Frétt

mbl.is | 05.01.2004 | 17:23Sýknaður af ákæru fyrir brot á barnaverndarlögum

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað fyrrum umsjónarmanns unglingastarfs björgunarsveitar á Norðurlandi af ákæru fyrir brot á barnaverndarlögum með ýmsu ósæmilegu athæfi gagnvart börnum á árunum 2000 til 2001. Hann var m.a. sakaður um að hafa læst 15 ára stúlku inn í hundabúri, dregið niður sundbuxur annarrar stúlku og klipið unglingspilta í geirvörtur og kynfæri en héraðsdómur sýknaði manninn af öllum ákæruatriðum.
Í dómnum kemur fram að maðurinn var einn af fjórum umsjónarmönnum unglingadeildar björgunarsveitarinnar á árunum 2000 og 2001. Um 20 félagar á aldrinum 14-16 ára voru í unglingadeildinni á þessu tímabili. Þá var maðurinn liðlega þrítugur en hann hætti afskiptum af unglingadeildinni haustið 2001 er starf hans þar var tekið til athugunar hjá félagsmálayfirvöldum og forráðamönnum björgunarsveitarinnar.

Manninum var m.a. gefið að sök að hafa ýtt 15 ára gamalli stúlku inn í hundabúr og læst hana þar nauðuga inni. Héraðsdómur segir, að yfirheyrslur hafi leitt í ljós að stúlkan virðist hafa ákveðið að skríða inn í hundabúrið og að henni hafi mjög fljótlega verið hleypt út eftir að hún bar fram ósk um það. Verði ráðið af framburði vitna og málsaðila að andrúmsloftið hafi allan tímann verið galsafengið. Taldi dómnum varhugavert að telja sannað að maðurinn hafi gerst brotlegur við ákvæði barnaverndarlaga varðandi þetta.

Þá var maðurinn sakaður um að hafa árið 2000 ýtt 14 ára stúlku afturábak í aftursæti bíls og lagst þar ofan á hana og viðhaft samfarahreyfingar og síðan árið eftir, er stúlkan var 15 ára, dregið niður sundbuxur hennar.

Héraðsdómur sagði ákæruvaldið byggja fyrra ákæruefni á lýsingu stúlkunnar en samkvæmt frásögn hennar fylgdust annar umsjónarmaður og ótilgreindur félagi í unglingadeildinni með atburðarásinni þar sem þeir sátu í framsæti björgunarsveitarbifreiðarinnar. Annað vitnið kannaðist fyrir dómi ekkert við framangreinda lýsingu stúlkunnar. Hitt vitnið lýsti hins vegar fyrir dómi afskiptum ákærða af stúlkunni er hún sat í gluggakistu í nýlakkaðri björgunarbifreið, en andmælti frásögn hennar að öðru leyti. Þá sögðust önnur þau 14 vitni sem ákæruvaldið leiddi fyrir dóminn, aldrei hafa séð ákærða viðhafa þá háttsemi í bíl, sem lýst var í ákærukaflanum.

Varðandi hitt sakarefnið var upplýst að stúlkan fór með nokkrum félögum sínum í unglingasveitinni og þremur umsjónarmönnum, þ.á.m. ákærða og konu hans í sund. Dómurinn segir að fyrir liggi að nefndir aðilar hafi allir farið ofan í sundlaugina, sem sé lítil, og að nokkur hamagangur hafi orðið þar vegna boltaleiks. Ákærði neitaði við alla meðferð málsins að hann hefði dregið sundbuxur stúlkunnar niður. Ekkert vitni, sem ákæruvaldið leiddi fram, sagðist hafa séð slíkt athæfi.

Loks var maðurinn ákærður fyrir að hafa ítrekað veturinn 2000-2001 klipið í geirvörtur unglingspilta og snúið fast upp á þær og klipið í kynfæri a.m.k. eins drengjanna sem hann hafði umsjón með í unglingastarfinu. Að auki hafi hann viðhaft niðurlægjandi og kynferðislegt orðbragð við unglinga sem hann hafði umsjón með.

Fram kemur í dómnum, að maðurinn játaði að hafa á stundum verið stóryrtur, en staðhæfði jafnframt það hafi aldrei verið ætlan hans að niðurlægja ungmennin með orðtaki sínu. Í dómnum segir að nefndir piltar hafi allir borið að maðurinn hafi iðulega verið með blótsyrði á vör og á stundum verið klúr í tali. Einnig hafi þeir borið að maðurinn hafi á stundum tekið þátt í gagnkvæmum leik þeirra með því að nippa þá, þ.e. að klípa í geirvörtur og snúa uppá. Segir dómurinn, að frásögn nefndra pilta hafi hins vegar verið samhljóða um að þeir hefðu ekki tekið háttsemi mannsins að þessu leyti alvarlega og þá ekki orðbragð hans. Þeir kváðust heldur ekki hafa verið niðurlægðir af hálfu mannsins og báru að fyrst og fremst hefði verið um leik að ræða.

Dómurinn segir, að vitnisburðir þeirra 12 ungmenna sem ákæruvaldið leiddi fyrir dóminn umfram nefnda pilta hnekki ekki frásögn þeirra að mati dómsins að þessu leyti um ætlaða refsiverða háttsemi mannsins. Þyki þegar af þeirri ástæðu verða að sýkna manninn af þessu ákæruatriði.

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli