Frétt

mbl.is | 02.01.2004 | 14:53Heilsa kennslukvenna almennt mjög góð

Mikill meirihluti kennslukvenna í grunnskólum telur andlega og líkamlega heilsu sína mjög góða. Fimmtungur telur sig við betri heilsu en jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í könnun, sem var gerð á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands en könnunin er hluti af víðtækari úttekt sem tekur til þriggja stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta, flugþjóna, hjúkrunarfræðinga og kennara í grunnskólum.
Helstu niðurstöður könnunarinnar er birt á heimasíðu Kennarasambands Íslands. Þar kemur fram að 20% kennara taldi sig við betri heilsu en jafnaldrar þeirra, en 9% við verri heilsu. Konur í kennarastétt sem komnar eru yfir fimmtugt eru samkvæmt könnuninni minna frá vinnu vegna eigin veikinda en þær sem yngri eru. Um 27% töldu sig sjaldan eða aldrei geta ráðið vinnuhraða sínum, en tæpur þriðjungur taldi sig geta alltaf eða oft ráðið vinnuhraða sínum. Yngri kennarar og þeir sem eru með skemmri starfsaldur eru líklegri en eldri og reyndari kennarar til að ráða vinnuhraða sínum.

Um 8% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað og um 7% höfðu orðið fyrir hótunum á síðustu sex mánuðum, 5% höfðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 4% fyrir einelti. Samstarfsmenn kennara eru helstu gerendur kynferðislegrar áreitni, en nemendur eru oftast gerendur eineltis, líkamlegs ofbeldis og hótana.

Almennt voru svarendur á því að auðvelt væri að samrýma þarfir fjölskyldu og kröfur vinnu. Kröfur vinnunnar stönguðust að einhverju leyti á við þarfir fjölskyldunnar hjá 40% svarenda. Þær sem greindu frá slíkum erfiðleikum áttu erfiðara en aðrar með svefn og voru líklegri til að finna fyrir þreytu eða örmögnun, skapsveiflum, kvíða, spennu og þunglyndi. Flestar töldu sig nokkuð duglegar að hreyfa sig og 25% sögðust duglegri við það en almennt gerðist meðal kvenna á þeirra aldri.

Tveimur þriðju fannst starfið líkamlega fjölbreytt, en þriðjungi fannst það líkamlega erfitt. Um 11% voru oftast líkamlega úrvinda eftir kennsludaginn, en 9% voru það aldrei. Þurrt og þungt loft olli helst óþægindum í vinnuumhverfinu.

Óþægindi í stoðkerfi er talsvert algengt og virðist hjúskaparstaða skipta nokkru máli. Einhleypir kennarar voru líklegri en aðrir til að hafa haft óþægindi í hálsi og hnakka og einhleypar og ekkjur höfðu fremur en aðrir haft óþægindi í herðum og öxlum. Ekkjur, fráskyldar og einhleypar voru líklegri en giftar konur og konur í sambúð til að segja andlega líðan sína aðeins sæmilega eða slæma. Meira var um bakverki hjá þeim sem höfðu skamman starfsaldur en hjá þeim sem lengur höfðu starfað að kennslu.

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli