Frétt

politik.is – Magnús Guðmundsson | 05.01.2004 | 20:33Búinn að missa það?

Það er ekki hægt að segja annað en að forsætisráðherra þjóðarinnar, Davíð Oddsson, sé umdeildur maður. Davíð hefur setið lengi á valdastóli – fyrst sem borgarstjóri og síðan sem forsætisráðherra. Á stjórnmálaferli hans hafa hin ýmsu ummæli vakið mikla eftirtekt. Davíð virðist hafa dágott nef fyrir almenningsálitinu og oftar en ekki hefur hann hitt naglann á höfuðið. Á móti þá hefur hann einnig oft misst marks og talað t.d. um öryrkja með fyrirlitningu og þá staðreynd að þeim einstaklingum sem leitað hafa sér aðstoðar til mæðrastyrksnefndar afgreiðir Davíð með því að segja að þar sem boðið sé upp á ókeypis mat og aðstoð verði alltaf margir sem misnota slíkt. Honum hefur þó oftar en ekki verið fyrirgefið ummæli líkt og þessi, en seinustu vikur hefur Davíð verið einstaklega mikið í fjölmiðlum og lítið sparað yfirlýsingarnar og sleggjudómana yfir hinum ýmsu mönnum og málefnum.
Sigursæll

Davíð á að baki langan feril í stjórnmálum en hann settist fyrst í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1974 þá 26 ára gamall. Átta árum síðar vann Sjálfstæðisflokkurinn meirihlutann í borginni á ný, en Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðubandalagið höfðu náð að mynda meirihluta fjórum árum áður, undir forystu Davíðs. Í kjölfarið varð hann borgarstjóri og ennfremur hélt Sjálfstæðisflokkurinn meirihlutanum í kosningunum árið 1986. Fjórum árum síðar unnu sjálfstæðismenn mikinn sigur þegar þeir hlutu rúmlega 60% atkvæða. Ári síðar felldi Davíð sitjandi formann Sjálfstæðisflokksins, Þorstein Pálsson, en sitjandi formaður hafði aldrei áður í sögu flokksins verið felldur á landsfundi. Stuttu síðar leiddi Davíð flokkinn í alþingiskosningum og til ríkisstjórnarsamstarfs við Alþýðuflokkinn – og Davíð varð forsætisráðherra. Síðan þá hefur hann styrkt áhrif sín innan Sjálfstæðisflokksins og en þann dag í dag situr Davíð í forsætisráðherrastólnum. Hann verður þó að standa upp úr stólnum á næsta ári því flokkurinn fékk afleita kosningu í vor og í kjölfarið fór 17,73% flokkur fram á forsætisráðuneytið.

Brask, þýfi og ákæra

Jón Ólafsson hefur kært Davíð fyrir ummæli sem hann lét falla um sölu Jóns á eignum hans hér á landi. Davíð sagði í Ríkisútvarpinu: ,,Og maður hefur þá tilfinningu að þar með sé auðvelt að skjóta undan fjármunum þannig að ríkisvaldið eigi miklu erfiðara ef að skattaálagning verður í samræmi við skattrannsókn að ná til sín þeim fjármunum sem þarna eru á ferðinni. Þetta hafði allt þann brag að þarna væri verið að kaupa og selja þýfi í mínum huga? Daginn eftir sagði Davíð í Morgunblaðinu: ,,Þann sama dag sem skattrannsóknarstjóri skilar af sér rannsókn sem snýst um grunsemdir um að það blasi við að maður nokkur sé mesti skattsvikari Íslandssögunnar stendur þessi banki [Kaupþing-Búnaðarbanki] fyrir því að losa hans eignir héðan.? Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun næstu viku.

400.000, Vísbending, eftirlaunafrumvarpið og dauði

Skömmu eftir hádegi þann 21.nóvember fór hinn fábrotni og almenni borgari Davíð Oddsson bindislaus í aðalbanka Kaupþings-Búnaðarbanka og tók út 400.000 krónur sem hann átti í bankanum. Þennan gjörning framkvæmdi bindislaus Davíð í mótmælaskyni vegna kaupréttarsamninga sem bankinn gerði við æðstu stjórnendur sína. Þennan sama dag las Davíð upp úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar.

Þremur vikum síðar fór forsætisráðherrann Davíð Oddsson fremstur meðal jafninga fyrir því að eftirlaunafrumvarpið svokallaða yrði samþykkt á sem allra skemmstum tíma. Það varð raunin að lokum og frumvarpið samþykkt aðeins fjórum dögum eftir að það var lagt fyrir Alþingi. Á þessum dögum fór Davíð misfögrum orðum um verkalýðhreyfinguna og gerði lítið úr henni og þeim mótmælum sem hreyfingin stóð fyrir þegar málið kom upp. Þá sagði Davíð að eins og staðan væri nú væri ekki aðrir kostir til stjórnunar í landinu en þeir tveir flokkar sem mynda núverandi ríkisstjórn. Það er sem sagt ekki hægt að mynda ríkisstjórn með einhverjum stjórnarandstæðuflokkanna því þeir vilja gefa sér lengri tíma og stunda vönduð vinnubrögð þegar hávær krafa er um það í þjóðfélaginu. Einungis er hægt að mynda ríkisstjórn með þeim flokkum og þingmönnum sem hlusta ekki á almenning og keyra frumvörp í gegnum þingið á met tíma.

Í miðri aðventu sagði Davíð í kjölfar handtöku Saddams Husseins að réttast væri að drepa hann – jafnvel oftar en einu sinni. Þá fyrst yrði réttlætinu fullnægt. Það er ekki hægt að segja annað en að ummæli forsætisráðherra að þessu tilefni hafi verið meira en lítið furðuleg.

Í vikuritinu Vísbendingu sagðist Davíð efast um að hin fjársvelta Samkeppnisstofnun virkaði sem skyldi. ,,Ef öll olíufélögin eru tekin til skoðunar og öll sektuð, þannig að samkeppnisstaða þeirra innbyrðis hefur ekkert breyst, hver borgar þá sektina – olíufélögin? Það held ég ekki, það verða ég og þú. Það skiptir engu máli hve mikið þeir verða sektaðir, verðið hæ

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli