti 4.
Þóra Kolbrún Ólafsdóttir, Bolungarvík.
Sara Kristín Gunnsteinsdóttir, Vancouver, Kanada.
Einar Árni Gíslason, Reykjavík.
Jóel Ýrar Kristinsson, Smiðjugötu 8a.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli